Málfríður - 15.12.1994, Page 9

Málfríður - 15.12.1994, Page 9
tungumáli. Sá sem er að selja á heimsmarkaði og þekkir þetta umhverfi vel, selur meira og hef- ur samkeppnisyfirburði á mark- aðinum. Samkeppnishæfni þjóða er flókið mál og ekki er hægt að ræða það ítarlega hér þótt freist- andi væri. Þetta er sjónarhorn hagfræðingsins en líka sjón- arhorn stjórnmálamanna. Þessi umgjörð sýnir að nauðsynlegt er að efla tungumálakennslu á ís- landi. Auðlindirnar er það sem sér- hvert land á umfram önnur í ein- hverjum mæli. íslendingar búa í meginatriðum yfir fjórum auð- lindum: auðugum fiskimiðum, orku í formi hita og vatns, sér- stakri náttúru og menntun. Ég er reyndar ekki viss um að mennt- un sé hér meiri og betri en ann- ars staðar, þótt fiskimiðin, orkan og sérstök náttúra séu það vissulega. 21. öldin mun markast af þekkingu en hin 20. mótaðist af tækniframförum. Lífskjör 19. aldarinnar á Vesturlöndum byggð- ust m.a. á nýlendum og afrakstri iðnbyltingarinnar. Sérhver tími á sér sín vopn í samkeppni þjóða. Við verðum að átta okkur á því hver vopn okkar eru og hvar þau er að finna. Við þurfum vinnu fyrir íslend- inga í framtíðinni. Vinna í fyrir- tækjum og stofnunum erlendis er vænlegur kostur fyrir hæft fólk en það verður þá að vera mjög vel menntað. Það eru ótal tækifæri erlendis fyrir íslend- inga. Nú eru t.d. um 140 manns starfandi erlendis á vegum Eim- skipafélagsins og þar af 13 ís- lendingar. Þegar útflutningur okkar verður fjölbreyttari, m.a. á sviði sjávarafurða, menntunar, tækni og iðnaðar, þá þarf fleira vel menntað fólk. Hingað munu sækja erlend fyrirtæki sem við munum von- andi bjóða velkomin. Alveg eins og við fögnum landnámi ís- lenskra fyrirtækja í útlöndum þá eigum við að fagna sérhverju erlendu fyrirtæki hér. Við verð- um að hugsa á alþjóðlega vísu. Einmitt náin tengsl við útlönd styrkja eigin þjóðmenningu. Ein- angrun er hættuleg, sérstaklega fámennu ríki. Menntun og vís- indi eru alþjóðleg og tungumála- nám miðar beinlínis að sam- skiptum við útlendinga, báðum aðilum til hagsbóta. Þannig kynn- umst við frjórri hugsun annarra menningarheima, fellum hana saman við okkar reynslu og bætum í hið endalausa fljót heims- menningarinnar. Milton Friedman, bandaríski nóbelsverðlaunahafinn í hag- fræði, skrifaði grein fyrir nokkru í tilefni 100 ára afmælis enska hagfræðitímaritsins. Þar bar hann saman skrif nú og fyrir eitt hundrað árum. Auk þess að stærðfræðigreinum hefur fjölgað stórlega og höfundar að hverri grein eru mun fleiri en áður, þá er athyglisvert að fyrir eitt hundrað árum var umfjöllun um bækur og greinar á öðrum tungumálum en ensku mjög al- geng í þessu tímariti, en það er eitt hið virtasta sinnar tegundar í heiminum. Fyrir eitt hundrað árum var algengt að lesa þar umfjöllun um bækur og ritgerðir á frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku en nú þekkist slíkt ekki. Allt er nú á ensku. Hér hefur menntun okkar hrakað. Auðvitað eru til sérhæfð frönsk, þýsk og ítölsk tímarit um við- skipta- og hagfræði sem við hér lesum varla og eru enn minna lesin í hinum enskumælandi heimi. Ef til vill snýst þessi þró- un við innan vísindanna, þannig að við getum kynnt okkur rit á frummálinu og haft samskipti á fleiri tungumálum en nú er. Það er mjög spennandi að taka þátt í þessu landnámi. Við skynjum breytingarnar, vitum að við getum nýtt okkur þær og verðum reyndar að gera það ef við ætlum að bjóða okkar unga fólki sömu lífskjör og í nágranna- löndunum. Ég kenni við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Við er- um að marka okkur braut í þess- um nýja heimi. Við höfum ákveð- ið að taka upp tungumálatengt viðskiptafræðinám sem sérstakt svið í viðskiptafræði. Nemendur okkar munu eiga þess kost að taka 30 einingar í tungumálum af 120 eininga námi, þannig að val- in verða þrjú tungumál. Nem- endurnir verða að hafa að baki a.m.k. tveggja ára nám í við- komandi tungumáli. Ekki verður einungis um að ræða tungumála- kennslu, heldur einnig fræðst um viðskipti og hugsanahátt á viðkomandi málasvæði og kennd viðskiptafræði á tungumálinu af sérhæfðum kennurum. Við höfum kennt viðskipta- ensku lengi og munum auka þá kennslu. Við byrjuðum á við- skiptafrönsku í vor og munum hefja kennslu í viðskiptaþýsku næsta haust. Síðar tökum við upp kennslu í Norðurlandamál- unum og spænsku. Þetta er gert í samráði við tungumálakennara heimspekideildar. Gaman væri að bjóða upp á fleiri tungumál eins og japönsku, rússnesku, ítölsku og portúgölsku, en það er enn á draumastiginu. Þetta er nauðsynlegt nám og verður vafa- lítið eftirsótt. Skólar með slíka kennslu erlendis, þ.e. vandaða viðskiptafræðikennslu, í bland við gott viðskiptatungumála- nám, eru mjög vinsælir enda nauðsynlegir í ljósi þessara breyttu tíma sem ég hef lýst. Við erum ekki að finna upp hjólið, en við erum að taka þátt í þróun sem hafa mun áhrif á samkeppn- ishæfni okkar á næstu árum. Við fórum þá leið að hafa tungumálanámið sem kjörsvið í okkar deild. Þeir sem fara í það nám sérhæfa sig ekki í endur- skoðun, fjármálum eða fram- leiðslu, svo nokkur af okkar sér- sviðum séu nefnd. Forgangsröð- unin er leyst með vali nemenda en það kostar einnig fé. Reyndar fer þetta allt eftir peningum. Ég var að gera fjár- hagsáætlun fyrir deildina mína nú í vikunni og óskaði eftir nokkru viðbótarfé í þetta, en það kostar þá niðurskurð annars staðar í Háskólanum eða aukn- ingu á framlagi ríkisins. Þetta er hið sígilda vandamál í skólakerfi okkar. Hvaða alvara er á bak við forgangsröðun? Það er minnsta mál í heimi að segja hér og við önnur tækifæri að efla beri tungumálanám af því að breytt- ur heimur krefst þess. Alvaran á bak við það kemur þá í ljós síð- ar. Þetta er hvorki einfalt verk- efni né öfundsvert. í fyrra fluttum við út vörur og þjónustu fyrir um 140 milljarða 9

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.