Málfríður - 15.12.1994, Side 11

Málfríður - 15.12.1994, Side 11
Þessu er svona varið á fleiri sviðum. Til dæmis að taka hef ég stundum reynt samræður í dans- höllum nútímans, en jafnan án árangurs, af akústískum ástæð- um. Hlutverkaskipan og vænt- ingar á slíkum stöðum eru aftur á móti alveg ljós og raungerast eftir atvikum án tungumáls, þannig að einskis er í misst þótt ekkert sé sagt. Reyndar er svo um málvís- indakenningu hins málhalta vin- ar míns, að sú saga tungumála, sem við þekkjum, veitir kenn- ingunni ansi mikinn stuðning. Málsagan bendir til þess, að beygingar séu ekki nauðsyn- legar. Meirihluti mannkyns not- ast við tungumál, þar sem frá- leitt þykir að misþyrma orðum með beygingum. Og þar sem beygingar voru, kvarnast stöð- ugt af þeim, lítum á örlög latín- unnar. Ljóst má vera, að sér- viskuhættir íslenskunnar, fjöl- breytni og flóknar beygingar, eru á undanhaldi. Væntanlega mun sá skriðþungi vaxa, enda er heilbrigt og praktískt fólk farið að æmta undan byrðinni. Mig langar að nefna tvö dæmi til marks. Annað er sú ákvörðun póst- yfirvalda um rétta áritun á bréf, að þar skuli staðir standa í nefni- falli. Mér ber að skrifa „Jón Jóns- son Seyðisfjörður" utan á bréf, alls ekki „Seyðisfirði“. Líklega ætti ég að fara í fangelsi fyrir að skrifa utan á bréfið: „Jóni Jóns- syni - Seyðisfirði", sem mér finnst miklu fegurst. Hitt dæmið er uppreisn alþýðunnar á Veður- stofu íslands, þegar steinrunn- inn yfirmaður af hlekkjuðu hug- arfari fyrri alda vildi fara að nota staðarfall í veðurfregnum. Stað- arfall - hvað er nú það? Snar- lega hristu menn af sér óvær- una. Þegar yfirvöld og alþýða taka höndum saman með þess- um ótvíræða hætti, hlýtur það að vera gott mál. Málsamfélagið þolir ekki orðið beygingar nema að vissu marki. Hér kemur sennilega til sem nokkur skýring á þessari þróun aukin dagleg notkun nánast fallalauss tungumáls, nefnilega ensku, meðal fæddra íslendinga, þegar þeir tala hver við annan. Að þessu leyti líkist aðstaða okkar hér og nú mjög þeirri, sem V-íslendingar hafa búið við. Þeirra íslenska vildi blandast og jafnvel týnast í Ameríku. En nú er Ameríka komin til okkar og umlykur okkur hverja stund, og það iðulega með fullum til- finningaþunga dolby-stereo tækj- anna, sem kenna okkur að tjá til- finningar svo að bragð sé að og eftir tekið. Þar er nefnilega ekk- ert afdalahvísl á ferðinni. Hinar fögru listir eru farnar að draga skemmtilegan dám af þessari staðreynd. Ég á hér ekki bara við þorra þess ástarsöngs, sem framinn er í landinu. Sjald- an hlæ ég eins hjartanlega og þegar Kristján Ólafsson, neyt- endafulltrúi, segir með sínum óviðjafnanlega hætti eitthvað á þessa leið í íslenska sjónvarp- inu: „This is just a typical cork screw!“ Og allir sem ég þekki veltast um af hlátri, þegar þessi frábæri Iistamaður segir: „Thank you very much for this pro- gramme!“ Verið er um þessar mundir að sýna frábærlega skemmtilega revíu fyrir austan fjall. Þar hrær- ir höfundur, Sigurgeir Hilmar, sá snillingur, saman í eina bendu á sviðinu bankastjóra, fangelsis- stjóra, lögreglumönnum, stroku- föngum og misjöfnum konum, og vita menn ekki sitt rjúkandi ráð, eins og vera ber í revíu. Alltaf er það, þegar tilfinningarnar rísa hæst og mikið liggur við að róa niður vitleysuna, að tilsvarið verður að vera á ensku. „Cool it!“ er óendanlega miklu sterk- ara, enda miklu þekktara af fyrir- myndum á skerminum, heldur en vesældarlegt „Hafið ekki svona hátt!“ Og þetta veit höf- undurinn, af sínu örugga lista- mannsnefi. En það er ekki bara talsmáti fæddra íslendinga, sem ráða mun máli í þessu landi í fram- tíðinni, heldur einnig og væntan- lega miklu fremur sú staðreynd, að þetta land verður ekki ósnortið lengi enn af þeim gífur- legu þjóðflutningum, sem nú eru hafnir, þar sem milljónir manna reyna, með sívaxandi þunga, að flýja heilu heimshlutana til þess að setjast að einhvers staðar norðar á hnettinum. Eitthvað af þessu fólki mun finna ísland. Ekki þarf nema örlítið hlutfall flóttamannanna og verða samt fleiri en allir íslendingar, sem fyrir í þessu landi búa. Þegar menn fæddir til annarrar móður- tungu en íslensku verða komnir í meiri hluta í þessu landi, þýðir lítt gagnvart þeim að hafa það um hönd, sem þeim verður aldrei fast í hendi en sem okkur er samkvæmt fæðingu innan handar. Ég er hræddur um að þá yrðu margar hendur á lofti, ef menn ætluðu að taka til hönd- unum við þau skilyrði, og óvíst að nokkur fái séð handa sinna skil. Við skulum vona, að þegar tímar líða, verði samskiptin við þetta aðkomufólk með sæmilega friðsömum hætti. En við munum ekki krefjast kórréttrar fallbeyg- ingar, þegar við seljum þeim og fölum af þeim vörur og þjón- ustu. Ekki mun þetta góða fólk láta sig varða vandamál sem stafa af þágufallssýki í landinu. Það eru verulegar líkur til að hér verði um að ræða talendur úr málsamfélögum, sem þekkja ekki til fallbeyginga, svo sem tíðast er í Afríku og Asíu. Ég má trútt um tala, þegar þetta ber á góma, ég sem er fæddur og alinn upp á Selfossi, þegar sú byggð var hálf- dönsk. Það er mála sannast, að upp úr 1930 settust þar að Dan- ir, sem kenndu Flóamönnum ný vinnubrögð við mjólkurvinnslu, í kjölfar Flóaáveitunnar. Síðan hófst þar eitthvert magnaðasta framfaraskeið sem um getur í nokkru byggðarlagi hérlendu á jafn skömmum tíma. Flóamenn risu upp úr mýrunum og fóru að búa margir hverjir ásamt Dön- unum á Selfossi. Þarna varð til sérstök mállýska, mjólkurbús- danska. En það sem skiptir máli í samhengi þessa fyrirlestrar er það, að þarna urðu ólýsanlegar efnahagslegar framfarir meira og minna í vitlausu falli og oftast með röngum persónuendingum, ef nokkrum. Að ég nú ekki tali um gersamlega fjarvist viðteng- ingarháttar. Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá er Selfosskaups- staður byggður á tómum mál- fræðilegum misskilningi. Það 11

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.