Málfríður - 15.12.1994, Side 18

Málfríður - 15.12.1994, Side 18
| = Fyrsta stigs kennarar stigi er þetta tvö ár, en á lægri stigum verknáms er þetta fjögur ár. Þar sem stigin eru afar mörg og möguleikarnir að sama skapi fjölbreyttir væri allt of langt mál að lýsa heildarkerfinu hér. Ég ætla því aðeins að lýsa í stórum dráttum hver staðan er varðandi tungumálakennslu. Að undanskil- dum nemendum í verknámsskól- um (tæplega 50.000, eða 25% nem- enda), sem læra tvö erlend tungu- mál, læra allir nemendur (75%) a.m.k. þrjú erlend tungumál, þó ekki allir upp að sama stigi. Enska er skyldunám hjá öll- um. Annað tungumálið má vera þýska eða franska. Hugsanlegt fjórða tungumál er spænska, rússneska eða mál einhvers minnihlutahóps í þjóðfélaginu, t.d. tyrkneska eða arabíska. Þetta er sem sagt skólakerfið í mjög einfaldaðri mynd og þá ætla ég að víkja aðeins að kenn- aramenntun. Kennarastig á grunn- og fram- haldsskólastigi eru þrjú: 1) grunnskólakennarar 2) annars stigs framhaldsskóla- kennarar 3) fyrsta stigs framhaldsskóla- kennarar. 1) Grunnskólakennarar kenna aðeins börnum á aldrinum fjög- urra til tólf ára. Þeir hljóta mennt- un sína í kennaraskóla, sem er hluti af Hogeschool (HBO, æðri fagmenntun), þar sem fram fer fjögurra ára fullt nám. Nemendur njóta kennslu í þeim greinum sem kenndar eru börnum á aldrinum fjögurra til tólf ára. 2) Annars stigs kennarar hafa einungis rétt til að kenna nemendum á MAVO, VBO, MBO og aðeins fyrstu þremur árum, þ.e. börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára í VWO og HAVO (þ.e. ljósgráa og hvíta svæðið á myndinni). Þeir hljóta menntun sína í æðri fagmenntastofnun (Hogeschool). Um er að ræða fjögurra ára fullt nám, og útskrif- ast nemendur með réttindi til að kenna í einni grein. Að því er varðar tungumál þýðir þetta að um 75% tímans er varið til náms í viðkomandi tungumáli og bók- menntum á því máli, en 25% tímans er varið til náms í kennslufræði, sálfræði, ræðulist, framkomu o.fl. Náminu fylgir umfangsmikil æfingakennsla. 3) Fyrsta stigs kennarar hcifa réttindi til að kenna líka í efstu þremur bekkjum VWO og efstu tveimur bekkjum í HAVO, svo og í HBO og háskólanum (þ.e. dökk- gráa svæðið á myndinni. Þeir eiga að hafa háskólapróf (sem svarar til M.A.-gráðu) og við það bætist eins árs fullt nám til að öðlast kennsluréttindi. Háskólanám með tungumál sem megingrein felst í námi í tungumálinu sjálfu, en síð- an fylgja málvísindi og bókmennt- ir. Á viðbótarárinu, sem þarf til að öðlast kennsluréttindi, er áhersla lögð á kennslufræði o.fl. ásamt umfangsmikilli æfingakennslu. Eins og þið sjáið, er töluverður munur á kennaranámi í Hollandi og á íslandi. í Hollandi hafa grunnskólakennarar og annars stigs kennarar (þ.e. kennarar í efri grunnskóla) hlotið fjögurra ára nám sem tengist beint þeim greinum eða þeirri grein sem þeir hafa rétt til þess að kenna. Hér á íslandi er hins vegar gert ráð fyrir að kennarar, að Ioknu að- eins þriggja ára námi, geti kennt ekki aðeins öll fög neðri grunnskóla, heldur einnig tvær valgreinar á efra grunnskólastigi. Lágmarkskröfur sem gerðar eru til menntaskólakennara á efra stigi (þ.e. fyrir aldurshópinn 15 til 18 ára (HAVO og VWO)) í Hollandi er M.A.-gráða ásamt kennsluréttindanámi. Þegar á heildina er litið má segja að kennarar séu allvel undirbúnir undir starf sitt. Launastig kenn- ara virkar einnig hvetjandi því grunnskólakennarar og annars stigs kennarar eru með í byrj- unarlaun um 128.000 krónur á mánuði og ná hámarkslaunum, sem eru um 200.000 krónur á mánuði um fertugt. Fyrsta stigs kennarar eru með um 135.000 krónur í byrjunarlaun á mánuði, en hámarkslaun eru um 260.000 krónur á mánuði. Af þessari stuttu lýsingu minni á stöðu mála í kennslu erlendra tungumála í Hollandi stendur það e.t.v. upp úr að Hollend- ingar eru aldrei ánægðir með stöðu mála. Þeir fylgjast með sí- felldum breytingum í þjóðfélag- inu, reyna að sjá breytingarnar fyrir og bregðast við þeim. Af hollensku „Áætluninni um þjóðarátak í eflingu tungumála- kennslu“ er ljóst að skólarnir einir geta ekki gripið til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að efla tungumálakennslu. Þar þurfa þrír aðilar að koma til: 1) ríkisstjórnin (sem þarf meðal annars að setja markmiðin fyrir hin einstöku tungumál á hinum ýmsu stigum náms og þarf að hafa umsjón með gerð sam- ræmdra prófa); 2) menntastofn- anir og skólar (þ.e. stofnanir á vegum ríkisins) og 3) einkaaðilar (þ.e. atvinnuvegirnir og svo einkareknir tungumálaskólar). Ef þetta á við um Holland er allt eins víst að það kunni að eiga við um ísland líka. Gerda Cook-Bodegom, enskukenn- ari við HÍ og KHÍ, fyrrverandi prófgerðarmaður við CITO, prófgerðarmiðstöðina í Hollandi 18

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.