Málfríður - 15.12.1994, Side 29

Málfríður - 15.12.1994, Side 29
FRA KENNSLURAÐGJAFA I NORRÆNA HÚSINU Brynhildur Anna Ragnarsdótt- ir var ráðin kennsluráðgjafi í Norræna húsinu 1. júlí sl. Norrænn kennsluráðgjafi er starfsmaður nefndar sem starfar á vegum Norðurlandaráðs og nefnist Ledningsgruppen for nordisk skolesamarbejde. Með kennsluráðgjafa starfar hópur skipaður fulltrúum frá mennta- málaráðuneyti, Félagi móður- málskennara, Félagi dönskukenn- ara, Félagi norsku- og sænsku- kennara, Kennarasambandi ís- lands og Hinu íslenska kennara- félagi. Sími kennsluráðgjafa er 91- 620167 og er hún við flesta daga frá því klukkan 8:00. Einnig má skilja eftir skilaboð á skrifstofu Norræna hússins: 91-17030. Starfsvettvangur kennsluráð- gjafa er að styrkja og styðja við kennslu norrænna tungumála og hlúa að norrænni menningu í skólum á íslandi. Norræna húsið Norræna húsið býður nem- endahópum að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi hússins og fræðast um norræna sam- vinnu. • Forstjóri Norræna hússins heldur stuttan fyrirlestur fyrir framhaldsskólanemend- ur á dönsku um norrænt samstarf og það starf sem fram fer í húsinu. Ef kennarar óska geta nemendur fengið hlustunarverkefni í tengslum við fyrirlestur forstjórans. • Nemendum í eldri bekkjum grunnskóla er boðið að sjá kvikmynd á íslensku um sama efni og fá leiðsögn um húsið. Gert hefur verið verk- efni við kvikmyndina. • Nemendum í 6. og 7. bekk er sagt frá Norðurlöndunum og fá þeir í hendur verkefni til að vinna og fara síðan í upp- götvunarleiðangur um bóka- safnið. Einnig stendur þeim til boða að sjá kvikmynd úr myndbandasafni hússins. Kennarar sem vilja koma með bekki í húsið eru beðnir um að panta tíma, svo öruggt sé að aðstaða sé til að taka á móti nemendum. Verið er að vinna skrá yfir þau myndbönd sem til eru á nor- rænu málunum. Myndböndin eru til útláns hvert á land sem er, skólum og kennurum að kostnaðarlausu. Vert er að minna á bókakost safnsins og norrænu dagblöðin sem berast húsinu daglega. Greinar og bækur Úr helgarútgáfum dagblað- anna norrænu eru teknar grein- ar sem hugsanlega henta sem ítarefni við kennslu í norrænum málum á framhaldsskólastigi og í efri bekkjum grunnskóla. Kenn- urum er velkomið að fá greinar lánaðar og ljósrita eftir þeim. Einnig liggja frammi á skrifstofu kennsluráðgjafa upplýsingarit danska menntamálaráðuneytis- ins: Lœr og skriv, Skriveværksted og Det skriftlige basiskursus, ásamt miklum hluta þeirra kennslubóka sem gefnar hafa verið út til kennslu í norrænum málum á ís- landi. Nemenda- og kennaraskipti Óski kennarar eftir samskipt- um við skóla eða bekki á Norð- urlöndunum verður reynt að aðstoða þá við að koma á slíkum tengslum. Á skrifstofu kennslu- ráðgjafa liggja frammi upplýs- ingar um heimilisföng skóla í Danmörku. Jafnframt má benda á möguleika á tölvusamskiptum sem skapast hafa með tilkomu ISMENNT og eru ýmsir skólar sem eiga samskipti við og vinna verkefni með skólum á Norður- löndunum. Þetta er lítt plægður akur, sem vert er að gefa gaum að. Haft er á orði hversu stór- stígum framförum nemendur taki í ritun á móðurmáli og er- lendum málum við það að eiga samskipti við jafnaldra gegnum tölvupóst. Tölvupóstur Til tals hefur komið að IS- MENNT hafi sérstakt námskeið fyrir dönskukennara annars veg- ar og norsku- og sænskukennara hins vegar í notkun tölvunets til að nálgast gagnabanka í viðkom- andi löndum. Þátttakendur á slíku námskeiði þurfa að vera minnst tuttugu. Verkefni Fyrir tilstilli fjárveitingar frá menningarmálaráðherrum Norð- urlanda hefur verið settur á laggirnar starfshópur kennara til að gera þemalýsingar undir vinnuheitinu Norden i vores dag- ligdag. Gengið verður út frá því efni sem tiltækt er á söfnum hér- lendis og í nánasta umhverfi okkar. Markmiðið er að vekja nemendur til umhugsunar um hve stóran þátt Norðurlöndin eiga í lífi okkar íslendinga. Gerð- ar verða lýsingar sem henta til notkunar í hverjum og einum bekk grunnskólans og á fyrsta ári framhaldsskólans. Spurningalisti Kennsluráðgjafi vill minna fé- lagsmenn Félags dönskukennara og Félags norsku- og sænsku- kennara á að senda inn könnun sem send var til þeirra í júlí í sumar. Jafnframt óskar kennsluráð- gjafi eftir góðu samstarfi við kennara í norrænum málum og vonast eftir því að eiga sam- skipti við sem flesta þeirra. 29

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.