Málfríður - 15.05.1998, Qupperneq 3
EFNISYFIRLIT
Bls.
Auður Torfadóttir:
Orðaforði og tungumálanám. 5
Ása Kristín Jóhannsdóttir:
Af tungumálinu má manninn
kenna .................... 9
Wincie Jóhannsdóttir:
International Baccalaureate
Alþjóðleg námsbraut íMH..... 15
Edda Huld Sigurðardóttir og
Sólveig Karvelsdóttir:
Að kenna átta ára börnum
ensku .................... 19
Halldóra Jónsdóttir:
Um danskar
unglingabókmenntir........ 21
Herdís Á. Sæmundardóttir:
Lesskilningsuerkefni...... 24
HUGMYNDABANKINN............. 27
Kynning á nýjum
formanni STÍL.............. 31
Málfríður
Tímarit samtaka tungumála-
kennara
1. tbl. 1998
Útgefandi: Samtök tungumála-
kennara á Islandi
Ábyrgðarmaður:
Auður Torfadóttir
Ritnefnd:
Ásmundur Guðmundsson
Guðbjörg Einarsdóttir
Ingunn Garðarsdóttir
Kristín Jóhannesdóttir
Steinunn Einarsdóttir
Prófarkalestur:
Gunnar Skarphéðinsson
Setning, prentun og bókband:
Steindórsprent-Gutenberg hf.
Heimilisfang Málfríðar:
Pósthólf 8247
128 Reykjavík
Ritstjórnarrabb
Margar merkar greinar er að finna í Málfríði nú
sem endra nær. Hæstvirtur menntamálaráðherra
Björn Bjarnason ritar ávarpsorð til tungumála-
kennara í tengslum við kynningu ráðuneytisins á
nýrri skólastefnu. Þá birtist grein eftir Auði Torfa-
dóttur, dósent við Kennaraháskóla íslands, um
orðaforða og tungumálanám. Ása Kristín Jóhanns-
dóttir ritar efnismikla grein um ýmsa þætti tungu-
málakennslunnar og mikilvægi menningarmiðlunar
í því sambandi.
Á síðastliðnu ári hófst kennsla á alþjóðlegri
námsbraut (International Baccalaureate) í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Wincie Jóhannsdóttir
varð við beiðni ritstjórnar um að gera grein fyrir
þessu brautryðjendastarfi.
Edda Huld Sigurðardóttir og Sólveig Karvels-
dóttir segja einnig frá brautryðjendastarfi sem þær
unnu með átta ára börnum í enskunámi í Skóla
ísaks Jónssonar. Danskar unglingabækur eru til
umfjöllunar í grein Halldóru Jónsdóttur og Herdís
Á. Sæmundardóttir kynnir lesskilningsverkefni sem
byggir á umfjöllun um danska rithöfundinn Karen
Blixen.
í hugmyndabankanum eru tvær hugmyndir, ann-
arsvegar ratleikur og hinsvegar sagnaspil (historie
roulette).
Loks er í blaðinu kynning á nýjum formanni
STÍL, Jórunni Tómasdóttur. Viljum við nota tæki-
færið og bjóða hana velkomna til starfa og jafn-
framt þökkum við fráfarandi formanni, Kolbrúnu
Valdimarsdóttur, vel unnin störf.
Lorsíðumyndina á listakonan Moussa, Sigrún
Gísladóttir sem er einnig þýskukennari við Ljöl-
brautaskólann við Ármúla. Myndin er sérstaklega
tileinkuð blaðinu og heitir Málfríður.
Gleðilegt sumar.