Málfríður - 15.05.1998, Side 6

Málfríður - 15.05.1998, Side 6
svo má að orði komast. Við get- um ekkert skilið, sagt né skrifað nema við höfum einhvern grunn- orðaforða, hvað svo sem við kunnum í málfræði. Það er orða- forðinn sem felur í sér merkingu hvers tungumáls. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á hann en hingað til hefur verið gert. Eg hef minni áhyggjur af málfræðinni. Hún hefur haldið sínum hlut gegnum þykkt og þunnt, sama hvaða stefnur og straumar hafa verið ofan á hverju sinni. Það er ekki óal- gengt að sér málfræðitímar séu settir á stundaskrá nemenda í ensku, en hvað skyldi vera al- gengt að orðaforðatímar séu settir sérstaklega á stundaskrá? Það skal tekið fram að ég er ekki fylgjandi sundurgreiningu af þessu tagi, aðeins að benda á visst misræmi. Það má hins vegar spyrja hvort þessi mikla áhersla á málfræði hafi skilað sér. En látum það liggja á milli hluta; það er orðaforði sem er til umræðu hér. Hvað þarf mikinn orðaforða til að bjargast vel? Við þessari spurningu er ekkert óyggjandi svar, og fræði- menn hafa ekki komið sér saman um ákveðin viðmið í þessu sam- bandi. Það þarf að gera grein- armun á því hvort við erum að tala um þann orðaforða sem við þurfum til að skilja talað og ritað mál eða orðaforða sem við þurfum að hafa á valdi okkar að nota. Hér er mikill munur á og við vitum að það er hægt að komast af með tiltölulega tak- markaðan orðaforða í daglegu tali. Ég ætla hins vegar að halda mig hér við orðaforða sem þarf til að geta komist sæmilega í gegnum lesefni daglegs lífs. Ýmsir sem hafa fengist við rannsóknir á orðaforða hafa tek- ið þann pól í hæðina að setja lágmarksþröskuld í orðaforða- kunnáttu við 2000 mest notuðu orðin í ensku. Þeirra á meðal er Paul Nation, prófessor við Vic- toria háskóla í Wellington á Nýja Sjálandi og einn helsti sérfræð- ingur á sviði orðaforða. Hann telur hins vegar að til að bjarg- ast sæmilega í lestri þurfi 3000 orð um nokkurt skeið. Undir hans ritstjórn hafa verið gerðir orðalistar yfir 1000, 2000 og 3000 algengustu orðin í ensku, svo og listi yfir 800 orð (A Uni- versity Word List eins og hann er nefndur) sem eru sameiginleg mörgum sviðum og koma víða fyrir í rituðum textum af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna attach, crucial, transition, ultimate. Þeg- ar verið er að tala um orð í þessu samhengi, þá eru orð og afleiddar myndir þess talin sem eitt orð (t.d. compose, composi- tion, composer), þannig að orða- fjöldinn á þessum listum er í raun miklu hærri en talan segir til um. Þess ber einnig að geta að það er ekki eingöngu tíðni orða sem ræður vali þeirra, heldur koma inn önnur viðmið, eins og t.d. útbreiðsla. Paul Nation bendir á að ef við höfum á valdi okkar 1000 al- gengustu orðin í ensku, þá skilj- um við 65%-75% af orðaforða venjulegs texta, t.d. blaða- eða tímaritstexta. Ef við höfum vald á 2000 algengustu orðunum skiljum við 85% af orðaforða slíkra texta. Ef til viðbótar kem- ur 800 orða listinn, þá er skiln- ingurinn kominn upp í 95%, og þá er hann einkum að tala um þá texta sem nemendur á há- skólastigi þurfa að komast í gegnum í námi sínu. Þegar kom- ið er út í háskólanám, bætist síðan sértækur orðaforði hvers fræðasviðs við. Það skiptir miklu máli að lesandinn hafi náð því stigi að bera sjálfkrafa og án umhugsunar kennsl á orð sem fyrir augu ber (automatic re- cognition). Slík orðakunnátta er talin vera undirstaða þess að geta lesið með góðum árangri. Því fleiri orð sem við skiljum án þess að þurfa að staldra við þau, því betri verður lestrarfærnin. Það skal tekið fram að þessir orðalistar eru ekki gallalausir og alls ekki einhlítir. Það vantar t.d. í 1000 orða listann ýmis algeng orð úr daglega lífinu eins og Paul Nation bendir sjálfur á. Hann bendir á að þessum orð- um megi bæta við námsefni eftir því sem ástæða er til hverju sinni. En að mínu mati eru þess- ir listar góðir sem viðmiðun. Með tilkomu tölvutækninnar hafa opnast nýir möguleikar á að gera úttekt og athuganir á orðaforða tungumála. I Bret- landi hefur þegar verið unnið mikið verk á þessu sviði og má t.d. nefna Collins Cobuild Corp- us og Longman Corpus Net- work. Þar hefur verið safnað saman dæmum úr töluðu og rit- uðu máli, sem gefa heildarmynd af notkun málsins. Það er hægt að fletta upp tilteknu orði og sjá lista yfir þau margvíslegu sam- bönd sem það kemur fyrir í. Margir fræðimenn hafa rétti- lega haldið því fram að orðaforð- inn þurfi að vera talsvert meiri að vöxtum en tekið er fram hér að framan. Það er t.d. talað um að það þurfi að lágmarki 3500 orð til að komast í gegnum Cam- bridge First Certificate prófið án þess þó að hér sé um opinbera tölu að ræða. Menn hafa verið að bera þennan orðaforða sam- an við virkan orðaforða inn- fæddra, t.d. breskra háskóla- nema. Þar hafa menn heldur ekki komist að neinni niðurstöðu og nefndar hafa verið tölur frá 16.000 - 50.000 grunnorð. Það er ekki mikið miðað við orðaforða enskunnar í heild. Stóra Oxford orðabókin telur yfir 500.000 upp- flettiorð og alltaf bætast ný orð í málið. Þótt langt sé frá því að öll þessi orð séu í notkun, þá er orðaforði enskunnar talsvert meiri en ýmissa annarra Vestur- landamála. Hver er okkar staða? Engar formlegar kannanir á orðaforða hafa verið gerðar hér á landi. Á undanförnum árum hef ég gert athuganir á lesskiln- ingi íslenskra nemenda á ýms- um stigum og niðurstöður hafa eindregið bent til þess að það sé fyrst og fremst skortur á orða- forða sem hamlar lesskilningi. Má þar nefna athugun sem ég gerði meðal kennaranema á fyrsta ári i Kennaraháskóla ís- lands vorið 1990. Ég hef síðan athugað orðaforða óformlega hjá ýmsum hópum og niður- staðan er sú að orðaforði sé veikur hlekkur. Þetta kemur heim og saman við ýmsar athuganir sem hafa verið gerðar erlendis. 6

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.