Málfríður - 15.05.1998, Qupperneq 7

Málfríður - 15.05.1998, Qupperneq 7
Um það leyti sem þessi grein er rituð er á mínum vegum verið að leggja orðaforðakönnun fyrir nemendur í síðari enskuáföng- um nokkurra framhaldsskóla. Könnunin byggist á lista Nations yfir 2000 algengustu orðin í ensku. Það eru u.þ.b. 900 nem- endur sem taka þátt í könnun- inni og munu heildarniðurstöð- ur iiggja fyrir í haust. Finnskur fræðimaður, Takala, skýrði frá því 1984 að hann hefði gert athugun á orðaforða hjá hópi finnskra skólanema sem höfðu lært ensku í sjö ár. Niðurstaðan var sú að þessir nemendur kunnu frá 450 - 1500 orð. Ekki er hægt að segja að það sé mikill árangur. En hver getur skýringin ver- ið? Sænskur fræðimaður, Magnus Ljung, birti árið 1990 niður- stöður úr rannsókn sem hann hafði gert á lesefni í ensku sem notað var í sænskum mennta- skólum. Niðurstaða hans var sú að textarnir væru mjög eins- leitir, að langstærstum hluta til frásagnartextar og orðaforðinn mjög hlutbundinn. Það vantaði mikið upp á að þeim orðaforða væru gerð skil sem nauðsynleg- ur er til að geta lesið dagblöð og tímarit og tii að geta skilið fréttir og þætti um málefni líðandi stundar í útvarpi og sjónvarpi. Hann komst einnig að þeirri niðurstöðu að það skorti eðli- lega þróun og vöxt orðaforða frá fyrsta til síðasta námsárs. Getur verið að námsefnið komi ekki nægilega vel til móts við þann orðaforða sem nem- endur þurfa á að halda? Frá- sagnartextar ýmiss konar og bókmenntatextar eru mikið not- aðir, einkum í framhaldsskólum sem sjálfsagður og eðlilegur hluti af tungumálanámi. Orða- forði og uppbygging þessara texta er allt annar en þeirra texta sem verða á vegi okkar í dagblöðum og tímaritum. í sum- um bókmenntatextum er mikið um orð og orðalag sem sjaldan er notað til daglegs brúks. Ef slíkir textar ráða ferðinni um of er hætt við að nauðsynlegur orðaforði verði útundan. Þess vegna er mikilvægt að láta nemendur lesa mikið af annars konar textum, s.s. dagblaða- og tímaritsgreinum um ýmis mál- efni sem nóg framboð er af. Hvað námsefni grunnskólans varðar, þá er áberandi hvað orðaforðinn er rýr. Hvernig tileinkum við okkur orðaforða? Ef við vitum nokkurn veginn hvaða orð við þurfum að kunna, er þá ekki bara hægt að ganga hreint tii verks og byrja á 1000 orða listanum og halda svo áfram? En málið er auðvitað ekki svona einfalt. Fræðimenn hafa enn ekki getað svarað spurningunni um það hvernig við lærum orð, þannig að af- dráttarlaust sé. Almennt er þó talið að við lærum best þar sem einhvers konar samhengi er fyrir hendi, sem þýðir að orða- listar teknir úr samhengi eru ekki besta leiðin til árangurs þótt vissulega sé til fólk sem getur lært orðaforða á þann hátt. Það verður að hafa í huga í þessu eins og öðru að námsaðferðir einstaklinga eru mismunandi. Sálfræðingar hafa um langt skeið velt þessari spurningu fyrir sér og rannsakað atriði eins og tengsl orðaforða og minnis, tengsl orða innbyrðis, hvernig þau flokkast í heilanum og hvernig við grípum til þeirra þegar við þurfum á þeim að halda. Þeir hafa gagnrýnt náms- efnishöfunda og málvísinda- menn fyrir að taka lítið tillit tii þeirra niðurstaðna sem þeir hafa komist að. En það verður ekki farið nánar út í það hér. Það hefur verið viðtekin skoð- un lengi að orðaforði lærist fyrst og fremst með því að lesa sem mest og hlusta. Það hefur ekkert komið fram sem mælir gegn því. Þvert á móti er lögð áhersla á mikilvægi þess að lesa og hlusta sem mest. Hins vegar hefur verið bent á að þetta sé ekki nóg og að það taki orðaforðann of langan tíma að síast þannig inn. Þess vegna er það skoðun þeirra sem mest hafa fjallað um orðaforða að undanförnu að bein, markviss þjálfun og kennsla þurfi einnig að koma til, og þá helst í samhengi við það sem verið er að fjalla um hverju sinni. Sömuleiðis er talið nauðsyn- legt að nemendur tiieinki sér að- ferðir (strategies) við að læra orðaforða og festa í minni, og það endurspeglar þær áherslur í kennslufræði dagsins í dag að gera nemendur sem mest sjálf- bjarga og meðvitaða um hvernig þeir geta lært upp á eigin spýt- ur. Hér má t.d. nefna minnis- tækni, að geta sér til um merk- ingu orða, nota samhengi text- ans, nota vísbendingar, nota upp- lýsingar um orðin og samsetn- ingu þeirra, hugsa og velta orð- unum fyrir sér. Það er bæði beinn og óbeinn lærdómur sem þarf að koma til. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda ekki til þess að neinar töfralausnir séu tii þegar kemur að því að kenna orða- forða. Aðalatriðið er að fjöl- breytnin sé sem mest. Það er hins vegar ljóst að til þess að læra orð þarf að ljá náminu dýpt; það þarf að sjá til þess að orð festist í minni. Þá gagnar lítið að nemendur hafi aðgang að tilbúnum glósulistum eða noti kennarann markvisst sem orða- bók þótt það sé auðvitað hlut- verk kennarans að aðstoða að vissu marki. Þetta krefst vinnu sem kennarar geta ekki unnið fyrir nemendur sína nema að því marki að fá þeim í hendur góð verkefni, því orðaforðinn lærist ekki nema eitthvað sé á sig lagt. Þetta leiðir hugann að notkun orðabóka. Skynsamleg notkun orðabóka er lykilatriði sem nem- endur verða að fá þjálfun í. Ómarkviss, gagnrýnislaus notkun orðabóka er ekki vænleg til árangurs. Þar á ég við þegar nem- endur sitja við og glósa öll orð sem þeir eru ekki vissir á - til þess jafnvel að þýða texta eða skrifa blint upp skilgreiningar - án þess að vera búnir að velta orðunum og textanum fyrir sér og láta reyna á hæfni sína til að beita öðrum leiðum. Vissulega eru orðabækur til þess að finna merkingu orða, en þær eru miklu meira en það. Þær eru upplýs- ingaveita um orð, notkun þeirra, skyldleika og samfélag við önnur orð svo eitthvað sé nefnt. 7

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.