Málfríður - 15.05.1998, Síða 11
linga. T.d. verður erfiðara fyrir
þá að hafa samskipti við ein-
hvern sem þau þekkja ekki og
þar sem þau nota ekki lengur
þetta formlega tungumál sem
tíðkast hefur. Notkun kurteisis-
siða og formlegheita gengur ekki
lengur innan þeirra raða. Heim-
ur þeirra skiptist í innra rúm
fyrir „sjálfið" og það sem tengist
því en afskiptaleysi ríkir um allt
sem ekki tengist því. Einnig
hefur verið talað um þessa per-
sónuleikaþróun sem narkisisma,
hugtak sem margir þekkja. Mað-
ur hugsar með skelfingu til sam-
félags sem þróast gæti ef fjöld-
inn hefur þessi einkenni.
Per S. Jorgensen segir einnig
að upplýsingaþjóðfélagið, þetta
póstmoderníska hátæknivædda
þjóðfélag og sú menningarlega
bylting sem átt hefur sér stað,
sé ástæðan fyrir þessum breyttu
karaktereinkennum. Heimsmynd
okkar í dag hefur breyst töluvert
frá fyrri tímum hvað varðar upp-
lýsingar, samskipti og tækni,
með vaxandi framleiðslu og
markaðssókn svo ekki sé talað
um byltingu í mynd- og sam-
skiptarásum. Aftur á móti fylgir
niðurbrot og upplausn á ýmsum
föstum römmum, hvað varðar
tíma og stað og menningar-
strauma, gildi og hefðir. (Jorgen-
sen 1995) Hvað eigum við þá að
yfirfæra til barna okkar eða
nemenda? Gildi sem þau hafa
ekki not fyrir? Með vaxandi sjálf-
lægni þeirra ungu meðtaka þau
ekki nema það sem þau hafa not
fyrir og kasta hinu fyrir róða.
Ekki er heldur lengur hægt að
treysta því að börn komi inn í
skólana og aðhyllist flest sömu
viðhorf, eins og var fram yfir
miðja öldina. Hvað hefur þetta
allt svo með tungumál að gera
eða tungumálakennslu?
Tungumál
Mannveran sem tegund öðl-
ast líkama á undan tungumáli.
Tungumálið verður til í líkaman-
um sem þróunarferli sem fylgir
þroska einstaklingsins. Tungu-
málið ber merki líkamsstarfsem-
innar, þ.e.a.s. ef nánar er að gáð
sést að málshættir og orðtök
fylgja tímanum sem tekur að
anda inn og út. Við notum
tungumálið til að kanna heiminn
á þann hátt sem við sjáum hann
og skiljum. (Egan 1997) Ef tungu-
málið er þá einn þáttur I lífshátt-
um mannsins er þá ekki nauð-
synlegt að kanna þann hluta til
að skilja samfélagið? Ef við segj-
um svo að tilvera samfélagsins
byggist á tungumálinu, hlýtur
maður þá ekki að skoða samfé-
Iagið, félagsmótunina og uppeld-
isþættina eins og komið er inn á
hér að framan, í tengslum við
tungumálakennslu?
Hvernig lærist svo tungumál-
ið? Við fæðingu byrjum við að
raða og kortleggja upplifun okk-
ar af heiminum, með aldrinum
kemur svo tungumálið til sög-
unnar. Þegar við svo upplifum
eitthvað sem við þekkjum aftur,
sækjum við í fyrri reynslu til að
skilja og víkkum þannig þekk-
ingu okkar. (Doughty, 1972) Barn-
ið reynir að segja hluti, fær svör-
un og endurorðar og reynir
aftur. Anne Holmen segir í grein
sinni „Sprogindlæring og Under-
visningsmetoder", að tungumál
lærist þegar maður hefur not
fyrir það og þróast áfram við að
maður reyni færni sína í öruggu
umhverfi. (Holmen 1988) Með
meiri færni förum við svo að
nota hina ýmsu færniþætti heil-
ans sem talað var um hér á und-
an og þegar ímyndunaraflið
virkjast líka eru okkur allir vegir
færir í samskiptum við umheim-
inn og færni okkar eykst enn
meir.
í grein sinni „Language and
society“ segir Doughty að skiln-
ingur okkar á gerð samfélagsins
komi með þeim þroska sem
maður öðlast við að læra tungu-
málið. Viðhorf mannsins til sam-
félags síns sýnir hvernig hann
sér það og eins er með þann
skilning sem hann hefur á mál-
kerfinu og sést þá þekking
manns á tungumálinu sem hann
notar. í hverju tungumáli er
fjöldi málshátta og orðtaka sem
vísar til gerðar samfélagsins og
atvinnuhátta. Fyrr á tímum þótti
við hæfi að börn og unglingar
kynntust gildum og verðmætum
samfélagsins í gegnum eigin
upplifanir en í breyttu þjóðfélagi
gefst ekki ráðrúm til þess. Kenn-
ari nokkur sagði t.d. frá því að
hann var að vinna með máls-
hætti ásamt nemendum sínum
og einhver þeirra bað um orða-
bók til að fletta upp málshættin-
um sem slíkum, sem okkur þeim
eldri þykir fráleitt. Þetta er
dæmi um hluti sem ein kynslóð
gjörþekkir og sú næsta skilur
lítið sem ekkert í.
Tungumálið er til staðar vegna
þess að samfélagsgerðin krefst
þess að þegnar þess vinni sam-
an. Tungumál speglar ekki bara
siði og venjur þegna samfélags-
ins, heldur er stærsti þátturinn í
að flytja hefðir milli kynslóða.
Tungumálið spilar stórt hlut-
verk í að meðtaka menninguna
og viðhalda henni og virka áhrif
þess hvetjandi á félagsmótun-
ina. Hvernig einstaklingurinn
svo notar tungumálið, byggist á
því hver hann er, samband hans
við þann sem hann talar við og
hvernig málfar þeir nota. Stór
munur getur verið á málfari eftir
hópum þjóðfélagsins, bæði með
tilliti til atvinnu og af hvaða
kynslóð menn eru. Jafnvel eiga
menn úr mismunandi þjóðfé-
lagshópum stundum erfitt með
að skilja hver annan.
Að læra tungumál
Ekki er hægt með megindleg-
um rannsóknum að finna út ferli
menntunar en við búum samt til
kenningar og reynum að finna
aðferðir til að nota við kennslu.
Áður var talið að móðurmálið
kæmi í veg fyrir að nemandinn
11