Málfríður - 15.05.1998, Page 12

Málfríður - 15.05.1998, Page 12
tileinkaði sér nýtt tungumál. Þessi skoðun hefur vikið og í staðinn er í dag talið að móður- mál nemandans virki sem sjóður sem hann sækir í meðvitað og ómeðvitað til að skilja nýtt tungumál og nota það til að búa til setningar. (Holmen 1988) Barn sem byrjar að læra nýtt tungumál í skóla, mun fljótt upp- götva að hér er ekki um að ræða nýtt óskiljanlegt fag heldur eitt- hvað sem það kann einhver skil á. Móðurmálið ásamt félags- mótun barnsins hefur byggt upp málabanka f heila þess. Með því að nota skilningsform heilans og með not af ímyndunaraflinu get- ur ferli tungumálanámsins farið af stað. Innan kennslufræði erlendra tungumála með nám að leiðar- ljósi er almennt viðurkennt að meginferlið sé kenningasmíðin (hypotesedannelse) og síðan það að reyna sig (afprpvning). Efniviðinn sem nemandinn notar til þessa sækir hann í eigin þekkingarsjóð og að hluta til í þau áreiti(input) sem hann verður fyrir við ákveðnar kring- umstæður. Það er að segja nem- andinn alhæfir og yfirfærir þekkta vitneskju og aðlagar nýju efni. (Hach 1988) Eins og komið er að hér að framan er það þetta sama ferli sem á sér stað við nám móðurmálsins. Sem sagt nemandinn notar eigin hugtaka- og aðferðafræði með viðeigandi hugmyndum og gildismati í þessu framandi samhengi. Á þann hátt einfaldar hann raun- veruleikann og alhæfir og ein- faldar þetta framandi mál. Þessi lýsing á aðferð við að tileinka sér framandi hugtök nefnist vitsmunaleg einsmótun (kognitiv isomorfisme). (Holmen 1988) < t),NámsferIi er mismunandi milli einstaklinga. Mikilvægt er að hafa í huga að það er persónan sem mótar sér kerfi til að læra. Námsferlið skapast hjá persón- unni sjálfri en ekki þeim atburð- um sem gerast í kringum hana. Atburðirnir aftur á móti eru hrá- efnið sem persónan yfirfærir sem reynslu í sitt eigið persónu- lega kerfi til að læra eftir. í grein sinni „Hvordan kan elever tage ansvar for egen læring?“, útskýr- ir Turid Trebbi hugtakið nám og segir að ekki sé hægt að aðskilja það frá hugtakinu ábyrgð. Eng- inn getur lært fyrir þig það getur einungis þú sjálfur. (Trebbi 1996) Þetta eru raunar slagorð sem foreldrar og kennarar hafa notað í gegnum tíðina en Trebbi segir að hver manneskja búi sér til eigin kenningar um allt sem eigi sér stað og hver og einn geri þetta á sinn hátt, því verður til eigin aðferð hjá hverri mann- eskju. Sem sagt hver og einn verður að taka ábyrgð á eigin námi. Hvernig menn eru í stakk búnir til að takast á við það, byggist svo á persónuleikanum, fyrri vitneskju og upplifunum. Hlutverk tungumálakennarans Hver er þá þáttur kennarans í þessu samhengi? Kennarinn þarf að skapa viðeigandi námsað- stæður fyrir nemandann. Það er hans að sýna nemandanum hvað sé ný vitneskja og svo er það nemandans að sýna að hann hafi náð þeirri vitneskju. (Doughty 1972) Eflaust eru skiptar skoð- anir um hvernig góðar námsað- stæður séu. Við getum eflaust verið sammála um að nemand- inn þarfnist þannig kringum- stæðna að hann hafi svigrúm til að nýta sér það námsefni sem til boða stendur. Trebbi vill meina að í raun sé nám sú mannlega aðgerð sem þarfnast minnstra afskipta annarra. Það „að læra að læra“ sé fléttað inn í það að læra tungumál og mat tungu- málakennarans sé það sem skiptir sköpum í þessu sam- hengi. Nemandinn þarf að skilja hvað það hefur að segja að læra tungumálið, hann þarf að vita í hverju samskipti felast og yfir- leitt hvað það þýðir að vera málanemandi. Þarna kemur kannski til kasta ímyndunarafls tungumálakennarans og á hvern hátt hann getur vakið námshvöt nemandans. Meta þarf síðan jöfn- um höndum hvernig til hefur tekist. Fyrr á tímum var meiri áhersla lögð á utanbókarlærdóm og að lesa og þýða í tungumála- kennslu en áherslan færist æ meir yfir á samskiptafærni nem- andans. Um leið og áherslan hvílir á því að hann noti erlenda málið til að tjá sig verður kenn- arinn jafnframt að undirbúa kennslu sína á þann hátt að allt námsumhverfið geri nemandann virkan eða eins og Ann Holmen segir í grein sinni „Udviklings- linjer í dansk som andetsprog": „Den formelle tilegnelse fore- gár ved, at (eleverne) bruger sproget til kommunikation og at de ved gradvist at pge indholdet i det, de kan udtrykke, ogsá má udvikle midler til at holde for- melt styr pá sætningerne. Pá sin vis kommer den formelle udvik- ling af sig selv, idet den kan ses som en fplge af semantiske og pragmatiske ændringer i (ele- vernes) brug af dansk, men dynamikken i tilegnelsen er bundet til, at sproget rent fak- tisk anvendes til kommunika- tion.“ (Holmen 1990:211.) Þetta hljómar allt ágætlega en ef kennarinn hefur ekki á að skipa bekk með kjörnemendum getur málið farið að vandast. Þeir sem sitja í sínum fílabeins- turnum og búa til nýjar kenn- ingar og aðferðafræði eru ekki alltaf með þau börn í huga sem Ziehe kallar „ég hef ekki áhuga“ börn. Þar flokkast áhugalausu börnin m.a. í þau sem eiga við vandamál að stríða eins og dyslexia, ofvirkni og fl.. Með slik börn í nemendahópnum í þeim fjölmennu bekkjum, sem þykir við hæfi á íslandi, getur verið erfitt að útfæra nánast hvaða kennsluaðferð sem er. Þessi börn verða sífellt fleiri í vest- rænum samfélögum hver sem skýringin er. Mikilverðast er að sjálfsvirðing þessara barna bíði ekki skaða af og þarf þá kennar- 12

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.