Málfríður - 15.05.1998, Page 16

Málfríður - 15.05.1998, Page 16
Sérstakt fyrir menntastefnu IBO og skilyrði fyrir IB-prófi þekkingarfræði rannsóknarritgerð sköpun, líkamsþjálfun og störf í þágu annarra Bóknámsgreinar til IB-prófs 1. flokkur móðurmál (besta mál) 2. flokkur erlend mál 3. flokkur raun- greinar 4. flokkur stœrðfrœði 5. flokkur stœrðfrœði 6. flokkur nemandinn velur eina viðbótargrein úr fl. 1.-5. íslenska enska önnur mál danska franska þýska spænska önnur mál* saga sálfræði eðlisfræði efnafræði líffræði ..til daglegra þarfa ..fyrir náttúrufræði ..fyrir eðlisfræði * Þar sem mest allt IB-námið fer fram á ensku er ekki boðið upp á ensku sem val úr 1. flokki nema nemandi velji tvær greinar í þeim flokki. undir handleiðslu kennara. • Flestar námsgreinar eru kenndar og prófað úr þeim á ensku. Undantekningar eru móðurmál og erlend mál. • Samkvæmt ákvörðun ráð- herra taka nemendur þátt í aukakostnaði sem fylgir því að bjóða IB-nám. Viðbótar- gjöld eru kr. 17.500 á önn á öðru og þriðja ári, hin eigin- legu IB-námsár. IB-námið í MH er skipulagt í áföngum, samhliða þeim sem þegar eru kenndir í skólanum. Nemendur sem stefna ekki á IB- próf eiga kost á að taka IB- áfanga sem verða þá metnir til stúdentsprófs í kjarna eða sem frjálst val. Einnig er hægt að ljúka tveggja ára IB-námi í stök- um greinum, sitja samræmda lokaprófið og fá viðurkenningu (IB Certificate) á því. Hafi nem- andi, sem stefnir á IB-próf, upp- fyllt almennar kröfur skólans í einhverjum IB-áföngum fær hann þær einingar metnar sem hluta af íslensku stúdentsprófi. Breytir þá engu þótt hann hafi ekki staðist heildarkröfur til að ná IB-prófi. Uppbygging námsins í megindráttum Nemandi sem stefnir að IB- prófi: • lýkur tveggja anna (eins árs) námi í MH áður en IB-námið hefst. Til að styrkja menning- arlega grunnmenntun hans sem íslendings skal íslenskur nemandi þá m.a. ljúka: 1-2 áföngum í íslensku, 1-2 áföngum i íslandssögu, áfanga um jarðfræði og lífríki íslands (NATIB48) sem kennd- ur er á ensku. Fyrir nemendur sem hafa litla eða enga íslensku setjum við saman nám við hæfi hvers og eins, en þeir taka NATIB48 eins og aðrir. • velur síðan eina grein úr hverjum af 6 greinaflokkum og stundar nám í þeim öllum næstu 4 annirnar (tvö ár) samkvæmt námskrá IB. (sjá töflu) • uppfyllir kröfur um þekking- arfræði, rannsóknarritgerð og SLS undir leiðsögn kennara samhliða námi í greinunum sex. • lýkur samræmdum IB-prófum í sex greinunum. Einnig getur hann valið að taka einhverja „MH-áfanga“ samhliða IB- greinunum. • fær stig (einkunn) frá 1 upp í 7 í hverri grein að loknum samræmdum lokaprófum. í flestum greinum er einnig tek- ið mið af kennaraeinkunn. Auk þess er möguleiki á allt að þremur stigum til viðbótar fyrir framúrskarandi verkefni í þekkingarfræði og/eða rann- sóknarritgerð. • stenst IB-próf uppfylli hann lágmarkskröfur um SLS og fái samtals 24 einingar úr öllum greinum. (Vissar reglur gilda um hámarksfjölda mjög lágra einkunna.) 16

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.