Málfríður - 15.05.1998, Síða 19

Málfríður - 15.05.1998, Síða 19
Edda Huld Sigurðardóttir og Sólveig Karvelsdóttir: Að kenna átta ára börnum ensku Eins og kunnugt er hafa mála- skólar um langt árabil boðið upp á enskukennslu fyrir yngri börn og hefur verið töluverð að- sókn í það nám. í þjóðfélagi þar sem samkeppnin er hörð telja foreldrar mikilvægt að börnin standi sem best að vígi til fram- tíðar litið og þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að svo geti orðið. Þeir kosta því börn sín á ýmiss konar námskeið sem þeir telja að geti styrkt þau, m.a. til þess að veita þeim kennslu í greinum sem ekki eru kenndar fyrr en hugsanlega á seinni skóla- stigum. Samkvæmt gildandi Aðalnám- skrá frá 1989 hefst enskukennsla ekki fyrr en í 7. bekk. Strax við upphaf enskunámsins er staða nemendanna misjöfn því sum barnanna hafa fengið forskot, m.a. vegna þess að þau hafa stundað enskunám í lengri eða skemmri tíma við málaskólana. Ef enskukennsla byrjaði almennt fyrr í grunnskólunum þá yrði dregið úr þessum mun. Því er veruleg bót að þeirri ákvörðun, sem nú hefur verið tekin, að enskukennsla byrji fyrr eða í 5. bekk. Talið er að börn séu næmari en fullorðnir þegar um málanám er að ræða og að yngri börn séu næmari en þau eldri. Ætla má að það skili betri árangri að byrja snemma að kenna börnum annað tungumál meðan næmi þeirra er sem mest. Víða er- lendis eru skólar farnir að kenna annað mál strax við upphaf skólagöngu. í skólaheimsóknum bæði í París (1993) og á Norður- Ítalíu (1994) var áberandi áhersla á það að kenna ungum nemendum (frá 5 ára aldri) ensku, jafnframt því að styrkja þeirra eigið mál. Með ofangreint í huga var tekin sú ákvörðun við Skóla Isaks Jónssonar að hefja ensku- kennslu í 3. bekk veturinn 1993- 1994. Hér var á ferðinni nýjung í skólastarfi. Við undirritaðar tók- um verkefnið að okkur. Náms- efni var ekkert til fyrir þennan aldurshóp og urðum við að semja það sjálfar og sníða að þörfum þessara ungu nemenda því málakennsla þarf að fara fram á allt annan hátt fyrir svona unga nemendur en þá sem eldri eru. Eftir að hafa kynnt okkur það efni sem til var hjá Námsgagnastofnun, á bóka- söfnum og á almennum markaði var það úr að skólinn sérpantaði ýmislegt lesefni erlendis frá. Strax eftir fyrsta kennsluárið, eða sumarið 1994, fór önnur okkar á vikulangt námskeið til Noregs sem haldið var á vegum Evrópuráðsins og ætlað kennur- um sem kenna ungum nemend- um ensku „English for young be- ginners". Það námskeið sóttu kennarar frá 25 Evrópulöndum. Það kom fram hjá öllum kennur- unum að þróunin í Evrópu er í þá átt að byrja miklu fyrr að kenna ensku en tíðkast hefur. í framhaldi af því fór hin til Skotlands til að kynna sér byrj- endakennslu í ensku, en þar er víða komin löng reynsla á það að kenna ungum nýbúum ensku. í þeirri ferð viðaði hún m.a. að sér fjölbreyttu lesefni sem hent- ar þessum aldri. Það var ómæld vinna að byggja þessa kennslu upp frá grunni, afla upplýsinga, viða að okkur efni, verða okkur úti um sögur, leiki, söngva og þulur, út- vega hljómsnældur, skoða kennslumyndbönd, semja og útbúa nemendahefti, veggmynd- ir o.fl. Kennslan var miðuð við þessa ungu nemendur og við- fangsefnið sneri að barninu sjálfu, fjölskyldu þess og nán- asta umhverfi, þ.e. heimili og skóla. I kennslunni var megin- áherslan lögð á talað mál og hlustun. Hið talaða mál var fyrst og fremst það mál sem hagnýtt er að nota. I hverjum tfma var rætt um það sem var umhverfis þau í skólastofunni, um áhöldin sem þau nota, um klæðnað þeirra og líðan, um það sem þau eru að gera, um veðrið o.s.frv. Notaðar voru sögur þar sem mikið var um endurtekningu orða og setninga. Þau lærðu stök orð og setningar úr sögun- um. Einnig var mikið sungið, far- ið með þulur og farið í leiki. Þulur, söngva og texta með hrynjandi er heppilegt að nota bæði til þess að æfa framburð og eins til að auka orðaforða og festa í minni. Nemendur voru einnig þjálfaðir í að lesa léttan texta og rita stök orð og einfald- ar setningar. Umfram allt var lögð áhersla á það að gera nám- ið lifandi og skemmtilegt. Áður en enskukennslan hófst var rætt um landið sem við byggjum, móðurmál okkar og 19

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.