Málfríður - 15.05.1998, Síða 21
Halldóra Jónsdóttir:
Um danskar
unglingabókmenntir
Unglingabókmenntir er fyrir-
bæri sem allir, sem kenna
dönsku á íslandi þurfa að lifa sig
inn í, hvort sem þeim líkar betur
eða verr.
En hefur það alltaf verið
þannig? Án þess að ég hafi gert
neina könnun á því, þá minnir
mig að þegar ég lærði dönsku í
menntaskóla hafi ekki verið
kenndar unglingabókmenntir,
kannski voru þær ekki einu sinni
til þá.
En svo fór ég að kenna
dönsku árið 1977 í MS og þá eru
komnar til skjalanna unglinga-
bókmenntir, og mér er enn ákaf-
lega minnisstætt þegar dönsku-
tímarnir voru farnir að snúast
upp í kynfræðslutíma vegna smá-
sagnaheftisins Pigtrád, og fór
mikill tími í að ræða þau við-
kvæmu mál, þau áttu víst engan
annan samastað í skólanum en
einmitt í dönskutímum, og ég
hef grun um að kynfræðslan sé
enn á hrakhólum í framhalds-
skólum, og að dönskukennarar
taki hana ekki að sér eins og á
áttunda áratugnum. Pigtrád var
gefið út af Dansklærerforening-
en árið 1977 og kom út í beinu
framhaldi af tilurð svonefnds
„brugslitteraturs“ („vandamála-
bókmenntir“), þar sem það var
álitin skylda bókmenntanna að
fjalla fyrst og fremst um stöðu
fólks í þjóðfélaginu og smásög-
urnar í Pigtrád voru pantaðar
sérstaklega hjá barna- og ung-
lingabókahöfundum og átti
þemað að vera „born i ekstrem-
situationer“.
Þjóðfélagslegt raunsæi
Ég ætla að halda mig við árið
1977 og reyna að finna einhverja
línu til að fara eftir þaðan - og
þá veit maður að ekki er hægt
að segja 1977 án þess að segja
‘68 fyrst, því hvaða fólk hafði
einmitt tekið sér stöðu innan
menntunar- og menningargeir-
ans áriðl977? Auðvitað fulltrúar
68-kynslóðarinnar. Og hvað var
að gerast í bókaútgáfunni á
þessum tíma? Þetta var þegar
barnabækur máttu ekki sýna
dýr í fötum sem gátu talað sam-
an um daginn og veginn eins og
mannfólkið. Það gaf ranga mynd
af staðreyndum - við erum
nefnilega komin inn í svartasta
sósíalrealismann - og þar að
auki var svoleiðis dýratal talið
allt of væmið. í fyrra, 1997, var
einmitt haldið upp á 25 ára
afmæli barnabókabúðarinnar í
Kpbmagergade í Kaupmanna-
höfn, Bprnenes Boghandel, og
við það tækifæri var saga barna-
bókanna rifjuð upp og komu þá
upp titlar frá fyrstu árum búðar-
innar eins og „Mor og far skal
skilles", „Min mor er pressefoto-
graf“ og það staðfest að sósíal-
realistísku barnabókmenntirnar
lifðu ekki þann áratug sem þær
voru skrifaðar á og forvígis-
mönnum bókabúðarinnar létti
að sögn óskaplega þegar ævin-
týri, ímyndunarafl og prúðbúin
dýr fengu aftur inngöngu í bæk-
urnar, því það gerðist aldrei
neitt skemmtilegt í þjóðfélags-
raunsæinu. En það er einnig
staðfest að ef sósíalrealisminn
hafi einhvers staðar lifað af þá
sé það í unglingabókmenntun-
um, nægir að nefna nokkur
þemu - sifjaspell - nýnasisma -
mataróreglu - alnæmi. Og nú er
ljóst að við erum á heimavelli,
það er að segja í kennslustund í
dönsku í íslenskum framhalds-
skóla. En þegar rætt er um
danskar unglingabókmenntir í
kringum 1970, þá erum við kom-
in að sjálfum Thpger Birkeland,
sem átti eftir að móta danskar
barna- og unglingabókmenntir í
fjölmörg ár.
Birkelands-tímabilið
Með Thpger Birkeland má
segja að hefjist gullöld danskra
barna- og unglingabókmennta
„den birkelandske periode" því
þarna urðu danskar barnabæk-
ur að bókmenntum, sem reynd-
ar gerðist ekki upp úr þurru
heldur stofnaði Danska akadem-
ían til samkeppni árið 1966 um
bestu barnabókina og í sam-
keppnisgögnunum orðaði Steen
Eiler Rasmussen þetta svo: „For
det, der gor en god bprnebog, er
det samme, der altid skal til for
at gpre en bog til et godt kunst-
værk. Nemlig et levende bevæg-
et sind, en fantasi, der udfolder
sig i en fast lovbundet form og
udtrykker sig i et sprog, der er
klart og brilliant.“ Fyrsti verð-
launahöfundurinn var Cecil
Bodker fyrir bókina Silas og den
sorte hoppe. Og svo rúllar bolt-
inn og ári síðar sendir Ole Lund
Kirkegaard frá sér sína fyrstu
bók, Lille Virgil og í kjölfarið
fylgja Orla fmsnapper, Albert og
Gummi Tarsan, bækur sem hafa
lifað af allar stefnur síðan.
21