Málfríður - 15.05.1998, Side 23
Er líftími unglingabóka 10 ár?
Það virðist vera orðið inn-
byggt í mann að unglingabækur
hafi í mesta lagi 10 ára líftíma,
og því hef ég spurt sjálfa mig
nokkur undanfarin ár, hvort Min
ven Thomas sé ekki að verða
úrelt og gamaldags, því bókin
kom út 1987. En svo virðist ekki
vera og nemendur gleypa í sig
sögu strákanna og gráta örlög
Thomasar. Þess vegna varð ég
ekki lítið spennt þegar Kirsten
Holst sendi frá sér framhald
bókarinnar árið 1996, Var det
kœrlighed? Bókin olli mér reynd-
ar vonbrigðum og stendur fyrri
bókinni langt að baki. Hannah er
aðalpersónan og fer hún á æsku-
slóðir sínar á Indlandi með
Ayah, sem hættir að vera dular-
full og eksótísk vera. En sagan af
ástarævintýri Hannah og Palest-
ínumanns nokkurs er dramatísk,
þó hún sé ekki mjög sannfær-
andi, og við eru komin á kaf í
alþjóðapólitík, í suðupott átak-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs. í
stuttu máli sagt, ekki nógu brúk-
leg í kennslu.
Og þar höfum við sjónarmið
mitt og kröfur til danskra ung-
lingabókmennta í hnotskurn.
Það er nú orðið frekar þröngt og
eigingjarnt. Ég vil að það sé
hægt að nota bækurnar til
kennslu í íslenskum skólum. Það
er ekki þar með sagt að þær
kröfur falli alltaf að straumum
og stefnum tímans og því heldur
leitin stöðugt áfram, leitin að
heppilegri bók, sem er bæði
skemmtileg og góð, á vönduðu
máli og flytur góðan boðskap.
Greinin byggir á fyrirlestri sem
fluttur var á fundi Félags dönskukenn-
ara í Menntaskólanum í Kópavogi, 28. 2.
1998.
Halldðra Jónsdóttir, dönsku-
kennari við Flensborgarskólann
í Hafnarfirði og orðabókaritstjóri.
SOKRATES/LINGUA
íþágu lungumálakennslu
1. júlí 1998
Styrkir eru veittir til námsefnisgerðar í tungumálakennslu. Samstarf a.m.k. tveggja stofnana frá EES/ESB löndum. Landsskrifstofa
aðstoðar við gerð umsókna og við leit að samstarfsaðilum. LINGUA flokkur D
1. nóvember 1998 og 1. mars 1999
•Styrkir veittir til endurmenntunar tungumálakennara 2-4 vikna námskeið á erlendri grundu. LINGUA B
•Samstarfsverkefni skóla í Evrópu, skipst á nemendaheimsóknum. Nemendur eru a.m.k. 10 í hóp og eldri en 14 ára. LINGUA E
1. febrúar 1999
• Styrkir eru veittir til samstarfsverkefna a.m.k. tveggja stofnana frá ESB/EES löndum til að koma á fót sérstökum
endurmenntunarnámskeiðum fyrir tungumálakennara. LINGUA A
SÓKRATES/Fullorðinsfræðsla
Veittir eru styrkir til samstarfsverkefna a.m.k. þriggja stofnana til að efla fullorðinsfræðslu með áherslu á Evrópumálefni.
SÓKRATES/Opið nám og fjarnám
Veittir eru styrkir til samstarfsverkefna a.m.k. þriggja stofnana til eflingar fjarkennslu.
Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir:
Landsskrifstofa SÓKRATESAR, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins
Neshaga 16, 107 Reykjavík, sími: 525 4311, bréfsimi: 525 5850
Netfang: rz@hi.is, http://www.rhi.hi.is/HI/Stofn/ASK/
23