Málfríður - 15.05.1998, Side 24

Málfríður - 15.05.1998, Side 24
Herdís Á. Sæmundardóttir Lesskilningsverkefni Verkefnislýsing í þessu verkefni hef ég valið áfanga í dönsku 312 sem er loka- áfangi á málabraut. Hin almennu markmið áfang- ans eru að þjálfa frekar og byggja ofan á hina fjóra færnis- þættina: tal, skilning, skrift og lestur. Eitt af undirmarkmiðunum er dönsk menningarmiðlun og þar er eitt af markmiðunum að nem- endur fái nasasjón af helstu stefnum og straumum í danskri bókmenntasögu, með áherslu á þekkta seinni tíma höfunda. Með hliðsjón af þessum markmiðum hef ég valið texta sem stiklar á stóru í lífshlaupi Karenar Blixen. Markmiðið með vali þessa texta er tvíþætt: • að nemendur vinni með þann orðaforða sem fyrir kemur í textanum, • að miðla menningarupplýsing- um. Verkefnið felst í því að stytta og endurraða textanum sam- kvæmt eftirfarandi: • ég kynni efnið (á dönsku) - u.þ.b. 10 mín. • nemendur hraðlesa textann í tveim hópum. • hvor hópur vinnur upp þrjár setningar, annar um hið persónulega líf Karenar Blixen og hinn um Karen Blixen sem rithöfund. Þessar setningar eiga að ná yfir hin berandi atriði í textanum. Leitarlestur - u.þ.b. 15 mín. • að lokum eiga nemendur að raða setningunum upp í „lógíska" röð og kynna sínar setningar, hver og einn les upp eina setningu. Framkvæmd Ég byrja á því að kynna við- komandi texta og segja nem- endum til hvers ég ætlast. Ég tala mest um höfundinn og reyni að kveikja áhuga þeirra á honum. Ég tala mest á dönsku en stundum á íslensku ef ég finn að nemendur halda ekki þræði. Mikilvægt er að finna einhvern útgangspunkt í umfjölluninni, punkt sem líklegur er til að vekja áhuga. Ég vel að hafa útgangspunktinn þær tvær kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum Karenar Blixen, Den afrikanske farm og Babbettes gæstebud. Kynningin af minni hálfu felst í því að varpa spurn- ingum til þeirra; hvort nemendur hafi heyrt um Karen Blixen, hvort þeir hafi séð fyrrnefndar kvik- myndir, hvort þau muni eftir hver lék Karen Blixen í Den afri- kanske farm. Þau vita það að sjálfsögðu ekki blessaðir ungling- arnir svo ég segi þeim að það hafi verið Meryl Streep og hún þyki hafa náð því einstaklega vel að tala ensku með dönskum hreim. Segi þeim að Meryl Streep hafi dvalið einhvern tíma í Danmörku til að tileinka sér hreiminn. Læt þau síðan prófa sjálf að tala ensku með dönskum hreim, minni þau á Eddie Skoller, sem allir þekkja og rabba svona örlítið þangað til ég tel þau tilbúin í Íesturinn. Þetta tekur ekki langan tíma, en borgar sig. Að kynningu lokinni læt ég nemendur hraðlesa textann. Að þvi loknu gef ég þeim færi á að spyrja um einstök orð eða orðasambönd, sem virkilega stóðu skilningi fyrir þrifum. Því næst skipti ég í hópana og læt þau leitarlesa og útbúa setning- arnar sínar. Til þess að geta þetta þurfa þau að velta fyrir sér hver sé kjarninn í textanum og það geta þau ekki nema að velta fyrir sér einstaka orðum, orðasam- böndum og heilum setningum. Nemendurnir þurfa líka að velta fyrir sér skilum á milli persónu- legs lífs Karen Blixen og ritsmíða hennar. íverkefninu reynir mest á aðferð sem Chr. Nuttall kallar „Questions involving reorganiza- tion or reinterpretation“ (Chr. Nuttall, Teaching Reading Skills in a Foreign Language), því að setningarnar verða að spanna textann. Það er því ekki nóg að plokka út setningar hér og þar, heldur verða þau að leita og raða saman bútum úr ýmsum setning- um, þannig að úr verði heild- stæðar, vitrænar setningar. Þegar nemendurnir höfðu lok- ið við að útbúa þessar setningar, raðað þeim saman í „lógíska" röð og lesið þær síðan upp, gaf ég hvorum hóp fyrir sig möguleika á að ræða og gagnrýna vinnu- brögðin hjá hinum hópnum. Jafn- framt var ég sjálf með athuga- semdir um hvað mér fannst vanta eða vera ofaukið. í allt tók þetta verkefni tæpar 40 mínútur. Niðurstaða Verkefni þetta tókst mjög vel að mínu mati. Hópurinn var ákaflega jákvæður og tók hlut- verk sitt hátíðlega, enda fólk sem er komið langt í námi. Til að reka endahnútinn á þetta verkefni lét ég nemendur fylla út meðfylgjandi könnunareyðublað, þar sem ég gaf þeim tækifæri á að gagnrýna verkefnið og fram- kvæmd þess af minni hálfu. Herdís Á. Sæmundsdóttir, dönskukennari uið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. 24

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.