Málfríður - 15.05.1998, Side 27

Málfríður - 15.05.1998, Side 27
HUGMYNDABANK I Að þessu sinni er tvö gullkorn að finna í hugmyndabankanum. Ása María Valdimarsdóttir segir okkur frá því hvernig sameina megi tungumálanám göngufríi með því að skipuleggja ratleiki og Jette Dige Pedersen segir frá sagnaspilinu „Historie roulette" sem þjálfar ritleikni nemenda á skapandi hátt. ■■ ( Ása María Valdimarsdóttir: Ratleikur á útlensku „Megum við fá göngufrí?" Hvaða kennari kannast ekki við þessa setningu? En það er líka hægt að gefa göngufrí með „góðri samvisku". Fara út og læra í leiðinni. Fara í ratleik á „útlensku"! Ratleikur hentar hvar sem er og í hvaða grein sem er. Raunar þarfnast hann örlítils undirbúnings, en í þessu tilviki er undirbúningurinn kærkomin hvatning til kennarans að drífa sig út undir bert loft, skoða nán- asta umhverfi sitt og setja hug- myndaflugið í gang. Hér á eftir er dæmi um ratleik um miðbæ Reykjavíkur sem ég gerði fyrir nemendur mína í þýsku við M.R. Markmiðið með leiknum er m.a. að skilja leið- beiningar á þýsku, að leysa þrautir í sameiningu, að sjá um- hverfi sitt með öðrum augum og að fá tilbreytingu. Nemendum er skipt í tvo hópa. Hvor hópur fær í hendur eitt umslag. í umslaginu eru: A) blað með leiðbeiningum um gang leiksins (á íslensku), B) númeraðir, samanbrotnir mið- ar með verkefnum (á erlenda málinu), C) lausnablað (línustrikað blað). Ratleikurinn var settur þannig upp að hóparnir voru með sömu verkefnin en fóru hvor í sína áttina. Þannig skapaðist ákveðin keppni um það hvor væri á undan. Það skiptir í raun ekki máli hve margir eru í hóp, en í stórum bekkjum má líka hugsa sér að tveir eða fleiri hópar með sömu þraut fari á mismunandi tíma af stað. Þrautirnar geta verið á hvaða tungumáli sem er og orðaðar þannig að viðkomandi hópur eigi að geta skilið þær. T.d. er þetta kjörið tækifæri að æfa leiðarlýsingar á erlendu máli. Ég gef dæmin hér á eftir upp á ís- lensku þannig að allir geti skilið og aðlagað hugmyndirnar að sínu tungumáli og sínu um- hverfi. Hvað stendur á blöðunum í umslaginu? A) Leiðbeiningablað á íslensku: Ratleikur - Orientierung. í umslaginu eru 7 númeraðar þrautir til að leysa á leið ykkar um nágrenni skólans. Aðeins rpá opna eina í einu. Þegar búið er að leysa þraut númer 1 má opna númer 2 og síðan koll af kolli. Æskilegt er að nemendur skipt- ist á að opna og lesa þrautirnar. Skrifið lausn við hverja þraut á lausnablaðið, - á þýsku ef þið getið. Núna má opna þraut núm- er 1 og kanna hvar leikurinn hefst. Góða skemmtun! Viel SpaiS! B) Þrautir á „útlensku". Hver miði brotinn saman og númer- aður. 1. þraut: Þið byrjið við inn- keyrsluna á bílastæðið á bak við gamla skólann. Beygið til hægri og gangið upp götuna. Beygið til hægri við fyrstu gatnamót og gangið beint áfram. Finnið hús númer 24. a) Hvaða litur er á húsinu? b) Hvað eru margir gluggar á framhlið hússins? 2. þraut: Gangið upp götuna sem er beint á móti húsinu. Finnið hús númer 7 við þá götu. Hvað liggur á tröppunum fyr- ir framan aðalinngang húss- ins? 3. þraut: Haldið áfram upp götuna og í áttina að veitinga- húsi og hóteli sem þið eigið að sjá. Á ákveðnum stað fyrir framan það má sjá þrjú mis- munandi götuskilti sem bera nöfn sem tengjast norrænni goðafræði. Hvað stendur á þessum skilt- um? 4. þraut: Með bakið í hótelið er haldið áfram til hægri. Við hver gatnamót skulið þið 27

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.