Málfríður - 15.09.2000, Síða 5
við Dani. Nú er ekki gott að átta sig á
hvernig nemendur hafa túlkað spurning-
una eða hversu mikil þessi samskipti eru
en óneitanlega virðist sem 16 ára nem-
endur hafi meiri samskipti við Dani en
búast hefði mátt við og þarf ekki að þöl-
yrða um þau áhrif sem slíkt getur haft á
dönskunámið. Það kemur líka í ljós við
athugun á tölunum að meirihluta nem-
enda finnst að það eigi að kenna dönsku
á Islandi. Það skal tekið franr að nemend-
ur þurftu að rökstyðja svar sitt, hvort
heldur þeir sögðu já eða nei.Við lauslega
athugun kemur í ljós að margir nefna
nauðsyn þess að kunna eitt norrænt mál
fyrir utan íslensku, við séum hluti af nor-
rænu samfélagi og því nauðsynlegt fyrir
okkur að geta tjáð okkur í samskiptum
við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Einn
nemandi tók sérstaklega fram að það
hefði hjálpað sér að læra þýsku að hafa
áður lært dönsku. Bendir þetta ekki til
þess að unglingar á Islandi skilji mikilvægi
dönskunámsins?
Sem fyrr greinir voru 60 verkefni val-
in úr 448 verkefnum til nánari úrvinnslu.
Við úrtakið var tekið mið af fjölda nem-
enda á 1. ári/2. önn í viðkomandi skóla
og deilt í nreð heildarfjölda. Gætt var
kynjahlutfalls við útdráttinn.
1. Málfræði
Eftir að búið var að draga út 60 verkefni
var farið yfir hvert verkefni orð fyrir orð
og merkt við á vinnuskema, sem hafði
verið útbúið, rétt eða rangt.'Við athugun á
málfræðifærni (grammatisk kompetence)
einskorðaðist rannsóknin við vald nem-
enda á beygingum helstu orðflokka, þ.e.
sagnorða, lýsingarorða, fornöfna og nafn-
orða ásamt notkun á samtengingum, for-
setningum, tímaákvörðunum og spurnar-
orðum. Jafnframt voru affnarkaðir þættir í
setningaskipan athugaðir.
Til að gefa nokkra hugmynd urn
hvernig flokkað var í rétt og rangt má sem
dæmi nefna að einn af þeim þáttum sem
var rannsakaður innan sagnorða, var nútíð.
Stafsetningarvillur höfðu ekki áhrif á
flokkunina og því var sagnorðið at hedde
flokkað sem rétt þó að vantaði -d sbr, heder
(stafsetningarvilla). En hedde án nútíðar -r
var flokkað rangt (beygingarvilla).
1.1 Sagnorð
Eftirfarandi súlurit yfir sagnir gefur vís-
bendingu um færni nemenda í ýmsum
sagnbeygingum.
ro
■o
c
ra
£
ra
c
'ÍS
C
«o
14
12
10
8
6
4
2
0
Sagnorð
□ rétt
■ rangt
Sundurgreining í rétta og ranga notkun á ýmsum beygingum sagnorða. Tölurnar sýna meðaltalsnotkun
Við athugun á sagnorðabeygingum var
sögninni at vaere sleppt í nútíð og þátíð, en
sú sögn var notuð 622 sinnum í nútíð og
297 sinnum í þátíð. Var þetta gert til að
auðvelda yfirferð verkefnanna.
I stuttri grein er ekki hægt að birta öll
súluritin, en þau sýndu glögglega að nem-
endur hafa tiltölulega gott vald á þeim
beygingum, sem mest eru notaðar. í stuttu
máli eru helstu niðurstöður könnunar á
málfræðifærni nemenda þessar:
• Nemendur hafa gott vald á nútíð sagna.
• Nemendur hafa lítið vald á þátíð veikra
sagna.
• Samsettar tíðir koma varla fyrir.
• Sérstæð lýsingarorð í fleirtölu valda erf-
iðleikum.
• Nemendur hafa lítið vald á beygingum
lýsingarorða í ákveðnum hætti.
• Nemendur hafa gott vald á persónu-
fornöfnum og eignarfornöfnum.