Málfríður - 15.09.2000, Page 7
og það eru stutt hlutbundin orð. Nem-
endur hafa tilhneigingu til ofnotkunar
(overgeneralisering) á ákveðnum orðum
vegna þess að þá skortir orð sem lýsa ná-
kvæmar því sem við er átt. Stofn orðanna,
einkum nafnorðanna, er mikið notaður.
Annað sem bendir til að málvitund nem-
endanna sé ekki mjög þroskuð er að þeir
nota fá orð í víðri merkingu (overeksten-
sion til dækning afstore semantiske felter).
Sem dæmi má nefna sagnorðið at ga og
lýsingarorðið meget. Það er líka einkenn-
andi fýrir orðaval nemendanna, að þeir
nota orð sem líkjast íslenskum orðum,
bæði að formi og merkingu.
Ekki er mikið um notkun fastra orða-
sambanda (flerordsudtryk) en þó virðast
nemendur hafa nokkurt vald á tveimur
orðasamböndum og nota þau því óspart.
Þetta eru orðasamböndin det er/var (meget)
sjovt og det kan/kunne jeg (meget) godt
lide/jeg kan/kunne(meget) godt lide det.
Það kemur á óvart hversu fá föst orða-
sambönd nemendur hafa á takteinum.
Þegar nemandi þarf að tjá sig munnlega
eða skriflega á erlendu máli er mjög mik-
ilvægt að fost orðatiltæki séu aðgengileg,
því að það auðveldar tjáninguna og hægt
er að beina athyglinni að flóknari þáttum
tjáningarinnar. (Henriksen 1998) Full
ástæða er til að leggja áherslu á notkun
fastra orðasambanda í tungumálanámi.
Það sýnir sig líka í skrifum nemendanna,
að þeir nota þessi orðasambönd ef þau eru
þeim tiltæk.
2.1. Nafnorð
Einstaklingsmunurinn í orðavali kom
skýrast í ljós við athugun á einstökum
orðflokkum. Athugun á nafnorðum ein-
skorðaðist við að rannsaka hvaða nafnorð
nemendur notuðu til að segja frá Islandi
og íslendingum eins og eftirfarandi dæmi
sýna. (Sjá verkefni í heild á bls. 9).
II. Fortæl om Island og islændingene
o, snehuse, turist, moden, telefoner, gud,
fisk, kartofler, indbyggere, isbjorn, kod,
„landrystelser", livsstil, nation.
Islændingenes hverdag og hvad de
arbejder med
fisk, fiskefabrik, fabrik, firma, gárd, handel,
industri, kontor, landbrug, landmand,
arbejdsloshed, arbejdstid, alkohol, „farm“,
græs, havet, hverdagslivet, hándværker,
landbrugsarbejde, teknologi.
Naturen og spændende steder man
kan besoge
vand, is, Gullfoss, Geysir, gejser, vandfald,
Vatnajökull, Þingvellir, bjerge, træer, ture,
Þórsmörk, fjelde, gletscher, kilder, blá
lagune, udlændinge, vulkaner, attraktion,
Bláfjöll, information, lava, turistattraktion-
er, Þingvallavatn.
Uttektin í heild sýndi að mikill meiri-
hluti nafnorðanna, sem notaður var til að
lýsa íslandi og íslendingum, kom einungis
einu sinni eða tvisvar sinnum fýrir og
ekkert nafnorðanna var notað oftar en 15
sinnum í öllum textunum. Sameiginlegur
nafnorðaforði nemenda er því mjög lítill.
Nafnorð sem komu oftar fýrir en þrisvar
sinnum eru einkvæð eða tvíkvæð orð í
flestum tilvikum en notkun á fleirkvæð-
um nafnorðum var mjög einstaklings-
bundin. Það er áberandi, hve mörg íslensk
sérnöfn eru á listanum og skýrist það að
hluta til af verkefninu, en það var nokkuð
um að nemendur teldu upp ýmsa staði og
söfn, án þess að gera nánari grein fýrir
þeim. Það er erfitt að fullyrða að nemend-
ur vanti nafnorð til að lýsa íslandi, landi og
þjóð. E.t.v. hafa þeir ekki meiri þekkingu
á landinu sínu. Það verður líka að hafa í
huga að mikill munur getur verið á þeim
orðaforða sem nemandi skilur og ber
kennsl á (receptiv) og þeim orðaforða sem
hann hefur á takteinum þegar hann talar
og skrifar (produktiv).
2.2. Sagnorð.
Eftirfarandi sagnorð komu oftar en 14
sinnum fýrir í öllum nemendatextunum.
975 vœre, 289 have, 241 gá, 187 kunne,
145 ville, 130 bo, 113 hedde, 87 arbejde,
85 komme, 82 skulle, 74 rejse, 64 se, 59
skrive, 58 gore, 56 blive, 46 vide, 34
spille, 32 fá, 31 fortcelle, 30 sige,
7