Málfríður - 15.09.2000, Page 24

Málfríður - 15.09.2000, Page 24
kennarar gleymdu ekki keppnishliðinni, þar sem hún á við, og reyndu að hugsa upp frumleg verðlaun og jafnvel saklaus skammarverðlaun eða refsingar. Af eftir- minnilegum refsingum má t.d. nefna hné- beygjur (sem þátttakendur fengu svo sannarlega að prófa við mismikla ánægju...), og tungubrjóta af ýmsum gerð- um sem eru auðvitað stórsniðug og mark- viss „hegning“ í tungumálakennslu, ekki síst þegar um erfiðan framburð er að ræða. Þegar htið er yfir námskeiðið í heild er óhætt að fullyrða að það hafi verið efnis- og fjörmikið. Þátttakendur fengu innsýn í nýjan heim og ótal hugmyndir að fjöl- breyttum kennsluaðferðum, allt frá sára- einfoldum leikjum til flókinna verkefna. Margar þessara hugmynda hafa þegar sett mark sitt á frönskukennslu víða um land og er það einlæg von greinarhöfundar að nánari útlistanir á ávöxtum þessa skemmtilega námskeiðs muni verða lagðar inn í hugmyndabanka Málfríðar á næstu misserum. Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík SÓKRATES/Comeníus styrkir tungumálakennara nemendur og menntastofnanir • Endurmenntun tungumálakennara. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið til ESB landa í 2-4 vikur. • Aðstoðarkennsla í tungumálum. Tungumálakennarar á grunn- og framhaldsskólastigi geta sótt um að fá evrópskan verðandi tungu- málakennara í 3-8 mánuði. Nemarnir eru kostaðir frá sínu heima- landi. Umsóknarfrestur 1. mars • Gagnkvæmar nemendaheimsóknir - samstarfsverkefni tveggja skóla frá ESB/EES löndum. Heimsóknir eiga að standa yfir í a.m.k. 2 vikur, ekki færri en 10 í hóp og nemendur séu 14 ára og eldri. Um- sóknarfrestur er 1. mars ár hvert. • Námsgagnagerð í tungumálakennslu. Samstarfsverkefni 3 þátttöku- landa og þarf af eitt ESB land. Umsóknarfrestur er til 1. mars ár hvert. • Samvinnuverkefni stofnana til að koma á fót námskeiðum til að þjálfa tungumálakennara sem byggir á þriggja landa samstarfi. Umsóknar- frestur rennur út 1. nóvember og 1. mars. Tillaga send inn 1. nóvem- ber og ef hún fær jákvæða umfjöllun þá er aðalumsókn send inn 1. mars. • Undirbúningsheimsóknir. Kennarar fá styrki til að koma á fót sam- vinnuverkefnum við menntastofnanir í þátttökulöndum Sókratesar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð: Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins/ Landsskrifstofa SÓKRATESAR, Neshaga 16, 107 Reykjavík. Sími: 525 5813 bréfsími: 525 5850 Netfang: rz@hi.is http://www.ask.hi.is

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.