Málfríður - 15.09.2000, Qupperneq 25

Málfríður - 15.09.2000, Qupperneq 25
Nýja námskráin í þýsku Okkur sem skipuðum námskrárnefnd í þýsku langar að þakka Maríu Andreu Hreinsdóttur fyrir greinina „Að kunna hrafl í einhveiju“ (Málfríður, l.tbl.,2000), þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við áfangalýsingunum í þýsku í nýju nám- skránni. Umræða er forsenda fyrir allri þróun og grein hennar er okkur hvatning til þess að setja á blað viðhorf sem geng- ið var út frá við samningu áfangalýsing- anna. Með hliðsjón af lokamarkmiðunum sem sett eru fram í tillögum forvinnu- hópsins átti námskrárnefndin að fuUvinna áfangalýsingar þannig að frarn kæmi heildstæð leið með eðlilegri stígandi að lokamarkmiðunum. Spurningar sem unnið var út frá voru m.a. eftirfarandi: Hvaða atriði í þýskukennslu þarf að sam- ræma á miHi skóla svo að nemendur geti t.d. skipt um skóla án þess að lenda í vand- ræðum vegna ólíkrar uppbyggingar kennslu? Hvernig er hægt að samræma án þess að hefta sköpunargleði og sjálfstæði kennara? Er niðurröðun málfræðiatriða í áfanga óþörf? Hvaða atriði í þýskukennslu þarf að samræma á milli skóla svo að nemendur geti t.d. skipt um skóla án þess að lenda í vandræð- um vegna ólíkrar uppbyggingar kennslu? Forsenda fýrir samræmdu starfi er sam- komulag um lokamarkmið. I forvinnu- skýrslunni og í námskránni er því ítarlega lýst hvaða þekkingu, kunnáttu og færni nemendur eiga að öðlast. Segja má að það sé pólítísk ákvörðun, útfærð af fagfólki, að aðlaga markmið kennslu þeim kröfum sem nútímaþjóðfélag gerir og er í sam- ræmi við þá fagþekkingu í tungumála- kennslu sem til er og starfað er eftir í þeim löndum sem við miðum okkar oftast við í skólamálum. Hvernig er hægt að samræma án þess að hefta sköpunargleði og sjálfstæði kennara? Við samningu textans í námskránni reyndum við að orða áfangalýsingarnar þannig að þær lýstu hugsanlegri kennslu- leið það vel að styðjast mætti við þær þeg- ar áfangar eru skipulagðir í skólunum en væru jafnframt það opnar að þær fjötruðu ekki kennara í starfi sínu. Er niðurröðun málfræðiatriða í áfanga óþörf? Málfræði er sjálfkrafa þáttur í öllum áfangamarkmiðunum. Upptalning stakra málfræðiatriða í áfangalýsingunum er ein- ungis hugsuð til að styðjast við. Upp- talningarnar eru orðaðar í samræmi við það. Þannig er t.d. bent á að kenna tilvís- unarsetningar í þýs.403 „hafi þær ekki áður komið fyrir í kennsluefninu“. Grunnhugmyndin er sú að kennarar fjalli um málfræðiatriði eins og þeir telja við- eigandi og nauðsynlegt hverju sinni eftir því hvaða forgangsröð og áherslur eru í viðkomandi kennsluefni. Það eru áfanga- markmiðin sem stýra valinu á námsefn- inu en málfræðin er skýrandi þáttur á leiðinni að markmiðunum. Forsenda fyrir áframhaldandi þróun Það tekur tíma að þróa færa leið sem tryggir í senn frjálsa sköpun og samræm- ingu í kennslu. Kennarar þekkja af eigin reynslu hversu lítil samræming er í kennslu, ekki bara miHi skóla heldur ein- nig miUi kennara við sama skóla. Það er útilokað að fýrsta tilraunin til að semja áfangalýsingar miðað við nýja skólastefnu 25

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.