Málfríður - 15.09.2000, Page 28

Málfríður - 15.09.2000, Page 28
Maður má ekki gleyma því að kennsla er sam- vinna. Ekki bara samvinna nem- enda og kennara heldur einnig milli kennara innbyrðis. 28 námslegur grunnur ásamt nokkurri vissu um hvað felst í starfi kennarans hlýtur að gera kennsluna að auðveldu, lifandi og gefandi starfi. Svarið er: Já, hugsanlega. Lif- andi er það, og gefandi, og gefandi, og gef- andi. Svo mikið gefandi er það stundum að maður gengur út úr skólanum í lok dags fullur löngunar til að leggjast upp í rúm, draga gluggatjöldin fyrir og sofa í svona eins og eina öld. Stundum er það vegna einskærrar þreytu, stundum vegna óendanlegs pirrings við nemendur sína sem mann langar ekki að hitta aftur nema fyrir tilviljun úti á götu og þá sem fólk sem rnaður eitt sinn þekkti. Auðvelt er þetta starf ekki heldur krefjandi bæði líkamlega og andlega. Og maður stimplar sig aldrei alveg út. Maður mætir til vinnu fullur af orku tilbúinn til að kenna verkefhi sem maður hefur und- irbúið og er bara nokkuð ánægður með. Maður gengur inn í stofuna og ekki eitt andlit sýnir nokkurn áhuga á lærdómi. Vinnan er gerð með hangandi hendi, þ.e.a.s. þegar það er einhver vinnufriður fýrir malanda, og maður finnur hvernig öll orka er sogin úr manni hægt og rólega. Hvernig tekur maður á svona? Hvernig fær maður fólk til að vinna? Sumu af þessu er hægt að fá svör við með því að ræða við samkennara sína og viðra skoðanir sín- ar. Eg veit ekki hvort ég hef verið nógu duglegur við að gera það. Sennilega ekki. Maður má ekki gleyma því að kennsla er samvinna. Ekki bara samvinna nemenda og kennara heldur einnig milli kennara innbyrðis. En það er einnig margt sem hefur far- ið úrskeiðis af minni hálfu. Sum próf sem ég hef samið hafa verið svo uppfull af vafasömum atriðum sem erfitt hefur reynst að gefa fýrir. Þetta var eitt af þeim atriðum sem tekin voru fýrir í náminu en gleymast svo stundum í hita leiksins. Ef svarið við einhverri ákveðinni spurningu er ekki alveg skýrt geta mörg svör verið hugsanlegur valkostur. Hvernig tekur maður á því? Annað sem ég hef svolítið rekið mig á aftur og aftur er hversu mikilvægt það er að vera vel sofinn þegar maður mætir til kennslu að morgni. Minn fýrsta vetur í kennslu, og reyndar nokkurn hluta þessa árs, hef ég oft verið lítið og/eða illa sofinn og hefur kennsla mín sýnt þess merki. Þegar þetta gerist er ég óþolinmóðari, óskýrari í tali, seinni að hugsa um hluti og almennt séð ekki fullfær um að gegna mínu starfi. En samt kemur þetta fýrir aft- ur og aftur. Af hverju? Að hluta til hefur þetta haft með það að gera að ég vil vera vel undirbúinn þegar ég mæti í kennslu- stund. Eg vil helst sleppa við dæmi eins og þetta sem ég lenti í síðastliðinn vetur: Þetta var í 3. bekk (1. ár) og vorum við að fara í gegnum texta. Eg var spurður að ákveðnu orði sem ég útskýrði með leik- rænum tilburðum. Þegar ég hafði síðan lokið mér af sagði einhver nemandi frekar lágt að hann hefði haldið að orðið þýddi eitthvað annað. Eg hugsaði mig um smá- stund, fletti svo orðinu upp og komst að því að nemandi minn hafði rétt fýrir sér og ég rangt. Mín dramatísku tilþrif við að útskýra orðið voru því að engu orðin. Eg reyndi bara að gera sem best úr þessu, reyndi ekki að fela mistök mín en var heldur ekkert að velta mér upp úr þeim, sem ég á reyndar stundum til. Eg hugsa stundum um það hvort ég sé góður kennari. Er ég það sem góður kennari ætti að vera? Oft finnst mér ekk- ert ganga og að þetta allt saman sé ekki þess virði. En málið er bara að þegar vel gengur, og jafnvel þó það gangi bara sæmilega, þá er starfið virði alls erfiðisins. Oft tekst t.d. vel til þegar nemendur tjá sig, skriflega, munnlega, eða bæði, um sín- ar eigin hugsanir og tilfinningar varðandi efni sem miklu máli skipta, s.s. kynþátta- fordóma. Aherslan er ekki endilega á mál- fræði og stafsetningu heldur á tjáninguna og sjálfskoðunina sem sett er fram á tungumáli sem þau eru að læra. Enn eitt dæmi eru umræður innan bekkjarins urn ákveðin efni. Eg var svo heppinn á mínu fýrsta ári í kennslu að takast að fá nemendur til að ræða um hin ýmsu mál oft þannig að hiti var í þeim. Að sjá þau takast á, að ,,rífast“ eiginlega, á

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.