Málfríður - 15.09.2000, Síða 29

Málfríður - 15.09.2000, Síða 29
enskri tungu var æðislegt og yljaði mér mikið um hjartaræturnar. En bekkirnir eru eins mismunandi eins og þeir eru margir. Nú í ár hefur mér ekki gengið al- veg eins vel að fá þau til að ræða um hlut- ina en það er að koma. Það eru nú aðeins búnir tveir þriðju af fyrri önninni. Þetta með mismunandi kennslu í mis- munandi bekkjum á ég í hvað mestum erfiðleikum með. Hvernig hagar maður kennslu sama efnis í mismunandi bekkj- um? Eg hef náttúrulega reynt að fara bet- ur í þá hluti sem hver og einn bekkur á í erfiðleikum með en ég byrjaði ekki al- mennilega á því fyrr en nú í ár. AUt árið í fyrra fór í að halda haus. Þetta gengur upp að vissu marki en ég geri enn ekki nóg af þessu. Það síðasta sem mig langar að minnast á er eitthvað sem ég vissi, eða grunaði alla vega sterklega, að myndi reynast mér erfitt. Þetta er hin víðfræga og illskilgrein- anlega agastjórnun. Þegar ég var í æfinga- kennslunni lenti ég í vandræðum með nemendur mína á gagnfræðaskólastiginu en gekk nokkuð vel með nemendur mína í menntaskóla. Þegar ég svo fór að kenna gekk þetta nokkuð vel til að byija með. Síðan fór þetta að ganga svona upp og ofan. Eg reyndi að fylgja því sem ég hafði lært í kennslufræðinni - að vera alveg með það á hreinu hver réði í stofunni, hvert mitt hlutverk væri sem kennari, og hvaða stefnur ég aðhylltist hvað varðar samskipti við nemendur. Þetta fyrsta hefur alltaf ver- ið nokkuð ljóst fyrir mér en hin tvö sein- ni atriðin hafa oft á tíðurn reynst vand- meðfarnari heldur en ég hélt. Hvernig tekur maður til dæmis á því þegar nem- andi neitar að yfirgefa stofuna þegar mað- ur rekur hann út? Hversu strangur á ég að vera ef nemendur hafa ekki lokið við heimavinnuna sína? Það sem mér hefur reynst best er að vera strangur en sann- gjarn.Veita nemendum mínum þéttan en sveigjanlegan ramma til að vinna innan. Kennslustofan er jú svæði sem þeim á að líða nógu þægilega í til að þora að gera mistök, þora að prófa sig áfram. En stofan má samt ekki verða leikvöllur. Það virðist hins vegar vera svo að ég hafi verið held- ur afslappaður í byijun þessa árs sem gerir það síðan að verkum að ég verð að færa kennslustofuna hægt og rólega í það form sem ég vil að hún sé í. Eg held nefnilega að snöggar breytingar fari ekki vel í nem- endur mína. Þeim, og reyndar mér líka, finnst ákveðið öryggi í því að nálgast hluti á vissan hátt. Þannig vita þeir oft hvernig tekið verður á hlutum og geta hagað sín- um málum samkvæmt því. Sé litið til kennslufræðinnar má segja að almenna kennslufræðin ásamt æfinga- kennslunni hafi reynst mér best varðandi almenna stjórnun í kennslustofunni. Það sem almenna kennslufræðin gerði beint og óbeint var að hjálpa mér við að mynda mér einhvern bakgrunn, þ.e.a.s. mynda mér einhvern hugmyndafræðilegan grunn sem myndi endurspeglast í áherslum mín- um í kennslunni. Þetta hefur tekist að hluta. Gallinn eða kosturinn, eftir því hvernig litið er á málið, er sá að þessi hluti er í stöðugri þróun. Eg reyni ætíð að vera faglegur í mínu starfi en það eru svo margar áhugaverðar kenningar um hvað maður ætti að leggja áherslu á að stundum hefur maður ekki hugmynd um hvar manns eigin áherslur liggja. Þetta er það sem ég er núna að beijast við í minni kennslu. Einhverra hluta vegna virðist þetta valda því að kennslan hjá mér er að verða siðferðislegri heldur en hún var í fyrra. Kannski vegna þess að ég er farinn að sjá meiri hliðstæðu með uppeldi dætra minna og kennslunni heldur en ég gerði í fyrra. En hvað veit ég? Mig langar svona að lokum að minnast á eitt nokkuð undarlegt atriði varðandi þennan mikilvæga þátt kennslunnar. Nú í ár er ég með nemanda í umsjónarbekkn- um mínum sem ég kenndi í þeim hluta æfingakennslunnar þar sem agastjórnunin gekk illa. Þetta olli því að ég var í svolitl- um vandræðum með hvernig ég ætti að taka á bekknum til að byrja með. Þessi nemandi hafði jú séð mig algjörlega klúðra málunum. Eg varð óþarflega strangur og fannst einum nemenda minna sem ég væri að fara fram á of mikið af Kennslustofan er jú svæði sem þeim á að Kða nógu þægilega í til að þora að gera mistök, þora að prófa sig áfram. En stofan má samt ekki verða leikvöllur. 29

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.