Málfríður - 15.05.2003, Síða 6

Málfríður - 15.05.2003, Síða 6
Að kenna orðaforða Hlín Magnúsdóttir. 6 Hver kannast ekki við að lesa erlendan texta með orðabók sér við hlið, fletta upp ókunnum orðum og gleyma svo merk- ingu þeirra flestra jafnharðan? Uppfletti- aðferðin er ein aðferð til að læra ný orð, en ekki endilega sú besta. Kennarar geta beitt ýmsum aðferðum til að auðvelda nemendum sínum að læra ný orð og má þar nefna gagngerar orðaforðaæfingar, að- ferðir til sjálfstæðs náms, upprifjun og samhengi, flokkun orða, notkun orðalista og orðabóka og loks þýðingar. Hér er ætl- unin að líta nánar á þessar aðferðir, en áður en lengra er haldið er vert að hta á mismunandi skilgreiningar á orðaforða. Hvað er orðaforði? Það sem fýrst kernur upp í huga minn þegar minnst er á orðaforða er langur listi stakra orða, enda hefur orðaforði lengst af verið skilgreindur sem stök orð. Ein að- ferð við kennslu orðaforða sem gengur út frá þessari skilgreiningu er svokölluð „Word Wall Approach“ eða orðaveggur þar sem orðum er raðað í flokka og þau fest upp á veggi kennslustofunnar. Flokk- unin getur verið afar fjölbreytileg en ein- ungis er gert ráð fýrir að nota orðasam- bönd ef það er talið mikilvægt fýrir nem- andann (Eyraud et al., 10).Ekki er þó rök- stutt frekar hvenær orðtök, orðatiltæki og aðrir frasar þykja mikilvæg fýrir nemand- ann. Orðaforði eða orðasafn (e. lexis) er skilgreint mun víðar í stefnu Michaels Lewis sem hann nefnir „The Lexical App- roach“ eða orðasafnsaðferðina. Þessi stefna gengur þvert á hefðbundna skiptingu tungumáls í málfræði og orðaforða en ht- ur þess í stað á tungumálið sem merking- arbæra búta sem raðað er saman í sam- felldan texta. Lewis nefnir fjóra megin- flokka búta. Það eru í fýrsta lagi einstök orð samkvæmt hefðbundinni skilgrein- ingu á orðaforða. I öðru lagi eru það orðasambönd (e. to catch the bus, a bro- ken home), í þriðja lagi algengir frasar (e. good morning, no thank you, can you teh me the way to...?) og að lokum laustengdari frasar (e. that’s not my fault, nice to see you, there are broadly speaking two ways of.. .(7-11)). Það er ljóst að bút- ar, eins og Lewis skilgreinir þá hér, eru eðlilegur hluti ahra tungumála. Þeir end- urspegla það mynstur sem orðin raða sér í og sem að lokum myndar tungumálið í heild. Orðasambönd, algengir og laustengdir frasar eru mikið notuð og það ætti því einungis að vera nemendum tfl hægðarauka að læra þá í heilu lagi frekar en að þurfa að komast að því smám sam- an hvernig venja er að taka til orða á því máli sem verið er að læra. Slík grundvaUarbreyting á afstöðunni til eðlis tungumála sem orðaforðastefnan er getur kaUað á miklar breytingar í kennslu ef henni er fýlgt út í ystu æsar. Lewis gerir sér grein fýrir þessu og bend- ir á að það sé möguleiki að aðlaga hefð- bundna orðaforðakennslu að víðari skfl- greiningu orðaforðans (13). Það mætti til dæmis útfæra þetta á orðaveggnum með því að setja upp dálk með orðasambönd- um þar sem sama orðið kernur aUtaf fýrir, eða orðum og orðasamböndum sem not- uð eru yfir sömu athöfnina. Megineinkenni orðasafnsstefnunnar er að hún telur samskipti vera kjarna tungu- mála og tungumálakennslu. Þetta verður til þess að áherslan er lögð á það sem fýrst og fremst tjáir merkingu, þ.e. orðaforðann (14). Samkvæmt Nattinger og DeCarrico er mikið af því máli sem við notum í sam- skiptum einmitt fýrirfram ákveðnir bútar líkt og Lewis hefur bent á. Ef nemandinn lærir slíka búta geri það honurn kleift að nota orðasambönd sem hann gæti annars ekki búið til og ætti þetta að ýta undir áhuga og auka færni. Bútar sem eru not- aðir í ákveðnu félagslegu samhengi ættu auk þess að sitja vel í minni. A seinni stig- um náms er svo hægt að greina þessa búta og mynda ný mynstur þannig að nemand- inn skilji setningagerð tungumálsins betur (114). Það er því nemandanum í hag að útvíkka skflgreiningu orðaforðans og líta á tungumálið sem merkingarbæra og oft á tíðum staðlaða búta fremur en fýrst og fremst stök orð.

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.