Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 7
Gagngerar orðaforðaæfingar
Með markvissum orðaforðaæfingum get-
ur kennarinn haft nokkur áhrif á máltöku
nemenda sinna. Gairns og Redman hafa
bent á að markvissar orðaforðaæfingar séu
eina uppspretta orðaforða innan kennslu-
stofunnar sem kennarinn hefur fulla stjórn
á. Aðrar uppsprettur eru námsbækurnar
og æfingar tengdar þeim, aukaefni sem
skólinn eða kennarinn hafa valið s.s. text-
ar, vídeóspólur o.fi. og ný orð sem nem-
endur koma með, einkum út frá spurn-
ingum sínum og villum. Markvissar orða-
forðaæfingar eru eina úrræðið sem kenn-
arinn ræður einn yfir, þó hann geti vissu-
lega haft einhver áhrif á hina þættina. I
ljósi þessa eru slíkar æfingar tæki sem
kennarinn getur notað til að hafa áhrif á
framvindu námsins.
Lítum á nokkur dæmi um orðaforða-
æfingar. Nattinger og DeCarrico leggja til
að nemendum séu kenndir utan að bútar
eins og t.d. „I’m sorry.“ Bútar sem þessir
búa yfir „glufum“ þar sem hægt er að
bæta orðum inn í svo að úr verði t.d. „I’m
very sorry about it.“ Markmiðið er að
nemendur verði færir um að búa til hlið-
stæða frasa sjálfir. (Þetta er það sem átt er
við með því að kenna búta fyrst og greina
þá svo á seinni stigum námsins.) Einnig er
mikilvægt að hafa tilgang orðræðunnar í
huga. Ef verið er að votta samúð vegna lít-
ilsháttar atviks, eins og t.d. að einhver hafi
týnt bókinni sinni, segir maður bara „I’m
sorry“, en „I’m sorry to hear it“ væri not-
að í tilfellum þar sem eitthvað alvarlegra
væri á ferðinni (116—118). Þarna haldast
því í hendur form og innihald eða setn-
ingagerð og merking. Félagslegt samhengi
skiptir þarna miklu máli varðandi merk-
ingu og hefur áhrif á setningagerð. Við
þetta hlýtur málanámið aukna vídd sem
ekki fæst með því að læra stök orð.
Orðaveggurinn er í sjálfu sér ein stór
orðaforðaæfmg sem beinist að því að
hraða máltöku nemenda með því að
kenna þeim einstök orð. Það er tímafrekt
að læra orð af því að sjá þau oft í mismun-
andi samhengi og orðaveggnum er ætlað
að flýta því ferli. Lykilatriði við val á orð-
um til að setja á veggina er þess vegna að
velja orð sem nemendur hafa áður séð í
samhengi (Eyraud et al., 3). Megintilgang-
ur orðaveggsins er þess vegna að festa ein-
stök orð í minni.
Aðferðir til sjálfsnáms
Þó að markvissar orðaforðaæfingar séu
vissulega mikilvægar er jafnvel enn mikil-
vægara að kenna nemendum aðferðir til
sjálfsnáms svo þeir geti upp á eigin spýtur
beitt markvissum aðferðum við að tileinka
sér orðaforða. Lewis nefnir sérstaklega að
kenna nemendum aðferðir við að giska á
merkingu út frá samhengi, aðstæðum eða
vísbendingum í orðunum sjálfum (47).
Athyglisvert dæmi um það síðastnefnda er
færni barna til að tileinka sér orðaforðann
í bókunum um Harry Potter eins og
henni er lýst í grein eftir Nilsen og Nilsen.
Þau bera árangur barna við að skilja þau
fjölmörgu nýju orð sem birtast í þessum
bókum saman við tregðu fullorðinna við
að tileinka sér orðaforða tengdan Afganist-
an og hryðjuverkasamtökum í kjölfar
árásarinnar 11. september 2001. Þau segja
muninn liggja í vísbendingum innan nýju
orðanna í Harry Potter. Orðin eru mynd-
uð úr kunnuglegum orðhlutum sem einn-
ig gefa vísbendingar um merkingu. Les-
endur þekkja því framburð orðhlutanna
og eru færir um að giska á merkingu sam-
setta orðsins út frá merkingu einstakra
orðhluta þess. Þau leggja til að þessi eigin-
leiki sé nýttur í kennslu og nefna sem
dæmi morfemið „arm“ á ensku. Orðið
eitt og sér þýðir handleggur og kemur fyr-
ir í fjölda samsettra orða og orðasam-
banda. Merking þess hefur þróast yfir í að
eiga við framlengingu á handlegg í formi
byssna eða fallbyssna (e. firearms) og í
framhaldi af því yfir í vopn almennt. Orð-
ið „unarmed“ þýðir því ekki handleggja-
laus heldur óvopnaður. Ef nemendur fá
að kynnast einu morfemi á þennan hátt
ættu þeir að geta yfirfært aðferðina yfir á
önnur morfem. Það er því ekki síður
mikilvægt að kenna nemendum að nýta
sér vísbendingar sem orðin sjálf fela í sér
en að nýta sér það samhengi sem þau
birtast í.
Önnur aðferð sem ýtir undir sjálfstæði
nemandans er að halda til haga í sérstakri
glósubók því sem hann hefur lært. Lewis
segir að slík bók eigi að vera persónulegt
hjálpartæki nemenda þannig að hver bók
Orðin eru
mynduð úr
kunnuglegum
orðhlutum sem
einnig gefa vís-
bendingar um
merkingu. Les-
endur þekkja því
framburð orð-
hlutanna og eru
færir um að
giska á merk-
ingu samsetta
orðsins út frá
merkingu ein-
stakra orðhluta
þess.
7