Málfríður - 15.05.2003, Side 12

Málfríður - 15.05.2003, Side 12
Það skiptir miklu að hlutfall milli þekktra orða og nýrra sé hæfilegt. Það er talið að til þess að geta nýtt sér samhengi texta til að giska á merkingu orða þurfi hlutfallið að vera eitt nýtt orð á móti 24 sem lesandinn skilur. 12 er nýtt orð og lesandinn stoppar við það eða fer strax í orðabók, er hann btiinn að glata tækifærinu til að láta framhald textans vinna með sér. Þegar textar eru skoðaðir kemur í ljós að þar er mikið um vísbendingar af þessu tagi þar sem orð eru skilgreind eða útskýrð nánar. • Kerfisorð og orðasambönd sem þjóna þeim tilgangi að tengja saman, marka skil í texta og skapa rökrétt samhengi fela oft í sér vísbendingar. A ensku má sem dæmi nefna ,,but“, „however“, „in short“, „such as“, „furthermore“, „in other words“ svo aðeins fáein séu nefnd. Það er mikilvægt að draga at- hyglina að þessum orðum sem ekki bera í sér merkingu sem slík, heldur stuðla að því að texti verði heildstæður og rök- réttur.Textar fýrir byrjendur eru tiltölu- lega einfaldir að allri samsetningu en eftir því sem ofar dregur í tungumála- námi verði meiri þörf á að gera sér grein fyrir þessum þáttum tungumálsins. • Stundum eru engar af ofangreindum vísbendingum fyrir hendi. Þá er það oft hið víðara samhengi sem getur komið okkur á sporið. Þar kemur til kastanna almenn þekking og reynsla, ekki síst þekking á efni textans sem um ræðir. • Enn má nefna að vísbendingar er einnig að fmna í orðunum sjálfum og bygg- ingu þeirra. Forskeyti og viðskeyti geta gefið vísbendingar, einkum þó forskeyt- in. Dæmi úr ensku: ,,cooperate“, „com- pose“, „connect“, „collect“, „corre- spond“. Forskeytið ber í sér merkinguna „saman“ og ef lesandinn veit það getur það hjálpað. I textum sem við lesum dags daglega er mikið af vísbendingum af ýmsu tagi. Þeir sem eru góðir í lestri nýta sér þessar vís- bendingar ósjálfrátt og án þess að gefa því sérstaklega gaum. Öðru máli gegnir urn ungmenni sem eru að þreifa sig áfram í lestri á erlendu máli. Það er ekki einu sinni hægt að ganga að því vísu að þau hafi tileinkað sér góðar lestrarvenjur á móðurmálinu. Þá skiptir máli að vísbend- ingin sé sem næst orðinu sem ráða þarf í. Einnig skiptir miklu máli að vísbendingar séu fleiri en ein. Það hjálpar ef um er að ræða skyld tungumál þar sem rnikið er af samstofna orðum. Þannig er til dæmis danskur orðaforði oft gagnsær fyrir okkur Islendinga þegar við lesum dönsku, og þess vegna er mikilvægt að virkja það í dönskukennslu. Enska er líka það skyld ís- lenskunni að það ætti að vera hægt að gera út á þann skyldleika þó að það blasi ekki eins vel við og í dönskunni. Sama gildir um þýsku. Með aukinni þjálfun verður lesandinn stöðugt fljótari að sjá merkinguna og sam- hengið. Það hefur verið bent á að með mikilli og reglulegri þjálfun megi komast langt í því að koma nemendum vel áfram í að giska af kunnáttu. Fraser (1999) komst að því í rannsókn sem hún gerði meðal nemenda sem voru á millistigi í ensku (intermediate) að þjálfun í að álykta út frá samhengi skilaði sér í auknum orðaforða og betri lesskilningi. I stað þess að annað- hvort ganga ffamhjá orðum eða fletta þeim strax upp í orðabók, fóru nemendur í æ ríkara mæli að nýta samhengi til að giska á merkingu orða. Paran (1996) hefur bent á að ekki sé ráðlegt að láta nemendur beita ágiskunum eða merkingarúrvinnslu (top-down processing) of mikið. Það geti leitt til þess að lesskilningurinn verði gloppóttur og nemendur venjist á að giska út í bláinn. Það verði ekki síður að vinna með orðin sjálf og umskráningu (bottom-up process- ing). Ef lestrarfærni og orðaforði eru ekki upp á marga fiska getur hæfileiki til að giska og nýta sér samhengi engu bjargað. Þessi gagnrýni á rétt á sér að vissu marki og sú hætta er fýrir hendi að nem- endur fari að giska án þess að huga í al- vöru að samhenginu, en það er þá í valdi kennarans að halda þannig á málum að slíkt verði ekki að vana. Það þurfa ýmis skilyrði að vera fyrir hendi til þess að kunnáttan í að giska fái notið sín. I fýrsta lagi þurfa textar að vera við hæfi hvað þyngd varðar. Það skiptir miklu að hlutfall milli þekktra orða og nýrra sé hæfilegt. Það er talið að til þess að geta nýtt sér samhengi texta til að giska á merkingu orða þurfi hlutfalhð að vera eitt nýtt orð á móti 24 sem lesandinn skilur (Nation, 2001). Það þýðir að u. þ. b. 95% orða í texta þurfa að vera kunn lesandanum. Ef nriðað er við venjulega kennslubókarsíðu væru þetta u.þ.b. 20 orð á síðu. Nation

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.