Málfríður - 15.05.2003, Síða 19

Málfríður - 15.05.2003, Síða 19
Gamalt vín á gömlum og nýjum belgjum Undanfarin ár hefur mikið borið á þeirri umræðu að kennarar ættu að taka tölvu- tæknina í sína þjónustu í kennslustundum. Kennurum hefur verið boðið upp á ýmis námskeið og innan skólanna hefur margt breyst, nú eru til sérstakar tölvustofur og kennarar sem ýta þungum tölvuvögnum á undan sér í frímínútum verða æ algengari sjón. Fáir efast um að tölvurnar auki fjöl- breytni í kennslu og nreð margs konar kennsluforritum verður námið meira lif- andi og jafnvel skilvirkara en fýrr. Þó meg- um við ekki gleyma hvernig kennt var áður, því þölbreytni er það sem nemend- ur óska helst eftir og kennarar vita að vilji þeir halda athygli nemenda er best að bjóða upp á mismunandi kennsluaðferðir. Hér á eftir langar mig að segja annars veg- ar frá því hvernig netið hefur nýst mér í kennslu og svo hins vegar hvernig einfald- ari og ódýrari tæki gagnast einnig. Eg hef, eins og svo margir aðrir, reynt að nýta mér aðgengi nemenda að tölvum til að auka á fjölbreytruna með þokkaleg- um árangri. I síðasta kafla frönskukennslubókar- innar Café Créme i sem kenndur er í upp- hafi FRA403, er nokkurs konar glæpasaga og er hún notuð til að nfja upp hvernig segja eigi sögu. Einnig er þar riþaður upp munurinn á „passé composé“ og „impar- fait“ (tvær mismunandi þátíðir). Að auki er fjallað um persónu- og staðarlýsingar. Ég hafði einu sinni kennt þessa sögu á „hefðbundinn hátt“ og þótti það ágætt en eins og kennarar vita, langar mann alltaf að gera hlutina öðru vísi, reyna eitthvað nýtt. Áður en ég kenndi söguna í annað sinn, rakst ég á vef sem heitir: http://www.pol- arfle.ff Á þessum vef fann ég ýmislegt sem gat leitt mig áfram við að kenna glæpasögur og notað til þess tölvur.Vefurinn er þannig upp byggður að í byrjun er sagt frá glæp sem framinn er. Síðan eru hinir grunuðu kynntir og yfirheyrslur settar á svið. Að lokum eiga nemendur að finna út hver hinn seki er. Ef hljóðkort eru í tölvunum geta nemendur að auki hlustað á söguna. I tengslum við söguna eru skemmtileg verkefni og geta nemendur valið sér þyngdarstig. Á polafle.fr geta nemendur riþað upp sagnir, spurnarform eða persónulýsingar um leið og þeir skemmta sér yfir glæpa- sögunni og pæla í hver sé hinn seki. Þegar nemendur eru búnir að kynna sér orðaforða sem notaður er í sakamála- sögum, eru þeir tilbúnir til að skrifa sína eigin sögu. Þeir vinna þá í hópum, ákveða eitthvað „plott“ og lýsa síðan persónunum og að- stæðunum. Oftast myndast góð stemning í hópunum, nemendurnir vinna vel, leið- rétta hver hjá öðrum og hugsa upp hinar ótrúlegustu sögur. Þegar þeir telja sig vera búna, skila þeir nrér afrakstrinum í tölvu- pósti sem ég síðan geri athugasemdir við og læt þau breyta til betri vegar og leið- rétta villur. I lok áfangans lesa þau svo upp sína sögu og þurfa þá að vanda framburð- inn. Á síðustu önn tóku tveir strákar sig m.a. til og sömdu leikrit upp úr „Les tro- is Mousquetaires“ (Skytturnar þrjár) á einfaldri slangurfrönsku og léku það fyrir hópinn. Og ekki nóg með það, að auki höfðu þeir samið lítið lag sem þeir fluttu í lokin! Krökkunum flnnst skemmtilegt að verkefni þeirra séu gerð sýnileg. Því hef ég sagt þeim í upphafi verkefnavinnunnar að bestu sögurnar verði settar inn á vef MH. Það hvetur þau til að vanda sig og leggja enn meiri vinnu í verkefnið. Það er ekki á hverjum degi sem mað- ur dettur niður á vef sem er eins sniðinn að áfanga og polafle.fr, en úr því að ég fann hann fannst mér alveg tilvalið að nota hann. Afrakstur verkefnisins getið þið svo séð á eftir farandi slóð : http: //www. mh. is /~siag/verkefni. htm Ekki þurfum við þó afltaf tölvur til að fá nemendur til að vinna vel saman í hóp eða einir. Stundum langar mann að ljúka tínran- um á einhvequ nýju eða að brjóta upp tímann áður en nýtt atriði er tekið fýrir. Þá er gott að geta gripið í leiki sem taka frekar stutta stund og hressa nemendur SigríðurAnna Guðbrandsdóttir.

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.