Málfríður - 15.05.2003, Side 23
Expolangues 2003
Expolangues, ein öflugasta tungumálasýn-
ing sinnar tegundar var haldin í 21. skipti
á Grande Halle de laVillette í París dagana
29., 30., 31. janúar og 1. febrúar (sjá
www.expolangues2003.com). Um það bil
150 sýningarbásar voru dreifðir um
geysistóran sabnn þar sem kynnt voru
rúmlega 50 tungumál. Tungumálaskólar
kynntu námskeið og dvöl í viðkomandi
landi með litríkum lokkandi bæklingum,
útgefendur sýndu íjölbreytt kennsluefni í
tungumálum, margmiðlunar- og tölvu-
fyrirtæki kynntu helstu tækninýjungar í
tungumálakennslu, þýðenda- og túlka-
skólar kynntu námið, starfið, tækni og tól
til þýðinga og túlkunar svo bara fátt eitt sé
nefnt. Fjöldi áhugaverðra og fræðandi fyr-
irlestra var á dagskrá alla sýningardagana.
Gestum var boðið uppá örnámskeið í
ýmsum tungumálum auk þess sem þeir
gátu kannað tungumálafærni sína með því
að gangast undir munnleg og skrifleg
stöðupróf í ensku, frönsku, ítölsku, spæn-
sku og þýsku. Söngur, dans, upplestur og
leikuppfærslur frá mismunandi málsvæð-
um gáfu tungumálunum menningarlega
vídd enda mynda tungumál og menning
órofa heild.
Af rúmlega 50 tungumálum sem kynnt
voru á sýningunni, voru enskan, franskan
og spænskan fyrirferðra mest. Spánvcrjar
voru með kraftmikla og skemmtilega
kynningu á tungumálaskólum víða um
Spán. Auk þess kynntu þeir Cervantes
stofnunina og nokkra háskóla, þeirra á
meðal Universitat Autonoma de
Barcelona og Universitat de Alcala.
Kennsluefni í ensku var viðamikið og fjöl-
breytilegt. Einkum var lögð áhersla á
vandað og skemmtilegt kennsluefni fyrir
börn. A þeim fyrirlestrum sem ég sótti
voru allir sammála um mikilvægi þess að
hefja tungumálakennslu strax á barnsaldri.
Þar sem tungumálakennarar hafa ekki
hlotið sértæka menntun til að kenna ung-
um börnum brá Le Centre International
d’Etudes Pédagogiques í Frakklandi á það
ráð að setja upp kennsluvef þar sem
kennarar eru leiddir áfiram skref fyrir skref
bæði hvað varðar aðferðafræði og
kennsluefni fýrir ung börn. A vefnum geta
kennarar einnig skipst á skoðunum, upp-
lýsingum, aðferðum og hugmyndum.
Starf þýðenda og túlka var í brennid-
epli á Expolangues sýningunni. I fyrirlestr-
um kom fram hversu mikilvægt starf þeir-
ra er, ekki bara í alþjóðlegum samskiptum,
heldur ekki síst innan fýrirtækja jafnt stór-
ra sem smárra. Góðir þýðendur hafa auk
þess um aldaraðir opnað fólki leið inn í
nýja og framandi menningarheima.
Það var áberandi í öllum þeim fyrir-
lestrum sem ég sótti hversu rík áhersla var
lögð á fjöltyngda Evrópu. Það yrði að
sporna gegn því að hún þróaðist upp í eitt
málsvæði þar sem enskan yrði ríkjandi
tungumál. Ofl þessi mismunandi tungumál
eru auður og menningararfleifð sem ekki
má glatast. Því er mikilvægt að halda áfram
að vinna að því að Evrópubúar læri og
hafi vald á a.m.k. tveim erlendum tungu-
málum. Það er alkunna að tungumál opna
dyr að menningarlegri auðlegð þjóðanna,
hjarta þeirra og sál. Tungumálakunnátta
eykur skilning manna á mifli og samkennd
meðal fólks af ólíkum uppruna.
Jérunn Tómasdóttir,
frönskukennari
Jórunn Tómasdóttir
23