Málfríður - 15.05.2003, Side 26
Fréttir af Undralandi í Graz
— vinnustofa um
Margrét Helga Hjartardóttir
stöðu tungumálakennara. í Evrópu
Kynning og aðdragandi
Dagana 3.-8. febrúar sl. var haldin fyrsta
vinnustofa ársins 2003 hjá Tungumála-
miðstöðinni í Graz (The European
Centre of Modern Languages). Var hún
hluti af stærra verkefni sem hleypt var af
stokkunum árið 2001 og kallast „Staða
tungumálakennara“ (nánar tiltekið
„Project 2.1.1.—The Status ofLanguage
Educators“). Þarna mættust 29 þátttak-
endur frá 28 löndum og var undirrituð
fulltrúi íslenskra tungumálakennara. Leið-
beinendur voru fjórir: Péter Radaí frá
Ungverjalandi (sem var aðalstjórnandi),
Gabriela Matei frá Rúmeníu, Merdeces
Bernaus frá Spáni og Derk Sassen frá
Hollandi. Unnið var á ensku og frönsku.
Upphaf verkefnisins má rekja til mál-
stofu sem haldin var í Graz í júní 2000 þar
sem rætt var um nauðsynlegar breytingar á
menntun kennara. Þar kom m.a. fram rík
þörf á að bæta stöðu tungumálakennara og
vellíðan í starfi víðs vegar í Evrópu og var
ákveðið að efna til verkefnis með það há-
leita markmið að vinna að umbótum í
þessa átt.
Fyrsti hluti verkefnisins var að mestu
unninn á Netinu, aðallega á heimasíðu
Tungumálamiðstöðvarinnar (ecml.at). Þar
voru sett í gang tvö verkefni, „kennari vik-
unnar“ (TÖW) og umræðusíða um tungu-
málakennslu („discussion forum“). Þarna
gátu kennarar tjáð sig um ýmsar hliðar
starfs síns og kom margt fróðlegt í ljós. Sem
dæmi um jákvæða þætti má nefna að áber-
andi var að kennarar sögðu að samstarfið
við nemendur væri mjög gefandi (m.a.
vegna þess að allir gefa og þiggja, sbr.: „Eg
læri alltaf eitthvað nýtt af nemendum mín-
um“), að starfið væri skapandi og gæfi gott
tækifæri til að kynnast öðrum menningar-
heimum. Lág laun, slakt almenningsálit
(„allir geta kennt tungumál!“), skortur á
tækifærum til endurmenntunar og í mörg-
um tilvikum, sú þunga þraut að vekja og
viðhalda áhuga nemenda, komu efst á blað
í neikvæða dálkinum. Umræðurnar urðu
þó ekki eins lifandi og forráðamenn höfðu
vonað, en það var m.a. vegna tæknilegra
örðugleika og skorti á kynningu. Utkom-
una má enn skoða á heimasíðunni (a.m.k.
þegar þetta er ritað).
Annar hluti verkefhisins var vinnustofa
í Graz í desember 2001 þar sem saman
komu 25 þátttakendur frá 24 löndum. Að-
alverkefni þessarar samkundu var að legg-
ja fyrstu drög að svokölluðu „Undralandi
tungumálakennara“ („Language Teachers’
Wonderland“, sbr. umfjöllun hér síðar).
Enginn fulltrúi var frá Islandi á þessum
viðburði, reyndar komu bara 5 þátttak-
endanna aftur til Graz nú í febrúar þar sem
þriðji og síðasti hluti verkefnisins fór fram
(ef frá er talin lokaskýrsla sem væntanleg
er haustið 2003).
Það var því nýr, ferskur og spenntur
hópur kennara sem hittist að morgni 3.
febrúar í vel búnum umræðusal Tungu-
málamiðstöðvarinnar. Enginn vissi al-
mennilega á hveiju hann átti von en meg-
inmarkmið næstu fimm daga voru eftir-
farandi:
• að kynna þátttakendum betur það sem
komið hafði út úr verkefninu „The
Status of Language Educators“ fram að
þessu (TOW, umræðusíðan, Undraland-
ið...)
• þróa áfram fyrri niðurstöður (einkum
Undralandið) og leita leiða til að nýta
þær til að bæta stöðu tungumálakennara
• gefa yfirsýn yfir nýjustu hugmyndir um
tungumálakennslu og hvernig þær
munu geta haft áhrif á stöðu þeirra
• þjálfa þátttakendur í miðlun þess sem
fram átti að fara þegar heim væri kom-
ið, þ.e. gera þá að málsvörum bættrar
stöðu tungumálakennara í heimahögum
• leggja drög að einhvers konar aðgerðaá-
ætlun eða áskorun til að stuðla að bættri
stöðu tungumálakennara, bæði í hvequ
landi fýrir sig og á alþjóðlegum vettvangi.
Hvað ber nánasta framtíð tungu-
málakennara í skauti sér?
Til að átta okkur á hvar við vorum, hvar
við erum og hvert við tungumálakennar-