Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 28

Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 28
Ég held að það sé óhætt að segja að allir þátttakendur hafi skemmt sér prýðilega við að útbúa sannkall- aða draumaver- öld tungumála- kennara, a.m.k. urðu umræð- urnar mjög fjörugar! 28 löndum hvort tungumálakennarar upplifa sig sem undirokaðan og vanmetinn hóp eða ekki og hvort þeir eiga við mörg stór vandamál að etja í daglegu starfi. Það seg- ir sig t.d. sjálft að ýmsar ytri aðstæður eru gjörólíkar í löndum Austur- og Vestur- Evrópu. Sumt virtist þó svo til alþjóðlegt: Oánægja með laun (í mismiklum mæli þó), of mikið vinnuálag, of stórir nemendahópar, skortur á áhuga hjá nem- endum, agaleysi, og síðast en ekki síst, skilningsleysi yfirvalda og þjóðfélagsins á störfum tungumálakennara (og kennara almennt). Undantekningalaust sáu allir ýmislegt í sínu landi sem betur mætti fara.2 Ég held að það sé því óhætt að segja að allir þátttakendur hafi skemmt sér prýði- lega við að útbúa sannkallaða draumaver- öld tungumálakennara, a.m.k. urðu um- ræðurnar mjög fjörugar! Eins og fýrr sagði unnum við út frá plaggi sem útbúið var í vinnustofu í desember 2001 og höfðum við öll kynnt okkur það áður en til Graz var komið. Því var skipt í sjö þætti, en þeir eru: Starfsaðstæður tungumálakennara, af- staða nemenda til tungumálakennara og - náms, afstaða annars skólafólks til tungu- málakennara, möguleikar til starfsþróunar (símenntun o.s.frv.), afstaða þjóðfélagsins (foreldra, yfirvalda, fjölmiðla o.s.frv.) til tungumálakennara, það sem þjóðfélagið gerir fyrir tungumálakennara og það sem tungumálakennarar gera fýrir þjóðfélagið. Að mati flestra var Undraland ársins 2001 í mörgurn tilvikum of draumóra- kennt og því var tekin sú afstaða að leitast við að færa það nær raunveruleikanum án þess að glata hóflegri bjartsýni, ef svo má að orði komast. Þetta þótti ráðlegt þar sem 2 Þess má geta að töluverður tími fór í að ræða hvort staða okkar sé verri en kennara yfirleitt og hvort rétt sé að einangra umræðu um stöðu tungumálakennara frá öðrum kennarahópum. Ekkert lokasvar fékkst við þeirri spurningu en virtust flestir sammála um að við tungumálakenn- arar eigum ótal margt sameiginlegt innan okkar hóps í alþjóðlegu tilliti (í þessu tilviki evrópsku tilliti), jafnvel meira en með öðrum kennurum í heimahögum (t.d. það að vera boðberar annarra menningarsvæða, geta fjallað næstum um hvað sem er í kennslunni — t.d. með lestri texta um hin ólíkustu málefni — og þjálfa markvisst sam- skiptahæfni nemendaj.Við eigum líka í mörgum löndum ffekar undir högg að sækja en kennarar í „hagnýtari" greinum, s.s. raungreinum. til stendur að fínpússa lýsingu Undra- landsins enn frekar á yfirstandandi ári og nýta það til að benda á raunhæfar leiðir til úrbóta fýrir tungumálakennara. Þátttakendum vinnustofunnar var skipt upp í fjóra hópa (tvo frönskumælandi og tvo enskumælandi) og gerðu þeir hver sína breytingatillögu á Undralandinu. Ekki vannst tími til að sameina allar hugmynd- irnar og búa til eina lokaútgáfu svo of snemmt er að kynna Undralandið til hlít- ar þegar þetta er ritað. Hér skal þó nefna nokkur „ófinpússuð“ dæmi um þá draumaveröld sem kannski bíður okkar í framtíðinni. Það er svo hollt og gott að láta sig dreyma...: • Tungumálakennarar fá góð samkeppnis- hæf laun. • Kennsluskylda er 10—15 stundir á viku og nemendahópar smáir (12—16 nem- endur). • Kennsla fer fram í afar vel útbúnum kennslustofum. • Tungumálakennarar hafa aðgang að vel útbúinni tungumálaupplýsingamiðstöð, hver í sínum skóla, þar sem öll nútíma- tækni er nýtt til hins ýtrasta. • Nemendur telja tungumálanám sitt afar gagnlegt, bæði til skemmri og lengri tíma litið. • Nemendur eru alltaf (allavega næstum því...) áhugasamir, opnir fýrir ólíkum kennsluaðferðum og sýna það í verki. • Tungumálakennarar eru virtir af sam- starfsfólki sínu. • Allir sem starfa að skólamálum skilja að tungumálanám er mikilvægt og að tungumálakennarar stuðla m.a. að því að efla samskiptahæfiii nemenda almennt. • Tungumálakennurum er gert auðvelt að sinna endurmenntun, m.a. með náms- ferðum til landa þar sem kennslumálið er talað (hér er gert ráð fýrir að forfalla- kennsla sé fáanleg hvenær sem er). • Tungumálakennarar taka virkan þátt í rannsóknastarfi og þróunarverkefnum. • Tungumálakennarar njóta virðingar yf- irvalda sem bera ávallt undir þá allar breytingar á starfi þeirra áður en þeim er hrint í framkvæmd. • Fjölmiðlar gefa jákvæða ímynd af tungumálakennurum og sérþekkingu þeirra og bjóða þeim reglulega að ræða kennslutengd mál.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.