Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 31
Tilkynningar ★ Tilkynningar ★ Tilkynningar Auglýst eftir umsóknum vegna starfs- áætlunar Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz 2004-2007 Tungumálamiðstöðin í Graz (European Centre for Modern Languages) er stofnun á vegum Evrópuráðsins. Island er eitt 33 aðildarlanda. Hlutverk stofnunarinnar er að efla og styðja við nám og kennslu í tungumálum í Evrópu. Starfsemin felst m.a. í skipulagningu námskeiða/vinnustofa. Einnig er á vegum stofnunarinnar unnið að margvíslegum þróunar- og rannsókn- arverkefnum á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu, oft í tengslum við vinnustofur/námskeið. Jafnframt fer fram talsverð útgáfustarfsemi á vegum tungu- málamiðstöðvarinnar. Aðildarlönd geta almennt sent einn þátttakanda á hvert námskeið (vinnustofu) sér að kostnaðar- lausu. Starfsemi Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz byggir á fjögurra ára starfsáætlunum og er núverandi áætlun gerð fyrir árin 2000-2003. Undirbúningur að næstu fjögurra ára áætlun fyrir árin 2004—2007 hófst þegar á síðasta ári. Stofnunin hefur nú formlega auglýst eftir umsóknum að verkefnum í nýju áætlunina en þema hennar er: Languages for social cohesion. Language education in a multilingual and multicultural Europe. Aherslusvið eru þqú: vitundarvakning, þjálfun og rannsóknir og þróun. Umsóknarfrestur er til 30. iúní 2003. Fyrrnefnda auglýsingu er að finna á vefsíðu Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz. Slóðin er: www.ecml.at. Einnig er bent á slóðina http://help.ecml.at þar sem finna má frekari upplýsingar og aðstoð við gerð umsókna. Einnig hefur verið komið upp umræðuvettvangi: http://www.ecml.at/interactive/2MTP_f orum.asp til að stuðla að alþjóðlegu sam- starfi. Þar gefst t.d. möguleiki á að leita eftir samstarfsaðilum um verkefni. Aug- lýsinguna má einnig nálgast á ensku á vef menntamálaráðuneytisins (menntamala- raduneyti.is). Þar er einnig að finna upplýsingar á íslensku urn undirbúning, frágang og skil umsókna. I auglýsingu Tungumálamiðstöðvar- innar er m.a. að finna upplýsingar um: Hlutverk stofnunarinnar og starfsemi. Aherslur og inntak starfseminnar á tíma- bilinu 2004-2007. Tegund verkefna og dæmi um verkefni. Heimasíða STÍL Nýja heimasíðu STÍL er að finna á slóð- inni www.stil.is Síðan er enn í vinnslu. Sumarnámskeið STÍL í ágúst Að þessu sinni verður fjallað um tölvu- notkun í tungumálakennslu, þ.e. net- notkun sem og helstu aðferðir og forrit sem notuð eru við kennslu tungumála í dag. Þetta er 28 tíma námskeið sem kennt verður dagana 11.-14. ágúst, kl. 9-16. Hámark fjölda þátttakenda miðast við 30 manns. Umsóknarfrestur er 1. júní. Skrán- ing fer fram hjá Endurmenntunarstofnun. 31

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.