Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 2
VÍÐFÖRLI
Skálholtsútgáfan,
útgáfufélag Þjóðkirkjunnar
RITSTJÓRAR:
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
og Jón Ragnarsson
Biskupsstofu,
sími 621500
UMBROT OG HÖNNUN:
Nýr Dagur hf
PRENTUN OG BÓKBAND:
G. Ben. prentstofa hf.
Meðal efnis:
Biskup skrifar
bls. 2
Frá Hjálparstofnun
bls. 3
Hvað á ég að vera virkur?
eftir sr. Baldur Kristjánsson
bls. 6
Nýbakaðir prestar
bls. 7
Kirkjustarf aldraðra
bis. 8 - 10
Helgra Guðs barna legstaðir
viðtal við Aðalstein
Steindórsson
bls. 12
Alþjóðlegt ráðstefnusumar
bls. 16
Safnaðaruppbygging
bls. 18
Hjálparstarf í fyrrum
Jugoslavíu
bls. 24
Börnin sem brosa í síödegissól á
forsíöu Víðförla minna okkur á aö
haustiö er komiö og skólar byrjaöir.
Og með skólanum byrjar sunnudaga-
skólinn og annað barnastarf í kirkj-
unni.
BISKUPINN SKRIFAR
FJÖLMIÐLAVALD OG
FJÖLMIÐLAFÁR
Engum kemur á óvart sú forna staðhæfing,
að tímarnir breytist og mennirnir með. Þetta
höfum við sannreynt og þekkjum svo vel,
að fæstum dettur í hug að sporna í alvöru á
móti.
Einhverjar mestu breytingar á liögunt fólks
og þar með á lífi, er fólgið í auknum álirifa-
mætti fjölmiðla. Ekki aðeins á þann hátt, að við
höfum úr fleiru að velja, heldur vegna þeirr-
ar stefnu, að allt sé fréttaefni, ekkert liggi þar
utan við, og sé þess nokkur kosmr að frá-
sögn verði til að auka deilur og vekja úlfúð,
þá beri að gera allt sem unnt er til að ala á
tortryggni og láta öldur rísa það hátt að löður
slettist sem víðast.
Kirkjan fékk lengi vel að vera utan þessa at-
gangs, en sá tími er fyrir þó nokkru að baki.
Fengum við staðfestingu þessa með óvægn-
um hætti í sumar, og hef ég leyft mér að
kalla þessi mál káin fjögur. Mætti þó bæta
því fimmta við, þar sem er kærunefnd jafn-
réttisráðs. Ég ætla mér ekki að tala um aðra
þætti með k-ið í upphafi en kjaramál presta,
þar sem þessi viðleytni til að ala á tortryggni
og efna til hólmgöngu varð mjög áberandi
og skyldi telft frant annars vegar biskupi og
kirkjuráði og hins vegar formanni Prestafé-
lags íslands og stjórn þess. Þykir mér eðli-
legt að nota þessa grein í Víðförla til að skýra
málið.
Á fundi sínum í ágúst sl. samþykkti kirkju-
ráð mótmæh við bráðabirgðalögum, sem sett
voru á úrskurð kjaradóms. Þegar nýtt
frumvarp var lagt fram, sem fól í sér, að
prestar hyrfu undan kjaradómi og stofnuð
skyldi sérstök kjaranefnd til að fjalfa um
málefni jieirra, var leitað til biskups með
skoðun hans á því, sem formaður PÍ hafði
sagt, að þetta stofnaði sambandi ríkis og
kirkju í hættu og mundi hugsanlega leiða til
stofnunar fríkirkju. í tengslum við spurn-
ingu um þetta efni, var síðan spurt um þetta
nýja frumvarp.
Þegar mótmæli við frumvarpinu eins það
hafði verið lagt fram, voru einbeitt, bæði af
hendi formanns PÍ og biskups, leitaði
kirkjumálaráðherra til þeirra beggja með
málamiðlunar hugmyndir sínar, enda hafði
hann miklar áhyggjur af þessu máli.
Kirkjuráð fjallaði m.a. um þetta mál á fundi
sínum 4. september s.l. og taldi, að í beinu
framhaldi af fyrri samþykkt sinni um
bráðabirgðalögin,væri ekld óeðlilegt, þótt
enn yrði fjallað um þetta mál. Kirkjuráð
samþykkti, að furðulegt væri, ef prestar
hyrfu undan kjaradómi án þess nokkurn
tfrnann hefði fengið að reyna á það og mælti
þannig í móti framlögðu frumvarpi. Ef það
yrði aftur á móti að lögum, þá taldi kirkjuráð
það þó snöggtum skárra, að kirkjulegur
aðili tilnefndi einn nefndarmann, heldur en
ljármálaráðherra tilnefndi tvo, og oddamað-
ur kæmi frá Alþingi, og benti á nauðsyn
þess, að orðalagi yrði breytt til að koma í veg
fyrir þá túlkun á frumvarpinu, sem fyrr er
vitnað til varðandi samband ríkisins og
þjóðkirkjunnar.
Þetta henti fréttastofa Ríkisútvarpsins á lofti
með þeim hætti, að mér skilst umfjöllun hafi
verið í það minnsta Ijónim sinnum í helstu
fréttatímum föstudagskvölds og dags, og
þó var sleppt aðalatriðinu, sem var stuðning-
ur við að prestar yrðu áfram undir kjara-
dómi. En sem betur fer komst ég hjá því að
heyra þann söng. En sárt er það ákveðnum
stuðningsmanni Ríkisútvarpsins, að finna sig
knúinn til að endurskoða afstöðu sína til
þeirrar skoðunar forsætisráðherra, að
ástæðulaust sé fyrir ríkið að verja hundruð-
um milljóna til að reka fréttastofu. En
reynslan nú og reyndar fyrr í sumar, vekur
efasemdir um það, að hlutlæg umfjöUun sé
nokkuð betur tryggð hjá ríkisfjölmiðlum en
öðrum.
2
Október 1992 VÍÐFÖRL