Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 9
Framhald af bls 8
starfsmaður ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts-
dæmis fyrir tveimur árum. Síðan hafa verið
stofnaðir stuðningshópar fyrir þær konur sem
vinna við heimsóknarþjónustu sem sjálfboðalið-
ar og haldin námskeið. Starfsmenn öldrunar-
þjónustu kirkjunnar, launaðir og sjálfboðaliðar,
hittast hka mánaðarlega með Sigrúnu til að ræða
starfið og fá stuðning við vinnu sína. “Það er
nauðsynlegt að byggja starfsemina markvisst upp
með menntuðum starfsmönnum,” segir Sigríður.
“Mér fyndist kirkjan mín bregðast mér ef hún
léti mig afskiptalausa þegar ég get ekki lengur
borið rnig eftir því samfélagi sent hún býður.”
STIKLHÐ fl STORU
UM ELLIMRLflRHÐ
þættir úr sögu Ellimálaráös Reykjavíkurprófastsdæma.
Unnið upp úr samantekt Sigríðar Jóhannsdóttur, fv. formanns E.R.
lhmálaráð Reykjavíkur hefur
starfað í tíu ár. Tildrög stofn-
unar voru þau að 1981 var
öllum sóknarnefndum í Reykjavíkurprófasts-
dæmum sent bréf og gert að tilnefna einn fulltrúa
úr hverjum söfnuði í elhmálaráð. Ellimálaráð var
síðan stofnað í janúar 1982 á ári aldraðra og naut
þar áhuga og atorku þáverandi dómprófasts, sr.
Ólafs Skúlasonar og Gísla Sigurbjörnssonar for-
stjóra á Grund. Dómprófastur skipaði fyrstu
stjórnina. í henni sátu Dómhildur Jónsdóttir frá
Hallgrímssókn, Skúh Möller frá Árhæjarsókn og
Sigríður Jóhannsdóttir frá Langholtssókn sem var
vahn formaður. Áii síðar baðst Skúh lausnar og
Áslaug Gísladóttir úr Bústaðasókn kom í hans
stað. Þessar þrjár konur skipuðu stjórn Ellimála-
ráðs en nú skipa fimm manns stjórn.
GísU Sigurbjörnsson forstjóri á Grund gaf í upp-
hafl fjárhæð til öldrunarstarfs og var það meðal
annars nýtt til kennslu. í október 1982 var
haldin fyrsta námsstefnan urn öldrun og safnað-
arþjónustu í Reykjavíkurprófastsdæmi og sóttu
hana um hundrað manns. í kjölfarið fylgdu
fræðslufundir og fleiri námsstefnur þar.
Fimm ára átak í
öldrunarþjónustu
f umræðum á fræðslufundum kom m.a. fram
mikilvægi fræðslu - jafnvel skóla - fyrir þá sem
sinna öldruðum, þörf fyrir launaðan starfsmann í
hverjum söfnuði sem m.a. gæti skipulagt starf
sjálfboðaliða og þörf á bilaþjónustu fyrir aldraða.
Launuðum starfsmönnum sem sinntu öldrunar-
starfi fór fjölgandi.
1984 samþykkti kirkjuþing að gera fimm ára
átak í öldrunarþjónustu kirkjunnar. Öidrunar-
starf fór sífellt vaxandi og er nú margþætt. Þar
rná nefna guðsþjónustur, bænastundir, Biblíu-
lestra, kirkjukaffi, matarfundi, snyrtiþjónustu,
húsvitjanir, aðstoð við að komast í kirkju og að-
hlynningu.
Hjálpa öldruöum að
rækta trúarlíf sitt
Árið 1987 var gerð könnun meðal safnaða um
það hvaða áherslur ættu að vera í starfi meðal
aldraðra og voru sóknarnefndir beðnar að svara
því hvað þær teldu brýnast. Flestir töldu brýn-
ast fy'rir kirkjuna að stuðla að því að aldraðir gætu
ræktoð trúarlíf sitt. Því
bæri að vinna að með
því að hjálpa öldruð-
um við að komast í
guðsþjónustu og með
húsvitjunum. Annað
meginmarkmið öldr-
unarþjónustunnar er
að aldraðir fái haldið
fullri reisn. Að því
skal stefnt með því að
stuðla að andlegri og
hkamlegri velferð
aldraðra með samver-
um og snyrtiþjón-
ustu, nteð því að leita
einangrað og gleymt
fólk uppi og með því
Glæsilegar konur í Gerðubergi
að vera rödd þess til dæmis gagnvart stofnunum
og opinberu kerfi. Þá var lögð áliersla á að leita
samstarfs við þá aðila í samfélaginu sem veita
öldruðum þjónustu.
1989 samþykkti Elhmálaráð að beina því til
dómprófasts að ráðinn yrði leiðbeinandi fyrir
starfsmenn og sjálfboðaliða við öldrunarþjónustu
safnaðanna. Verkefni leiðbeinanda yrði m.a.:
Að standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk, senda
út fréttabréf, vera ráðgefandi fyrir söfnuði og sókn-
Rýnt í orðið
amefndir, gera skrá yflr starfsfólk í kirkjulegri
heimaþjónustu og síðast en ekki síst vinna að
heildarmótun öldrunarþjónustu safnaðanna.
Sigrún Gísladóttir hjúkrunarfræðingur var ráðin í
þetta starf í september 1990.Hún hefur meðal
annars staðið fyrir námskeiðum, fræðslufundum
og samverum fyrir starfsfólk, launað og sjálf-
boðaliða.
Elflmálaráð er tíu ára í ár. Tugaafmæh marka
ævinlega tímamót. Kirkjustarf aldraðra hefur
vaxið og dafnað á þessum tíma. Þeir sem lagt
hafa starflnu lið eru of margir til að hægt sé að
telja þá hér en rétt er að nefna kvenfélög kirkn-
anna sem unnið ltafa ómælt starf og halda víðast
hvar uppi öldrunarstarfinu. Aðrir sjálfboðaliðar
eru fjölmargir og án þeirra væri kirkjustarf aldr-
aðra ekki svo ríkt sem það er.
VÍÐFÖRLI Október 1 992
9