Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 21

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 21
NÝR UMSJÓNARMAÐUR KIRKJUGARÐA Guðmundur Rafn Sigurðsson tók við starfi um- sjónarmanns kirkjugarða hinn 1. júní 1992. Guðmundur er fæddur á Stöðvarfírði 15. ágúst 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1975 og útskrifaðist úr Garð- yrkjuskóla ríkisins, skrúðgarðyrkjubraut, 1978. Guðmundur lauk námi sem landslagsarkitekt frá Landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi 1982 með kirkjugarða sem sérgrein. Lokaverkefni hans nefnist „Kirkegárdene pá Island igjennom árene med et prosjekt eksemple fra Hjarðarholt”. Stundaði nám við Iowa State University í Banda- ríkjunum ávorönn 1992. Guðmundur starfaði við garðyrkju á námsárum bæði hjá einkaaðilum og Reykjavíkurborg. Hann var fastráðinn aðalkennari við skrúðgarð- yrkjubraut Garðyrkjuskóla ríkisins 1982-86 og stundakennari ‘88-'90 samhfiða störfum á eigin teiknistofu. Guðmundur hefur unnið að ýmsum verkefnum á vegum Garðyrkjuskólans m.a. undirbúningi afmælissýningar skólans 1989 og sótt námskeið og ráðstefhur varðandi starfssvið sitt. Guðmundur er kvæntur Gýgju Baldursdóttur myndmenntakennara og eiga þau tvö börn. Víðförli óskar Guðmundi blessunar í starfi. Guðmundur líafn Sigurðsson, umsjónarmaður kirkjugarða FRÁ FRÆÐSLUDEILD Barnastarf - Unglingastarf Nýtt fræ&sluefni fyrir leiðtoga „Leiddu mína fitlu hendi” og „Leið mig þá leið” heita tvö hefti, sem Fræðsludeild kirkjunnar gef- ur út í samvinnu við Útgáfuna Skálholt. „Leiddu mína litlu hendi” er tekið saman af sr. Svavari A. Jónssyni í Ólafsfirði. Það fjallar um ýmis grundvallaratriði kirkjulegrar barna- fræðslu, og börnin sem viðmælendur. Einnig eru skipulagi og starfstilhögun gerð skil og talað um frásagnarmáta, notkun hjálpargagna, börn og hátíðir, börn og bænir, Biblíuna og börnin og fleiri gagnleg atriði íyrir fræðara í sunnudaga- skóla og öðni barnastarfi kirkjunnar. „Leið mig þá leið” er unnið af Hróbjarti Árnasyni, cand. theol., og inniheldur hagnýtar upplýs- ingar íyrir verðandi og starfandi leiðtoga í ung- lingastarfi. Þar er talað um algengusUt starfsform, skipulagningu unglingastarfs og undirbúning, stjórnarstörf, iðju, fundarskipulag, kynningar- starf o.fl. Viðauki með heftinu inniheldur vinnublaða- form, sem ætlað er að auðvelda skipulagningu ungfingastarfs og gera það markvissara. Bæði heftin eru til sölu í Kirkjuhúsinu. FERMINGARFRÆÐSLA: Myndband um messuna „Veislan" er fræðslumyndband um messuna, sem „Myndverk” lt/f hefur unnið í sumar fyr- ir Fræðsludeild kirkjunnar. „Veislan” ber saman messugjörð í kirkju og veislu hjá unglingahópi, og lætur þessa vina- fundi varpa ljósi hvorn á annan. Samfélagið og helgin eru áhersluatriði og fjölmörg kristin og kirkjuleg rninni og tákn eru áberandi í myndinni. „Veislan” er einkar vel falfin til að vekja um- ræður um inntak messunnar og margskonar verkefni liggja beint við út frá efnistökum hennar. Sýningatími er u.þ.b. 16 mínútur. Myndin er gerð með tilstyrk ýmissa kirkju- legra aðila. Höfundur handrits og leikstjóri er Oddur Al- bertsson, skólastjóri. Kirkjuhúsið dreifir myndinni. Kirkjuskjól í Háteigssókn Kirkjuskjól tók til starfa í byrjun september á vegum Háteigssóknar. Kirkjuskjólið er til húsa að Víðihlíð 25 í húsi prestshjónanna, Unnar Halldórsdóttur og sr. Tómasar Sveinssonar, því sóknin hefur ekltí ráð á öðru húsnæði en kirkjunni sjálfri, enn sem komið er. Það stendur til bóta, þar sem hafin er bygging safnaðarheimilis. Kirkjuskjófið starfar allan daginn frá kl. 8 - 17 og er tvískipt. Tólf börn fyrir hádegi og önnur tólf eftir hádegi. Stöðugildi eru tvö og hálft. Börnin fá eina máltíð og alla venjulega aðhlynn- ingu í kirkjuskjólinu, en aðstoð við heimanám hafa foreldrar sjálfir kosið að annast. Kirkjuskjófið í Neskirkju starfar áfram. Það er fyrsta skjólið, sem stofnsett var, og byrjar nú sitt þriðja starfsár. Framhald á kirkjuskjóli í Fella- og Hólakirkju er ekki fullljóst, þegar þetta er skrifað, og í Ár- bæjarsókn er unnið að því að korna kirkjuskjóli á laggirnar í samstarfi við Selásskóla. „Kirkjugarðsgjaldið er svo lágt að maður skilur ekki að fólk skuli ekki flykkjast í kirkju. Þetta er þó sannarlega ódýr ánægja“ VÍÐFÖRLI Október 1 992 21

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.