Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 14
BIBLIAN
ER „MUNNLEG” BOK
ndanfariö hefur fólk orðið œ meðvit-
aðra um þá staðreynd, að Biblían er
ekki ritsafn í eiginlegri merkingu þess
orðs. Hún er ekki safn texta, sem
samdir voru á steintöflur, skinn eða
bókfell. Allar frásagnir hennar voru
munnlegar í uþþhafi. Þœr voru sagðar
fram - fluttar tneð blœhrigðum raddar
og látbragði, en ekki lesnar uþþ. Þeg-
ar þœr voru ritaðar niður, var þaðfyrst
og fremst sem minnisatriði, svo áfram
mœtti segja þœr.
Þegar mótuð saga er vel sögð fær hún annað h'f
en þegar hún er lesin upp, að ekki sé talað um,
þegar hún er lesin í hljóði.
Ef við gerum tilraun til að segja biblíusögu, þá
getur það kennt okkur mikið, bæði um merk-
ingu sögunnar og listina að segja vel frá.
A Saga verður ekki vel sögð nema sögumaður
kunni hana utan að. Það er ekki þar með
sagt, að frásögnin þurfi að vera þrælbundin
við nákvæmlega sama orðalagið. Meginstef
og augljós lykilatriði, rétt framvinda bak-
grunnsatriða og mikilvægustu hreyfingar og
áherslur sögupersónanna þarf að muna vel
og koma þeim til skila. Þess vegna þarf góð-
ur sögumaður að leggja töluvert á minnið og
skilja merkingu sögunnar.
B Sögumaður verður að vera tilfinningalega
handgenginn sögunni og hann/hún verður
að hafa gert sér grein fyrir lykilatriði hennar -
kjarnanum - og hafa lifandi fyrir hugskots-
sjónum meðan atburðarásin er rakin. Þessi
innlifun og „þátttaka” í sögunni stýrir síðan
raddblæ og styrk, frásagnarhraða og þögn-
um, augnaráði og réttu látbragði. Öll þessi at-
riði eru næstum því eins mikilvæg í frásögn-
inni, eins og það sern sagt er. Þetta eru allt
„ólæsisatriði” sem fara forgörðum, þegar text-
inn er lesinn í hljóði og fræðilega greindur.
C Margar frásagnir Biblíunnar eru „mótsagn-
ir” þar sem atburðir og töluð orð koma
hlustandanum í opna skjöldu. Oft snúast
hlutirnir óvænt við, eitthvað kemur gersam-
lega á óvart og niðurstöður vekja hirðu (sbr.
dæmisögur Jesú). Það er því nauðsynlegt, til
að frásögnin fái notið sín, að vera næmur á
allt, sem sagt er og gert og ekki kernur heim
og saman við venjulegt mynstur. Það er
gjarnan í þessum afbrigðum, sem eiginleg
merking sögunnar kemur í ljós.
D Frásögnin þarf helst að gera áheyrendur að
þátttakendum. Það má þó ekki þvinga þá til
þess. Áheyrendur njóta þess frelsis að vera á-
hugasamir hlustendur. Sé sagan á annað
borð góð og vel sögð, fara nútímaáheyrendur
fljótlega að kannast við sjálfa sig og sínar eigin
aðstæður í fornri frásögn. Þá er engin þörf á
túlkun eða heimfærslu til samtíðarinnar.
H.R. Webber, Ecumenical Institute, Bossey.
L..R. Þýddi
KIRKJUVIKA 11. - 18. OKTOBER í
REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMU
M
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ ALLA VIKUNA
Allar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæma
taka þátt í kirkjuviku dagana 11. - 18.
október. Markmið vikunnar er tvíþætt:
Að kynna fjölbreytta starfsemi kirkjun-
nar fyrir almenningi og fá fleiri til liðs
við kirkjuna, t.d. tónlistar- og myndlis-
tarmenn.
Dagskrá kirkjuvikunnar verður mismunandi í
hinum ýmsu kirkjum en lögð er áhersla á að
hinir ýmsu starfsþættir kirkjunnar komi fram,
bæði helgihald og félagsstarf.
í umfjöllun eins ljósvakafjölmiðils um trúflok-
ka á íslandi fyrr á þessu ári var því oft slegið
fram að Þjóðkirkjan væri stöðnuð. Þegar kirk-
jan var nefnd á nafn voru einatt sýndar myn-
dir af ótilgreindu helgihaldi sem, vegna
samhengis textans, gerðu kirkjuna ennþá fjar-
lægari áhorfendum. Ekki mun heldur ofsagt
að margir hafa litla hugmynd um það starf sem
fer fram í kirkjunni utan messunnar á sun-
nudögum. Þó koma fjögur til sjö hundruð
manns í sumar kirknanna í viku hverri og
sækja þar ýmsa þjónustu. Það er því verðugt
markmið að ná út fyrir hóp trúfastra kirkjugesta
og kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í
kirkjum höfuðborgarsvæðisins.
Kírkjan og þá
KlRKjUVIKA I1.-18. OKT.
VELKOMIN í KIRKJU!
Kirkjur í Reykjavfk,
Kópavogi og á Sehjamarnesi
kynna starfið með fjölbreyttri dagskrá
Október 1992 VÍÐFÖRLI
14