Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 16

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 16
ALÞJOÐLEGT RÁÐSTEFNUSUMAR vettju margar alþjóðlegar ráð- stefnur og stœrri kirkjulegir fundir voru hér á landi undanfarna mánuði svo ekki er úr vegi að tala um reglulegt „ ráðstefnusumar Ráðstefna ensku biskupakirkjunnar og lúthersku kirknanna á Norðurlöndum (Anglo-Scandinavian-Pastoral-Conference) hófst á uppstigningardag. Fundirnir voru haldnir í Skálholti og í Reykjavík. Fundir þessir hafa verið haldnir annað hvert ár frá 1978, en íslendingar hafa tekið þátt í þessunt umræðum frá 1988. Tilgangur slíkra ráðstefna er að skapa skilning og velvilja milli kirknanna í aðildarlöndunum og draga fram þá þætti kirkjulífs og kenningar, sem sameina fremur en sundurgreina. Þátttakendur voru tuttugu, átta frá Bretlandi, og þrír frá hverju Norðurlandanna. Engir fulltrúar frá Eistlandi og Lettlandi höfðu tök á að sækja stefnuna að þessu sinni, þrátt fyrir aðild sína og áhuga liinna kirknanna á því að fá þá með í um- ræðumar. Fimm íslenskir prestar og guðfræðing- ar vom beinir þátttakendur í störfum ráðstefn- unnar, en fleiri komu þar við sögu, bæði leikir og lærðir. Sr. Jón A. Baldvinson, sendiráðsprestur í London, hefnr verið helsti tengihður íslendinga í þessu samstarh. Jónas Gíslason, vígslubiskup, og Ari Edwald, deildarstjóri í dóms-og kirkjumálaráðuneytinu, höfðu framsögu um samskipti ríkis og kirkju. Guðmundur Magnússon, formaður sóknar- nefndar Neskirkju, og Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, töluðu um samskipti safnaða og sveitarstjórna. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, og séra Vigfús Þór Árnason, formaður Prestafélags íslands, fjölluðu um guðfræðinám og framhaldsnám presta, félagsmál presta og starfskjör. Ráðstefnan var að hluta til í Skálholti, þar sem Dr. Gunnar Kristjánsson talaði um stöðu bókmennta í íslenskri trúarvitund og síðasta dag ráðstefnunar flutti Dr. Pétur Pétursson erindi um trúarlega strauma í sögu og samtíð og möguleika kirkj- unnar til að bregðast við þeim. Þjóðkirkjur Norðurlanda og systurkirkjur í Eystrsaltsríkjunum eru að mörgu leyti mjög hk- ar, og biskupakirkjan á Englandi á margt sam- eiginlegt með þeim, þó að henni svipi um annað ntjög til rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Norræni biskupafundurinn var í beinu framhaldi Prestatefnunnar og haldinn í Nes- kirkju 26. júní til 1. júli. Slíkir fundir eru haldn- ir þriðja hvert ár og var þetta í annað sinn, sem fundurinn er haldinn hér á landi. 37 norrænir biskupar sóttu fundinn, þar á meðal allir höfuðbiskupar Norðurlandanna. Allir fundardagar hófust á morg- unbæn og Biblíulestri og lauk með miðaftanstíðum. Jón Stefáns- son, organisti og félagar úr kór Langholtskirkju leiddu siing og sáu um tónlist helgistundanna. Flutt voru yfirlltserindi um kirkjumál í hverju landi fyrir sig og gerði séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup, grein fyrir þeim fyrir íslands hönd. Höfuðviðfangsefni fundarins voru breytingarnar í Evrópu og staða þjóðkirknanna í þeirri upp- stokkun. Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráðherra flutti er- indi, sem hann nefndi „Hin nýja Evrópa”. Hann talaði um lok kalda stríðsins og ógnarjafn- vægisins og þær byltingar sem átt hefðu sér stað með hruni sósíalismans og sífellt nánari efnahags- samvinnu Evrópuríkjanna. Óljóst væri í mörgum greinum, hvernig samskiptum fyrrum Austur- Evrópuríkja við Vestur-Evrópuríkin yrði háttað, en ljóst væri að Vesturlöndum bæri siðferðileg skylda til að aðstoða við endurreisn efnahagsins í fymim sósíalistaríkjum. Ráðherrann minnti einnig á, að þau gildi, sem kristninn boðskapur felur í sér, eru hornsteinn í sér- hverju lýðræðisríki. Jonas Jonson, biskup í Strángnes í Svíþjóð, flutti fyrir- lestur um „Kirkjur Norður- landa í Evrópu". Hann benti á að kirkjan hefði flutt evrópska mennigu til Norðurlanda og að evrópsk og þ.m.t. norræn kristni ætti sér rætur í hefðum allra megin-kirkjudeildanna í austri og vestri. Kristin gildi hefðu um aldir skipt miklu máli í samfélags- gerð Evrópu og Norðurlandanna, en pólitískt samrunaferli álfunnar gæti orsakað annað tveggja, meiri einingu á grundvelli kristinna Biskuparnir Jonas Jonsson, Finn Wagle og Tord Harlin. Tilgangur slíkra ráð- stefna er að skapa skiln- ing og velvilja milli kirkn- anna í aðiláarlöndunum og draga fram þá þætti kirkjulífs og kenningar, sem sameina fremur en sundurgreina. 16 Október 1992 VIÐFORL

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.