Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 3

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 3
FRA HJALPARSTOFNUN FRAMHALDS- VERREFNI erkefni Hjálparstofnunar kirkj- unnar í haust og vetur verða tnörg Itver hin sömu og verið hafa síð- ustu misseri, þ. e. stuðningur við börtt- in á Indlaitdi, rekstur sjúkrahússins þar styrktur, styrkt verður skólabygging í Kenýju og starf nteðal kvenna í Nairobi verður stutt áfram. Ekki er entt Ijóst hvort ráðist verður í að fjármagna nýtt stórverkefni sviþað og sjúkrahúsin á Indlandi og Eþtópíu sem nú ertt fullbú- in. Hins vegar er Ijóst að nauðsynlegt er að saftut meira fjánnagni í neyðarsjóð stofnunarinnar og aðstoð vegna hung- urstieyðar íAfríkulöndutn. Neyðarástand í Afríku Versta hungursneyð í manna minnum ríkir nú í fjölmörgum ríkjum Afríku. Milljónir karla, kvenna og barna þjást af hungri, eru á flótta og hafa hrakist frá heimkynum sínum vegna þurrka og styrjalda. Mörg ríki, sem ekki geta brauðfætt Ma sína, hafa þurft að taka við flóttamönnum frá nágrannaríkjum. Þessi staðreynd er sjálfsagt flest- um á íslandi kunn rétt eins og í öðrum Evrópu- löndum, en engu að síður hefur hún ekki vakið athygli eða leitt til mikilla \'iðbragða. Það verður því áfram þörf á að minna á þessa staðreynd og það verður áfram þörf á að útvega fjármagn og hjálp- argögn til að senda Afríkubúum. 2000 styrktarmenn Af öðrum verkefnum sem ffjálparstofnun hyggst ráðast í með haustinu er söfnun nýrra styrktar- niímna. Ráðgerð er sérstök herferð í október og verður reynt að tvöfalda tölu styrktarmannanna úr eitt þúsund í tvö þúsund. Með því móti einu tekst að afla Hjálparstofnun öruggra tekna, fjármagns sem ráðstafa má og nota til að skuldbinda stofnun- ina til þróunarverkefna til nokkurra ára í senn. Fermingarbörn byggja heimavist Þá má nefna hugmynd varðandi fermingarfræðslu sem sett var fram í vor á meðal nokkurra presta í Reykjavíkuqirófastsdæmi eystra. Hugsanlegt er að fá fermingarböm til að taka að sér verkefni á índ- landi. Yrði það fólgið í því að taka þátt í að byggja við heimavist barnanna á Indlandi, sern Hjálpar- stofnun ber ábyrgð á ásamt fósturforeldrunum. Ætlunin er að kynna þessa hugmynd fyrir ferrn- ingarbörnunum snemma í haust og leita við- bragða. Myndu fermingarbörn í hverri sókn fyrir sig ákveða í samráði við sóknarprest hvort og þá hvernig þau tækju þátt í verkefninu. Slíkt væri Hjálparstofnun ómetanlegur stuðningur um leið og þama opnast farvegur fyrir fræðslu, þannig að augu fermingarbarnanna opnuðust e.t.v. frekar fyrir nauðsyn þróunarhjálpar. Nærri 23 milljónir söfnuðust Alls hafa safnast kringum 23 milljónir króna i söfnuninni Hjólpum þeim sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross Islands stóðu fyrir til handa bágstöddum i Sómalíu og á Balkanskaga í samvinnu við fjölmiðla. fjöldi sjálfboðaliða frá báðum samtökunum lagði hönd á plóginn og börnin voru dugleg að koma með sparifé eða tombólupeningana. Hjálparstofnun þakkar öllum sem létu fé af hendi rakna og studdu söfnunará- takið með einum og öðrum hætti. Tölvuvædd presthjón með sex manns í vinnu Nýtt forrit fyrir kirkjugarða var kynnt á prestastefnu í sumar. Forritið heitir „Garður" og er hannað af fjarvinnslufyrirtækinu „Skeggja hf" sem hefur það meðal annars að markmiði að flýta tölvuvæðingu þjóð- kirkjunnar. Presthjónin á Skeggjastöðum stofnuðu Skeggja hf i júní 1991 og eru nú með sex manns i vinnu. Það er ekki óvanalegt að prestar drýgi tekjur sínar með aukavinnu en presthjónin á Skeggjastöðum, sr. Gunnar Sigurjónsson og Þóra Gunnarsdóttir, hafa farið nýstárlega leið. Þau stofnuðu hlutafélag sem hefur að markmiði „að stuðla að atvinnu- þróun á landsbyggðinni og auka og flýta tölvu- væðingu þjóðkirkjunnar" svo vitnað sé í þriðju grein félagsins. Markmiðinu hyggjast þau ná með hugbúnaðarþróun og - sölu, gagnavinnslu og starfrækslu gagnabanka, almennri fjarvinnslu og skyldri starfsemi. Skeggi hf var stofnaður 10. júní 1991. „Þá var líka Hjálpum þeim orðið nauðsynlegt fyrir okkur að koma okkur upp okkar eigin atvinnumöguleikum til þess að geta búið hér áfram," segir Þóra. „Vorið 1991 þreng- dist mjög í atvinnumálum hér á Bakkafirði. Sumarið 1991 var litil sem engin starfræksla í fiskverkun staðarins. Lélegar gæftir voru og mikið atvinnuleysi." Bætir úr atvinnuleysi Skeggi hf hefur eitthvað bætt úr atvinnuleysinu því að nú vinna auk Þóru sex manns hjá fyrirtækinu og Gunnar sem er í hlutastarfi. Helstu verkefni sem liggja fyrir nú eru kirkjugarðaforri- tið „Garður", þróun þess og sala og gagnainnsláttur fyrir Þjóðminjasafn Islands. A döfinni er þriðja verkefnið: "Tengslanet kven- na á íslandi" og hafinn er undirbúningur að hug- búnaðarpakka fyrir sóknar- presta - vinnuheitið er Klerki Skeggi hf. MOLAR C /s / N V VÍÐFÖRLI Október 1 992 3

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.