Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 4
Þjóðkirkja og þjóóarsól.
Svipmyndir af Prestastefnu 1992
Þjóðkirkja og þjóðarsál” var
yfirskrift prestastefnunnar 1992
sem var haldin í Neskirkju í
Reykjavík. Flutt voru erindi utn fjöl-
hyggjusamfélagið, hlutverk safnaðarins í
samfélaginu, þjóðfélag og kirkju og
nýjar starfsaðferðir við boðun kirkjunnar,
aðferðir sem mótast af þjóðfélaginu en
ekki eingöngu af boðskapnum. Fram
kom að íslenskt samfélag einkennist af
stvaxandi fjölbreytni hvað varðar líf-
skoðanir og trúarhugmyndir. Það er því
mikilvœgt fyrir kirkjuna að takast á við
kirkjulegt starf og boðun í samfélagi
sem í œ rtkari tnœli einkennist af fjöl-
hyggju og afsteeðishyggju.
í ályktun Prestastefnu 1992 kemur meðal annars
fram að til þess að mæta þessum breyttu að stæðum
verði aðefla safnaðarvitund innan kirkjunnar m.a.
með markvissri skímarfræðslu sem nái til
einstaklinga á öllum aldri. “Kirkjan vill efla sam-
starf við stofanir samfélagsins. Hún vill styðja við
bakið á fjölskyldunni í samfélagi nútímans, efla
tengslin við grundvallarstofnanir þjóðfélagsins eins
og skóla kerfí, heilbrigðisþjónustu, atvinnulíf og
stjómsýslu og hafa áhrif, án þess að krefjast forræðis
á þessum sviðum.’’ Lokaorð ályktunarinnar snúa að
umræðu um kenningargrunn Þjóðkirkjunnar. Þar
segir: Þjóðkirkjunni ber að vera opin en jafhffamt
föst og ákveðin hvað varðar gmndvölf sinn. Hún
verður að leyfa gagnrýna skoðun og umræðu um
kenningu sína og boðun. Henni ber jafnframt að
treysta rætur sínar og halda fast við játningu og leitast
við með lífi sínu og tilbeiðslu að „vaxa upp til hans
sem er höfuðið, Kristur."
Séra Súpermann
Umræður spunnust um hlutverk prestsins sem oft á
erfítt með að standa undir þeint væntingum sem
gerðar em til hans sem hálfgerðs “súpermanns" er
ekki einasta sinnir kennimannlegu starfi heldur er
alltaf í góðu skapi, flytur skemmtilegar tækifæris-
ræður, er sérffæðingur í að fjármagna kirkju-
byggingar, halda þeim við, halda þeim hreinum og
jafnvel sjá um kirkjugarðinn. Eins og sjá má af
svipmyndum voru menn hugsandi og niður-
sokknir í umræður á prestastefhunni en þó ekki of
djúpt þenkjandi til að kasta fram stöku kviðlingi:
Sóknarprestsins skírn er skær
hann skúrar eftir mætti.
Kennimaður klár - og fær
í kirkjugarðaslætti.
Október 1 992 VÍÐFÖRLI
4