Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 18
Safnaðaruppbygging
Grundvöllur og markmiö
Nefnd um safnaðaruppbyggingu sem skipuð var
af biskupi og kirkjuráði hefur unnið að því á
liðnum misserum að móta stefnu í safnaðarupp-
byggingu og hefur nefndin falið verkefnisstjóra
að vinna að ákveðnum verkefnum í samstarfi
við prófastsdæmi og söfnuði. Nefndin setur nú
fram eftirfarandi texta þar sem leitast er við að
skilgreina grundvöll og markmið safnaðarupp-
byggingar. Frumgerð textans vann séra Karl
Sigurbjörnsson, en nefndin ásamt fræðslustjóra
kirkjunnar og verkefnisstjóra safnaðarupp-
byggingar fór síðan yfir hann og bjó til birtingar.
Lokavinnsla fór fram á Akureyri 1. júní 1992.
Biskup íslands
Nefnd um safnaðaruppbyggingu
Fræðslustjóri kirkjunnar
Verkefnisstjóri safnaðaruppbyggingar
Kirkjan, söfnuðurinn er líkami Krists, sem við
verðum hluti af í heilagri skím, og sem lifir, nær-
ist og vex af orði Guðs, brotningu brauðsins,
bæninni og því að meðlimir bera liver annars
byrðar og þjóna náunganum í kærleika.
Safnaðaruppbygging stefnir að því að hver söfn-
uður íslensku þjóðkirkjunnar verði
samfélag trúar, vonar og kærleika, - samfélag,
vistkerfi, þar sem fólki gefst tækifæri að rækta trú
sína, lifa og njóta kærleika, umhyggju, fyrirgefn-
ingar, styrkjast í voninni sem treystir fyrirheitum
Drottins, hins krossfesta og upprisna frelsara.
í nafni hans ber söfnuðurinn fram fyrirheitið og
kröfuna um kærleika, réttlæti og frið í mannfélag-
inu og ábyrgð gagnvart gjöivöllu lífríki jarðar.
Þjóðkirkja íslands er öllum opin og allir sern
skírðir em og vilja tilheyra þjóðkirkjunni eru
meðlimir hennar. Hún á erindi við alla menn í
starfi sínu og boðun og vill kalla þá til að lifa í
skírnarjátningu sinni. Þjóðkirkjan er hvorki rík-
isrekin þjónustustofnun né trúarsamfélag sem
byggir alfarið á persónulegri ákvörðun einstakra
nteðlima. Sérhver skírður einstaklingur, sem til-
heyra vill þjóðkirkjunni, er í augum hennar
maður, sern Drottinn hefur endurleyst og end-
urfætt fyrir vatn og heilagan anda til lifandi von-
ar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, og verk-
ar í til hjálpræðis allt frá skímarstund. Söfnuður-
inn veitir til þess athvarf og aðstæður með því að
boða Guðs orð hreint og ómengað í orði og
sakramentum og með kærleiksþjónustu, upp-
byggingu og fræðslu, svo að fólk geti styrkt og
rækt trú sína, von og kærleika.
Helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla em
meginþættir safnaðarstarfsins, og þarf jafnan að
ríkja jafnræði þeirra í milli. Framkvæmd þeirra í
starfi safnaðarins gerir kröfu til ábyrgrar og
markvissrar starfsáætlunar hverju sinni og að
þess sé gætt að jafnvægi ríki í fjárveitingum til
þeirra sem og þess sem varið er til hins ytri um-
búnaðar safnaðarins, t.d. fasteigna.
Kirkjím hfir sem líkímii Krists í söfnuðinum. Að því
marki sem kirkjan er í orði og sakramentum rót-
fest í Kristi, fær hún mynd hans. Að við verðum
hluttakandi í dauða Krists og upprisu í skíminni
merkir að við sem limir Krists fifum ekki lengur fyrir
okkur sjálf, heldur fyrir hann og hvert annað.
Samkvæmt þessu er starf sérhvers safn-
aðar þríþætt:
Helgihald, kærleiksþjónusta, fræðsla
1. Samfélag safnaðarins sækir næringu í
helgihaldið
Guðsþjónustan er lijarta safnaðarlífsins. Því ætti
enginn sunnudagur að vera án guðsþjónustu.
Vinna þarf að því að efla guðsþjónustuna með það
markmið í huga, að þar hafi allir tækifæri til að taka
undir í söng og gefist kostur á
virkri trúartjáningu og tilbeiðslu
um orð Guðs og borð, fyrir augliti
Guðs, í umhyggju og kærleika
liver til annars.
Beina þarf jafnframt athyglinni
að öðmm kirkjulegum athöfn-
um, sem em í eðh sínu guðs-
þjónusta safnaðarins, kirkjunn-
ar: skírn, ferming, hjónavígsla,
útför. Kirkjan nær til allrar
þjóðarinnar í þessum athöfnum
og gefst ómetanlegt tækifæri til að
bera fram fagnaðarerindið, með
boðun, fræðslu og sálgæslu í
tengslum við mikilvægustu þátta-
skil í h'fi fólks. Allt þarf þetta að
tengjast sálgæslu og umhyggju
fyrir náunganum í daglegu lífi
og veruleik. Guðsþjónusta helgi-
dagsins, kirkjulegar athafnir og
sálgæsla birta kirkjuna sem
kirkju, móðurina, sem fæðir og
nærir böm sín með orði Guðs.
18
Október 1 992 VÍÐFÖRL