Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 10
Forréttindi að fá að vinna með öldruðum! Rœtt við starfsmann aldraðra í Fella-og Hólakirkju. „Þetta hefiir verið köllun rnín allt mitt líf', segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ung kona sem um tveggja ára skeið hefur verið starfsmaður aldraðra í Fella- og Hólasókn. „Ég hef alltaf haft gaman af að umgangast ntér eldra fólk.” „Snemma beygist krókurinn,” segir máltækið og það sannaðist hjá Ragnhildi sem var aðeins fjög- urra ára þegar htin heimsótti reglulega 19 eldri borgara bæjarins þar sem hún bjó. „Pabbi var prestur í Stykkis- hólmi og ég hafði hvorki ömmu né afaástaðnum. Þetta fólk sem ég heim- sótti voru mér rnjög góðir afar og ömnt- ur. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af að umgangast gamalt fólk. Það hefur svo mikið að gefa. Sérstaklega finnst mér þessi kynslóð sem nú er öldruð merkileg - aldamótakynslóðin. Hun hefur upp- lifað svo merkilega hluti og miklar breytingar.” Þráði að vinna fyrir kirkjuna Ragnhildur er snyrtifræðingur að mennt en hug- ur hennar hefur lengi stefnt að starfl fyrir kirkj- una. „Frá 16 ára aldri þráði ég að vinna fyrir kirkjuna,” segir hún. „Mig langaði á Bibhuskóla en í staðinn lærði ég snyrtingu og starfaði við snyrtingu og kynningar í nokkur ár. Sumarið 1990 var svo auglýst eftir starfsmanni í öldrun- arstarf í Fella- og Hólakirkju. Ég sótti um og var svo lánssöm að fá starfið.” Samstarf við Gerðuberg Öldrunarstarf í Fella- og Hólasókn er fullt starf þó eflaust verði mörgurn á að spyrja hvort aldrað- ir séu stór hópur í Breiðholti, sem er ungt hverfi. „Það eru rúmlega 400 rnanns 67 ára og eldri í þessari sókn," segir Ragnhildur, „svo að það er meira en nóg að gera fyrir eina manneskju.” Starfið felst í heimsóknarþjónustu og sjúkravitj- unum en einnig í helgistundum og upplestrum í Gerðubergi, þar sem samstarf hefur tekist við fé- lagsstarf aldraðra í menningarmiðstöðinni. „Þetta “Sérstaklega finnst mér þessi kynslóð sem nú er öldruð merkileg - aldamó- takynslóðin. Hún hefur upplifað svo merkilega hluti og míklar breytingar.” Október 1 992 VÍÐFÖRLI samstarf hófst þegar Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, var rneð öldrunar- starfið hér og Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Gerðubergi á heiðurinn af því. Menningarmiðstöðin er rétt hjá kirkjunni og það er auðvitað ekki snið- ugt að vera með sama fé- lagsstarfið á báðurn stöð- um. Guðrún hafði sam- band við kirkjuna Og BibhulesturiGerðubergi bauð upp á samstarf. Það hefur tekist mjög vel.” Meðal þess sem Ragnhild- ur sér urn í Geruðbergi eru helgistundir og Bibl- íulestrar en rnikill hluti starfsins felst í santræðum við fólk. „Ég vinn töluvert uppi í Gerðubergi og hitti þá líka fólk sem ekki býr í Breiðholti en kemur hingað. Svo er viðtalsþjónusta í kirkjunni og fyrirbænaþjónusta einu sinni í viku á mánu- dögurn klukkan 18.00. Hún er nú ekki vel sótt - það verð ég að viðurkenna - en við fáum ntikið af bænaefnum.” Forréttindi að vinna með öldruðum Ragnhildur viðurkennir að starfið sé stundum mjög krefjandi og hún þurfi að gæta sín að það gleypi hana ekki alveg. „Það eru dagar þegar mörg erfið ntál konta í einu en mér finnst það samt forréttindi að fá að vinna með öldruðum - það er bæði gaman og gott.” Ragnhildur (t.h.) og Guðrún Jónsdottir (t.v.) 1 Gerðubergi. Með þeim er ung snót. 10

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.