Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 11
LJÓSABURÐUR
í KIRKJUM
LEKAVARNIR
Ljósaburður í kirkjura hefur færst mjög í vöxt
á seinustu árum, ekki síst á aðventunni og
kringum hátíðar, en líka við önnur tækifæri.
Lifandi ljós skapa viðhafnar- og helgiblæ, en
bráðið vax getur orðið til óþrifa og jafiivel valdið
nokkrum skemmdum, ef illa tekst til.
Trekkur veldur oft önint bruna, svo að bráðið
vaxið vill renna og hafna á fötum, bekkjum og
gólfum. Nær útilokað er að halda kerti svo beinu,
að ekki halhst eitthvað í hendi svo af drjúpi.
Vaxbletti er ekki auðvelt að ijarlægja, jafnvel ekki
af steingólfum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir eru hér sem annars
staðar raunhæfur kostur. Víðförli kynnir því tvo
kosti sem nota má til að draga úr vaxlekanum.
Báðar hugmyndimar gera ráð fyrir að notuð séu
kerti af algengustu stærðum.
VARANLEGA LAUSNIN
Skálholtsstjakinn er hannaður af sr. Axel
Árnasyni í Tröð, Gnúpverjahreppi, til að nota við
ljósaburð í helgistundum á ferntingar-
námskeiðum í Skálholti.
Efiii: Ryðfrítt stál, lakkað í lit.
Skaft: Rör þvermál:l,5, lengd:15 cnt. Þvermál
skálar: 10 cm. Kónískur stjaki í skálinni: 3 cm.
hár.
Hentar vel fyrir kirkjur, þar sem ljósaburður er
fastur liður í helgihaldinu.
FLJÓTLEGA LAUSNIN
Gosbrúsi (helst glær) skorinn urn axlir.
Tappinn þarf að vera á, til að mynda botn
stjakans. Hægt er að skorða kertið enn betur í
stjakanum t.d. með „plíseruðum” álþynnum
(fysmanchetter uppá dönsku) en þær fást í
flestum blómaverslunum og víðar.
Afgangurinn af brúsanum er eftir sem áður
hæfur til endurvinnslu.
Viltu semja barnaefni?
Fallegt bænakver
Yngribarnanefnd hefur ákveðið að láta frumsem-
ja fræðsluefni fyrir næstu þrjú ár. Ætlunin er að
það komi út á árunum 1993-1995.
Yngribarnanefnd starfar á vegum Fræðslu- og
þjónustudeildar kirkjunnar og vinnur að efnis-
gerð fyrir fjögurra til tíu ára börn.
Oskað er eftir starfskrafti til að vinna að gerð
barnaefnis í nánu samstarfi við nefndina.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af ritstör-
fum og kristilegu starfi.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður
Sverrisdóttir s. 621500 og Guðrún Ebba
Ólafsdóttir s. 624080.
Lítið fallega myndskreytt bænakver er
komið út hjá Skálholtsútgáfunni. Sr. Karl
Sigurbjörnsson tók saman efni í kverið.
Kverið ber nafnið:„Bænirnar mínar.".ÞÍ þessari
litlu bók er að finna morgunvers, kvöldvers og
barnavers auk leiðbeininga um bænir og bæna-
líf, til dæmis um fyrstu bænir barnsins og dag-
lega bænagjörð.
I bókarbyrjun segir m.a.: „Þetta kver er hjálp og
hvatning til bænar og trúarlífs. Trúin býr í sér-
hverri mannssál. En hana þarf að rækta og hana
þarf að tjá. Foreldrar og uppalendur gegna þar
ómissandi lykilhlutverki. Þessu kveri er ætlað
að hjálpa þeim til að rækja það hlutverk og
leggja grunn að bænalífi sínu og barna sinna."
BÆNIRNAR
« MÍNAR *
11
VÍÐFÖRLI Október 1 992