Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 6
Sérq Baldur Kristjánsson
Hvað á ég að vera virkur?
Ætti ég kannski..?
Hvað á ég nú að vera virknr í vetur? Á ég að
messa oft eða sjaldan? Á ég að skipta mér af
barnastarfinu? Á ég að setja upp plan um það
hvernig ég heimsæki ekkjur og ekkla og aðra
syrgjendiir? Á ég að keyra út úr íbúaskránni alla
þá sem eru komnir yfir 76 ára aldur og kíkja við
7 hjá þeim einu
sinni í mánuði?
Ætti ég að senda
öllurn 47 ára
gömlum konum
messuboð? Ætti
ég að rölta einn
formiðdag í viku
um elliheimilið?
Á ég að láta verða
af því að húsvitja
alla sveitabæi
sent ég þjóna? Á
ég að gefa út
dagskrá fyrir hvert misseri fyrir sig? Ætti ég að fara
í skólana og kynna barnastarfið? Ætti ég að reyna
að halda tengslum við fermingarbörn frá í fyrra
rneð því að stofna æskulýðsfélag? Gaman væri
nú að verða skipulegri í fermingarfræðslunni.
Væri ekki sniðugt að sinna Morðinsfræðslu,
halda námskeið um hamingjuna í samvinnu við
Verkalýðsfélagið, fá Villa Árna og fleiri fræga til að
koma og láta verkalýðsfélagið borga brúsann.
Hægt og hljótt
Eða á ég bara að vera þreyttur eins og í dag. Láta
nægja að biðja fyrir söfnuðinum. Messa bara á
sérstökum tillidögum, lúra sem mest heima, af-
Séra Baldur Kristjánsson, Höfn í
Homafirði
Þá segir fólkib: "Mikib er nú gaman ab hlusta á
ræburnar hans séra Baldurs" og kórinn verbur
ánægbur ab eiga alltaf frí á sunnudögum.
greiða nauðsynlegustu neyðartilfelli og útköll,
lesa guðfræði, siðfræði og ljóð þangað til ræðumar
renna upp úr mér viðstöðulaust, tíu metra djúp-
ar, samt fallegar og ljósar. Sennilega er þetta
best. Þá segir fólkið. Mikið er nú gaman að
hlusta á ræðurnar hans séra Baldurs og kórinn
verður ánægður að eiga alltaf frí á sunnudögum,
organistinn talar vel um mig, nágrannaprestin-
um fer að líða betur. Ég er ekki viss um að
nokkur muni kvarta.
Kirkjuleikhús
Ég hef satt að segja verið þátttakandi í að prófa ýrn-
islegt á þessum sjö árum mínum hér á Höhi.
Þegar ég kom gekk ég inn í fastmótað en hóflegt
starf. Ég hef tekið virkniskorjmr og söfnuðurinn
hefur á meðan umgengist mig með umburðar-
lyndi. í hitteðfyrravetur hafði ég organista, Hákon
Leifsson, sem aldrei gat setið kyrr og afleiðingin
varð sú að hópur áhugasamra setti upp Kaj Munk
í Hafnarkirkju. Gamalgrónir öldungar í sóknar-
nefnd fylgdust rangeygðir með því hvernig kirkj-
unni var umturnað en héldu ró sinni og fyrirtækið
varð rós í hnappagat allra þeirra sem komu nærri.
Lærdómslistir
í fyrravetur ætlaði ég að gera Hornfirðinga að
guðfræðingum og flutti landsliðið í þeirri grein
hingað...þar var Björn Björnsson, Gunnar Kiist-
jánsson, Einar Sigurbjörnsson og Jónas Gísla-
son og sjálfur flutti ég tvo fyrirlestra mest vegna
þess að mér þótti svo gaman að sjá nafnið mitt
auglýst með hinum fjórum. Merkilegt nokk,
það komu margir að hlýða á, mest 36, þá 31,
29, 27, 19 og 9 en þá var líka orðið svolítið
vorlegt. Fyrirlestra röðin var í samstarfi við
Framhaldsskólann í A- Skaftafellssýslu og
minnsta kosti tveir nemendur munu í framtíð
útskrifast sern stúdentar með einingu sem þeir
hlutu fyrir það að sitja þetta námskeið. Nokkuð
fleiri nentar byrjuðu en í ljós kom að þeim þótti
efni fyrirlestranna of framandi. Auðvitað fluttu
allir þessir snillingar mjög góða fyrir-
lestra. Einar Sigurbjörnsson lauk
upp táknmáli kirkjunnar á einkar
skýran og skipulegan hátt, Gunnar
Kristjánsson fjallaði um kirkjulist og
gaf rnáli sínu lit með skyggnum,
Björn Björnsson höfðaði til sveitarstjórnar-
manna með erindi um kirkjuna og velferðar-
samfélagið og Jónas henti sér
inn í hringiðu atburða og fjallaði
um kirkjuna í síbreytilegu átaka-
svæði Evrópu.
Þetta voru langir fyrirlestrar, um
fimmtíu mínútur, lagt þannig upp af mér, alls
ekkert auðveldir. Ég dáðist oft að einbeitni álieyr-
enda sem flestir eru ekki vanir því að hlýða á
langt samfellt mál (nenta þá ræður stjómmála-
manna sem eru mjög einfaldar að gerð). Þetta
gekk ágætlega upp og umræður urðu oft býsna
liðugar.
Ólík óhugasvió
Hverjir kornu: í fyrsta lagi hópur af gáfuðu eldra
fólki sent eflaust hefði farið í langt framhaldsnám
hefðu aðstæður leyft. í öðru lagi nokkur hópur
sem er áhugasamur um veröldina yfirleitt, skóla-
stjórar, kennarar og shkir. í þriðja lagi fólk úr
bænahópi sem hér er starfandi, fólk sent leggur
sig eftir öllu sent boðið er upp á nær kirkjunni.
Athygli mína vakti hins vegar að þetta námskeið
og önnur fuilorðinsfræðsla sem ég hef staðið fyrir
höfðaði ekki til sóknarnefndarfólks og ekki kór-
fólks. Nánast engir úr þessum hópurn komu
þrátt fyrir það að tiltækið væri sérstaklega kynnt
þeim. Það er vísbending um það að fólk þurfi
ekki að hafa áhuga á umfjöllun um guðfræði og
samfélag þó að það hafi áhuga á kirkjubygging-
unni og rekstri hennar eða áhuga fyrir að syngja í
kirkju.
Nóg unt þetta. Sóknarnefndin umbar þetta alveg
og studdi eins og annað sem ég hef gert en ég
held yfirhöfuð talað að fólk almennt vilji ekki of-
virka kirkju. Vilji að vel sé haldið utan um messu-
haldið, barnastaifið, samviskubit fólks endur-
speglast í því að það vill að presturinn heimsæki
gamla fólkið og svo auðvitað sorgmædda. Ædi ég
láti þetta ekki duga í vetur nema ég laumi inn
einni fyrirlestraröð urn hamingju..þetta snýst
hvort sem er allt um að finna hamingjuna...þ.e að
gera aðra hamingjusama..eða þannig.
Skammdegiskirkja
Svona er þetta á hverju hausti. Prestur hefur
haldið eins lágum prófil yfir sumarið og mögu-
legt er. Hann er ekki búinn að vera lengi að
þegar hann finnur það að fólki finnst að kirkjan
eigi helst að starfa á vetrum þegar fer að skyggja.
Því finnst að guðsþjónustur eigi ekki að trufla
vorannir, sauðburð, heyskap og ekki haustverk.
Þetta er arfur landbúnaðarsamfélagsins, arfur
sem flyst með fólki inn í þéttbýlið að minnsta
fólki finnst ab kirkjan eigi helsta ab starfa á
vetrum þegar fer ab skyggja. Því finnst ab
gubsþjónustur eigi ekki ab trufla vorannir,
saubburb ,heyskap og ekki haustverk.
kosti á stað eins og Höfn þar sem flestir eiga ræt-
ur í sveitinni. Á þessum stutta bjarta sumartíma
réðust örlög fólks og fénaðar. Þeir sem ekki létu
hendur standa fram úr ermum voru illa settir.
Tími þeirrar guðsþjónustu sem felst í því að afla
lífsbjargar fyrir hinn langa vetur. Þess vegna
verður gamh organistinn dapur ef prestur sem
sjálfur þarf ekki lengur að heyja ætlar sér of mik-
ið yfir sumarið en allir eru til í slaginn þegar nótt-
in verður löng. Þá byrjar hugarvfl prestsins.
Sá á kvölina..?
Það er svo margt sem hægt er að gera og hann
verður að ákveða hvað hann vill gera, á hvað
hann vill leggja áherslu og meta það hvað hann
getur boðið sjálfum sér og söfnuðinum. Það erfið-
asta er kannski að fá aðra til þess að koma til
starfs rneð sér. Koma upp skipulegu starfi sem
stendur ekki og fellur með einni manneskju.
Það krefst sérstakrar gáfu að byggja upp slíkan
söfnuð, gáfu sem við gefum ekki nógu mikinn
gaum að...flest hver, hygg ég.
Október 1992 VIÐFORLI