Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 5
MOLAR BRETLAND: Kirkjan gerir of mikið úr kynlífi. Erkibiskupinn af Kantaraborg, Georg Carey, lýsti því yfir í viðtali nýlega að kristnir menn jafnt og ekki kristnir verðu of mikilli orku í kynlífsspurningar og of lítilli í vandamál sem vörðuðu alla heimsbyggðina, t.d. fátækt. Kristnir menn hefðu alltaf haft tilhneigingu til að telja syndir á sviði kynlífs verri en aðrar syndir, til dæmis efnahagslegt misrétti. "Ég hef verulegar áhyggjur af fátækum/'sagði Carey, "og hvernig við umgöngumst fátækt. Ég hef líka áhyggjur af auð- legð Vesturlanda. Við kvörtum sífellt yfir efnahags- örðugleikum þó að við séum mun ríkari en meiri- hluti mannkyns." BANDARÍKIN: Risakirkjur. Tími stórra dómkirkna er ekki alveg liðinn þó að miðaldirnar séu liðnar. I Bandaríkjunum ætlar Lútherska kirkjan að byggja risakirkjur og halda guðsþjónustur í iéttum dúr. Evangelisk-láterska kirkjan í Bandaríkjunum og "Sameinuð kirkja Krists" ætla í sameiningu að ráðast í byggingu risakirkna sem eiga að höfða til kynslóðarinnar sem kölluð er barnasprengju-kyn- slóðin eða "baby-boomers" í Bandaríkjunum. Hér er átt við fólk sem fætt er á árunum 1945 - 65. Guðsþjónusturnar í þessum kirkjum verða óhefð- bundnar. Predikanirnar eiga að snúast meira um persónulega þróun einstaklingsins en útleggingu á Bibliunni. Það verður meira um popptónlist en sálma, alls kyns tæknileg hjálpartæki verða notuð og guðsþjónustur verða á laugardögum en ekki sunnudögum. Gagnrýnendur óttast að þessar guðs- þjónustur snúist meira um skemmtun en trú en for- svarsmenn kirknanna segja að þær muni bjóða upp á svo víðtæka dagskrá að jafnvel dýpstu andlegri þörf verði svalað. NOREGUR: Fá samkynhneigáir að giftast? Norska barna-og fjölskylduráðuneytið legg- ur bráðlega fram frumvarp þar sem lagt verður til að samkynhneigð pör fái að giftst með borgaralegri vigslu. Ráðuneytið mun ekki leggja neitt til varðandi kirkjulega vígslu en búist er við að frumvarpið verði mjög umdeilt í Noregi. Tillögur ráðuneytisins eru sniðnar eftir dönskum lög- um um sama efni og meðal þess sem mælir með því að mati stjórnvalda er að þá verður sambúð þess- ara einstaklinga skráð. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að samkynhneigð pör ættleiði börn. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur þegar mótmælt þessum tií- lögum en Georg Hille, biskup i Hamar i Noregi var jákvæður í þeirra garð: "Það er þegar staðreynd að fólk af sama kyni er í sambúð og því finnst mér ekkert að því að setja lagalegar reglur um það." ÞYSKALAND: Ungir kaþólikkar vilja endur- bætur. Æskulýðssamtök rómversk-kaþólsku kirkj- unnar i Þýskalandi, hefur sent opið bréf til þýskra kirkjuyfirvalda þar sem krafist er endurbóta innan kirkjunnar. Meðal þess sem nefnt er í bréfinu er að konur fái sömu möguleika og karlar á kirkjulegum embætt- um. Þess er krafist að kaþólska kirkjan í Þýskalandi og jafnvel yfirstjórn kirkjunnar allrar hefji opna um- ræðu um vígslu kvenna, skírlífi presta, giftingu frá- skilinna og svo framvegis. SOMALÍA: Loftbrú með mat til barna. Lúterska heimssambandið hefur myndað loftbrú frá Nairóbí til Mogadishu, höfuð- borgar Sómalíu með mat til sveltandi barna. Maturinn er sendur á ellefu stöðvar þar sem um ellefu þúsund börn geta notið hans. Stöðvarnar eru reknar af stofnun sem kallast Bjargið börnunum (Save the Children Foundation). Maturinn sem börnin fá er bætiefnaríkt mjöl sem kallast Unimix og er gert úr maís, baunamjöli, sykri og olíu. Á tveimur vikum var flogið með 500 tonn af mat. Um helmingur hinna átta milljón ibúa Sómalíu er talinn svelta, fyrst og fremst vegna langvarandi borgara- stríðs. VÍÐFÖRLI Október 1 992 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.