Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 7
NÝBAKAÐIR PRESTAR Hvernig er að hafa nýlokið við guð- frœðinámi, flytja langt úl á land og taka prestvígslu? Tveir nývígðir prestar, sr. Hannes Björnsson á Pat- reksfirði og sr. Sigríður Óladóttir á Hólmavík tóku pví vel þegar starfs- maður Vt'ðjorla hringdi íþau og bar upp þessar áleitnu spurningar: „Ég var að kveðja biskupinn, hr. Ólaf Skúlason og konu hans”, sagði sr. Sigríður. „Biskupinn er á visitasíúferð um prófastsdæmið. Þetta er búið að vera mjög gaman. Það hefur í raun og veru mik- ið að segja fyrir sóknirnar að fá svona heimsókn, það færist aukinn kraftur í starfið. “ En hvernig kann Skagakona við sig á Hólmavík? „Alveg sérstaklega vel. Ég er reyndar ættuð héð- an og þekki til hér - þekki bæði fólk og um- hverfi. Hér er líka mjög fallegt. Svo skemmir ekki að ástandið hér á Hólmavík er gott miðað við það sem gengur og gerist á íslandi. Það er næg atvinna, mörg hús í byggingu og enginn barlómur. “ Hvert varfyrsta prestverkið? „Ég fermdi á hvítasunnu á Hólmavík og Drangsnesi. Það gekk vel og fólkið hér hefúr tekið mér vel, alveg ótrúlega vel, finnst mér," segir Sigríður og hlær. „Jú, jú - ég bý í stóru húsi - 236 fermetrum - þetta er allt mjög stór- kostlegt.” Hún hlær aftur. Prestakallið er mikið yfirferðar. Fimm kirkjur til- heyra Hólmavík en tveir söfnuðanna eru mjög fámennir og ein kirkjan er óupphituð. „Það getur verið erfitt að fara um á veturna ef tíðin er slæm en samkvæmt lagaákvæðum á ég að messa a.m.k. sex sinnum á ári í þremur minni kirkjun- um. En það getur verið snúið að púsla þessu saman og svo ræður veðrið talsverðu. Annars er ég að skipuleggja vetrarstarfið í rólegheitum." Á hvað leggur þú mesta áherslu? „Hér er mikill áhugi fyrir barnastarfinu og mest spurt um það. Hér hefur ekki verið prestur bú- settur í tvo vetur, sem kom niður á starfinu. Ég verð með barnastarf á Hólmavík og Drangsnesi og víðar ef áliugi er fyrir. Svo er mikill áhugi á kórstarfi og hér eru ungverskir tónlistarkennar- ar. Kórinn hyggur á Ungverjalandsferð næsta sumar. Ég vona að það verði af því.” Líkt og margir aðrir ungir prestar þurfti Sigríður að byrja á að kaupa nauðsynlegan útbúnað eins og bíl sem kemst um prestakallið að vetri til og finna Hver voru fyrstu þrestverkin? „Fyrstu prestverk voru þrjár skírnir og tvær fermingar í sömu athöfn í kirkjunni í Sauðlauks- dal. Það var sami afi að öllum börnunum sem var skemmtilegt.” Prestakallið er víðlent og um vestfirska fjallvegi að fara milli kirknanna sem eru Patreksfjarðarkirkja, Sauðlauksdaiur, Saurbæjarkirkja á Rauðasandi og Breiðuvíkurkirkja, vestasta kirkja Evrópu. Hvern- ig ætlar Hannes að komast á milli? „Ég var að fjárfesta í nýjum bíl sem er meðal ann- ars góður í hálku. Það er alveg nauðsynlegt því að vegimir geta verið stórhættulegir í hálku. Svo á eftir að koma í ljós hvort ég hef efni á bílnum”. Hvernig gengur að skipuleggja vetrarstarfið? „Ég er nú að þessu í fyrsta sinn og ég veit ekki hvað ég kem til með að komast yfir. Ég ætla að reyna að koma á föstum messum í sveitinni og á sjúkrahúsinu. Svo er það auðvitað starfið hér á Patreksfirði. Patreksfjörður hefur lúns vegar alltaf búið svo vel hvað varðar bamastarf að maður að nafni Bergsteinn Snæbjörnsson hefur sinnt því í áratugi. Svo að hér féll ekki niður barnastarf þó að prestlaust væri síðasta vetur. Varðandi skipu- lag vetrarins þá þarf ég að taka tillit til þess að við hjónin bæði verðum að kenna. Það er ekki nokkur leið að lifa á prestlaununum einum.“ Er erfitt að verða þrestur? „Maður tekur hlutunum eins og þeir koma fyrir. Maður rekur sig á. Smáatriði þarf að fínpússa en fólk á alveg von á því þegar nýr prestur kemur á staðinn og það hefur verið alveg óhemju jákvætt.” MYLSNA Stundum getur orðalagið ú kirkjulegum tilkynningum verið broslegt. Þessi dæmi eru öll „ekta", ættuð úr ýmsum kirkjum. Miðvikudagur. Fundur í Lestrarfélagi kvenna. Frú Johnson ætlar að syngja „Ég lúlla í lúgu rúmi" ósamt prestinum. Losaðu þig við gömlu fötin. Kvenfélagskonurnar aðsfoða þig fúslega í kirkjukjallaranum síðdegis ú föstudögum. Guðsþjónustunni lýkur með „Margir litlir læk- ir". Einn karlmannanna mun byrja hljóðlega og siðan tekur allur söfnuðurinn undir. „Okkur vantar meiri fjórmuni. Gjaldkerinn er að leita í skúffum sínum að einhverju smóræði." „Ég held að við ættum að Ijúka umræðunni núna, nema einhver sitji ó einhverju, sem hann ólítur mikilvægt." „Einingarinnar vegna þurfum við að sundur- greina hlutina." húsgögn í þetta stóra hús. En á hún tölvu? „Nei, ég á ekki skrifborð og enga tölvu,” svarar hún hlæjandi. „Ég skrifa bara predikanir við eld- húsborðið. Þetta kemur allt smám saman.” Séra Hannes Björnsson flutti í vor til Patreksfjarðar ásamt konu sinni, Elvu Björg Einarsdóttur og dætrunum Jónínu Sig- rúnu og Ragnhildi Helgu. „Elva á nú ættmenni hér og ég var hér í starfs- þjálfun í fyrra svo að við vissum að hverju við gengum,” sagði Hannes þegar Víðförli sló á þráð- inn til hans. „Fólkið hér hefur tekið okkur vel, endabúið að vera prestlaust í ár.” Séra Sigríður og séra Hannes ganga fremst á prestastefnu VÍÐFÖRLI Október 1992 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.