Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Qupperneq 21

Skólavarðan - 2019, Qupperneq 21
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 21 Tækni / UMFJÖLLUN allir í vasanum og bíða þess að þeir hringi eða eigendurnir taki þá upp til að hringja. Öðru nær. Ef tækifæri gefst, og jafnvel þótt það gefist ekki, er fólk með símann í hendinni – en þó ekki endilega að tala. Það er bara verið að „tékka á hlutunum“, senda kunningjunum skila- boð, skoða vefsíður eða sendingar frá öðrum, svo eitthvað sé nefnt. Sumum dugir jafnvel ekki einn sími. Í strætó, á biðstofum, veitingastöðum og kaffihús- um, alls staðar er fólk gónandi á símann en tekur varla eftir neinu í kringum sig. Iðulega má sjá tvö eða fleiri ungmenni ganga hlið við hlið. Í stað þess að spjalla saman er hver og einn með augun og puttana á símanum. Allir kannast við þessar lýsingar. Símafíkn Fyrst eftir að farsímarnir komu til sögunnar leiddu líklega fáir hugann að því hve stórt hlutverk þetta undratæki (sem það vissulega er) myndi leika í daglegu lífi fólks. Fáum datt í hug að setja þyrfti sérstakar reglur um notkun farsímans. Þegar farið er í leikhús eða á tónleika eru viðstaddir beðnir um að slökkva á farsímum og við útfarir eða aðrar kirkjulegar athafnir gildir hið sama. Víða hefur farsímanotkunin og það sem henni fylgir (skilaboð og tölvu- póstur) mikið verið rædd og á mörgum vinnustöðum hafa verið settar ákveðnar reglur varðandi þessa notkun, einkum tölvupóstsendingar utan vinnutíma. Margir skólar hafa sömuleiðis sett ákveðnar reglur um notkun símanna. Þegar heimilissíminn var eini sími heimilisins var svonefnd símafíkn óþekkt en með tilkomu farsímans hafa margir, og þeim fer sífellt fjölgandi, orðið símafíkninni að bráð. Þar er enginn aldurshópur undanskilinn en tiltölulega fæsta fíkla er að finna meðal eftirlaunafólks. Börnunum blöskrar Á fjölmörgum heimilum er síðdegið og kvöldmatartíminn eina samverustund fjölskyldunnar; heimanám, kannski með aðstoð foreldra, matartilbúningur og kvöldmaturinn ásamt uppvaski og tilheyrandi. En síminn kærir sig kollóttan um slíkt og mörg börn upplifa það að foreldrarnir séu mjög uppteknir af símanum. „Þetta gæti verið mikilvægt“ eða „ég á von á mikilvægum tölvupósti vegna vinnunnar“ er algengt viðkvæði foreldra. Börnunum leiðist þetta og finnst þau vera afskipt og að síminn sé sífellt tekinn fram yfir þau. Símasamningurinn Fyrir nokkru kvörtuðu börnin í 2. bekk (7-8 ára) í Fynslundskólanum í Kolding 'ÎNGUFERÈIN ÖÅN ER ¹ UTIVISTIS 3KOÈAÈU FERÈIR ¹ UTIVISTIS á Suður-Jótlandi undan því við bekkj- arkennarann að foreldrarnir væru alltaf svo uppteknir við símann að þeir mættu ekki vera að neinu. Ein stúlka nefndi að kvöldið áður hefði hún verið að undirbúa matinn, mexíkóskar pönnukökur, með pabba sínum. Hún hefði spurt hvort ekki væri nóg að hafa þrjú avókadó (lárperur) í maukið með pönnukökunum. Pabbinn, með símann í höndunum, svaraði ekki og þegar hún spurði aftur hváði hann. Undir þessa lýsingu tóku mörg börn í bekknum og sögðu hana dæmigerða; foreldrarnir svöruðu út í hött og gæfu sér einfaldlega ekki tíma til neins annars en vera í símanum. Kennarinn spurði hvað þau vildu gera í því. Þá stakk einn nemandinn upp á því að bekkurinn myndi í sameiningu búa til símareglur, eins konar samning sem allir á heimilinu myndu undirrita. Þetta þótti öllum í bekknum heillaráð og létu ekki sitja við orðin tóm. Útkoman var samningur sem börnin ákváðu að kalla „Símasamning fjölskyldunnar“. Hann er ekki flókinn. Síminn er lagður til hliðar XX Í klukkutíma þegar komið er heim úr skóla eða vinnu XX Meðan heimanám fer fram XX Meðan kvöldmatur er borðaður XX Eftir kvöldmatinn meðan vaskað er upp og gengið frá XX Þegar fjölskyldan horfir á sjónvarpið saman Hægt er að bæta við fleiri atriðum ef þurfa þykir. Fjölskyldan skrifar svo undir og samningurinn er látinn vera á áber- andi stað, t.d. á hurðinni á kæliskápnum. Samstaðan skapar þrýsting á foreldrana Andreas Lieberoth, aðjúnkt við Háskólann í Árósum, sagði í viðtali við Danska útvarpið (DR) að annars- bekkingarnir í Fynslundskól- anum ættu mikið hrós skilið fyrir að hafa haft frumkvæði að símasamningnum. Hann hafði ekki áður heyrt um slíkan samning en kvaðst viss um að margir myndu notfæra sér hugmyndina. „Börn vilja nefnilega skýrar reglur og standa við þær.“ „Samningur skapar líka ákveðinn þrýsting á foreldrana, sem fá að heyra að það séu allir með þennan samning og þau geti ekki annað en verið með,“ sagði Andreas Lieberoth. Samningurinn er, eins og áður sagði, nýtilkominn en hefur vakið talsverða athygli í Danmörku. Danska útvarpið hef- ur fjallað ítarlega um hann á vefsíðu sinni og á aðalrás útvarpsins og sömuleiðis hefur verið sagt frá honum í nokkrum stærstu blöðum landsins.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.