Skólavarðan - 2019, Síða 23
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 23
Kristín Valsdóttir / VIÐTAL
T ilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær áskoranir sem mæta nemendum sem koma inn á nýjan vettvang og hefja nám í kennslufræðum á meistarastigi og er markmið-
ið meðal annars að þróa áfram meistaranám fyrir
listamenn. Niðurstöður sýna að hjá þátttakendum
eiga sér stað nokkur átök sem tengjast því að fara
á milli vettvanga, úr heimi listanna yfir í heim
skólanna. Meginniðurstöður Kristínar eru að
sú vegferð að tileinka sér nýja sjálfsmynd sem
listkennari meðfram því að vera listamaður krefjist
tíma. Því hafi lenging kennaranáms töluvert að
segja. Þá má nýta niðurstöður rannsóknarinnar
við þróun og uppbyggingu frekara meistara- og
doktorsnáms fyrir listamenn á Íslandi.
Kristín Valsdóttir byrjaði að læra á píanó
þegar hún var sex ára. „Amma mín, sem var frá
Seyðisfirði, lærði á píanó. Hún sigldi um tvítugt
ásamt vinkonu sinni til Berlínar árið 1931 og þar
lögðu þær stund á píanó- og söngnám. Þær voru
þó ekki lengi þar vegna uppgangs nasismans. Þó
amma lærði síðar hjúkrunarfræði starfaði hún
einnig sem píanókennari og undirleikari. Þegar
hún giftist afa og flutti til Siglufjarðar með sitt
píanó bættist það við þau tvö sem hann átti fyrir.
Þau ákváðu því að senda píanó til fjölskyldu
minnar í bæinn og þannig kom Pedersen-píanó
afa á heimilið þegar ég var sex ára. Í framhaldinu
vorum ég og systir mín, sem er tveimur árum eldri,
sendar í píanónám. Mér fannst ofsalega gaman
að spila þangað til mér var gert að æfa mig dálítið
mikið. Ég er frekar mikil félagsvera og var á kafi
í dansi og handbolta og fannst ekki spennandi að
sitja ein við hljóðfærið í marga klukkutíma á dag.
Ég tók mér þess vegna pásu sem unglingur en
byrjaði aftur að læra á píanó undir tvítugt.“
Tónlistin togaði einfaldlega í Kristínu Vals-
dóttur. „Tónlist er eitthvað sem ég hef alltaf tengt
við. Ég hef alltaf sungið mikið og foreldrar mínir
sögðu að ég hefði þau í svefn þegar ég var lítil og að
ég hefði á tímabili eiginlega sungið meira en talað.
Ég gat farið inn í annan heim þegar ég var að spila
og syngja. Ég var mikið tilfinningabúnt og ég fékk
einhverja útrás í tónlistinni.“
Nám í Salzburg
Kristín stundaði nám á náttúru- og síðar félags-
fræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og eftir
stúdentspróf kenndi hún í grunnskólanum á
Eskifirði í einn vetur. „Sú reynsla mótaði framtíð
mína að miklu leyti því mér fannst svakalega
skemmtilegt að kenna og þykir enn. Einnig notaði
ég tímann til að halda píanókunnáttunni við og var
í tímum hjá Pavel Smid sem kenndi við tónlistar-
skólann og varð síðar organisti við Fríkirkjuna í
Reykjavík.“
Enn togaði tónlistin í Kristínu en hún lauk
síðar tónmenntakennaraprófi frá Kennarahá-
skóla Íslands og starfaði eftir það í fimm ár sem
tónmenntakennari og almennur kennari við
Vesturbæjarskóla. Hún stundaði á sama tíma bæði
píanónám og söngnám og hún hefur verið í kórum
í áratugi. „Tónlist er eitt af tjáningarformum
manneskjunnar. Við tjáum okkur með orðum,
tónlist, myndum, látbragði og hreyfingum. Þessi
tjáningarmáti hentar mér mjög vel.“
Kristín fór síðan í tveggja ára framhaldsnám
í tónlistar- og danskennslu við Orff Institut, tón-
listarháskólann Mozarteum í Salzburg í Austurríki.
„Þannig gat ég tengt saman tónlistaráhugann og
hreyfiþörfina; dansinn.“
Hún kom heim árið 1992, kenndi um tíma í
Vesturbæjarskóla og varð stundakennari og síðar
aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands til ársins
2008. Kristín starfaði á þessum tíma líka við tón-
listarkennslu og kórstjórn í Vesturbæjarskóla og
við Dómkirkjuna og Tónlistarskólann í Reykjavík.
Þá var hún kennari á sviðslistadeild Listaháskóla
Íslands og stundakennari við tónlistardeild og í
kennslufræði skólans.
Kristín útskrifaðist árið 2006 með meistara-
gráðu í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla
Íslands. Hún hefur verið deildarforseti listkennslu-
deildar Listaháskóla Íslands frá því að deildin var
stofnuð árið 2009.
Kristín segir að verkefnin sem hún hafi sinnt
í starfi sínu við LHÍ séu ótrúlega skemmtileg. „Hér
hafði kennaranám verið í boði, byggt sérstaklega á
því sem hafði verið í Myndlista- og handíðaskóla
Íslands. Þegar lög um menntun kennara og
skólastjórnenda um að allir kennarar skuli ljúka
meistaragráðu voru sett þá var tekin sú ákvörðun
hér innanhúss að bæta við fimmtu deildinni, list-
kennsludeild, við skólann. Hún er kennslufræði-
deild en fyrir voru deildir tengdar hönnun og
arkitektúr, myndlist, sviðslistum og tónlist. Stjórn-
endum á þeim tíma fannst skólinn ekki mega vera
eftirbátur annarra háskóla og að við yrðum að
byggja undir kennaranám listamanna og þar með
listmenntun allra barna. Nýjungin var að þetta yrði
eingöngu meistaranám; tveggja ára nám fyrir þau
sem hefðu lokið BA-gráðu í listum og að í deildinni
kæmi saman fólk úr öllum listgreinum. Hér fara
nemendur í áfanga sem eru tengdir viðkomandi
listgrein en nemendur úr öllum greinum fara svo
saman í tíma í almennri kennslufræði, heimspeki
og sálarfræði og svo í valnámskeið. Þeir eru því að
deila reynslu sinni og fólk uppgötvar nýjar hliðar
á sjálfu sér þegar það er svona mikið samkrull og
samvinna í gangi.“
Í doktorsnám
Upphafið að doktorsverkefninu má segja að hafi
verið árið 2008 þegar Kristín sótti um doktorsnám
við háskólann í Perth í Ástralíu. Kristín segir
að þegar hún hafi verið komin með fulla stöðu
við háskóla og séð fyrir sér að hún vildi leiða
rannsóknarverkefni þá hafi henni fundist hún
verða að hafa doktorsgráðu. „Í meistararitgerð
minni fjallaði ég um hvað einkennir farsæla
Sjálfsmynd
listgreina-
kennaraefna
Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands,
varði í vetur doktorsritgerð sína „Að verða listkennari – lærdómsferli
listamanna“ frá Háskóla Íslands. Rannsóknin fjallar um nám og námsferli
þeirra listamanna sem bæta við sig kennaranámi og sjálfsmynd listgreina-
kennaraefna er áberandi í henni.
Texti: Svava Jónsdóttir