Skólavarðan - 2019, Síða 31
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 31
Leikskólinn / UMFJÖLLUN
og notum kveikjur til að hefja sam-
ræðuna. Oft erum við með íslenskar
sögur en líka myndrænar kveikjur. Eitt
verkefnið er að setja fram myndir sem
börnin flokka eftir því hvort þeim finn-
ast þær fallegar eða ekki. Síðan er farið
yfir hverjir eru sammála eða ósammála
og af hverju þá. Rökræðan skiptir máli
og mikilvægt að börnin læri að það er
allt í lagi að vera ósammála. Þau læra
að mynda sér sér sína eigin skoðun
og að það er í allt í lagi að hafa aðra
skoðun en hinir,“ segir Ingi Jóhann.
Jafnréttið allt um kring
Jafnréttisáætlun Lundarsels er afar
ítarleg og er skrifuð fyrir starfsfólk,
börn og foreldra leikskólans. Þar segir
meðal annars; „Við stuðlum að og
ýtum undir jafnrétti kynjanna á sem
fjölbreyttastan hátt. Við komum fram
við alla, kennara, börn, starfsmenn og
foreldra með virðingu. Sýnum traust
og trúnað, hlýlegt og glaðlegt viðmót
og kurteisi. Við stuðlum að og ýtum
undir að þess sé gætt að jafnrétti ríki í
öllu starfi leikskólans“.
„Við leggjum mikla áherslu á
jafnrétti á öllum sviðum. Kyn á ekki að
hamla eru okkar einkunnarorð og við
vinnum markvisst gegn staðalmyndum
kynjanna. Við tókum þátt í samstarfs-
verkefninu Rjúfum hefðirnar – förum
nýjar leiðir sem var afar áhugavert og
gefandi. Við leggjum áherslu á að börn-
in fái jafnréttisfræðslu og sé undirbúin
til jafnrar þátttöku í samfélaginu,“
segir Björg.
„Við brýnum fyrir börnunum að
allir megi prófa allt en fræðilega er
talað um að þegar börn séu þriggja
til fjögurra ára þá fari þau að tala um
að eitthvað sé „stelpulegt“ og annað
„strákalegt“. Við reynum að brjóta
þessa „kynjun“ upp með til dæmis
dótadögum þar sem er kannski leikið
með dúkkur einn daginn og bíla hinn
daginn. Hugmyndin er að krakkarnir
sjái að allir megi leika með allt. Svo
heimsækjum við fyrirtæki og skoðum
við hvað foreldrarnir vinna og einnig
höfum við farið í VMA til að kynna
okkur námsgreinarnar þar; stelpurnar
hafa kynnt sér hefðbundnar „stráka-
greinar“ og strákarnir hefðbundnar
„stelpugreinar“. Svo höfum við
tekið umræðuna með börnunum. Við
reynum að kenna börnunum að vera
sjálfstæð og fordómalaus,“ segir Ingi
Jóhann.
Heimspeki er „stórt“ orð
Um 90 börn eru á leikskólanum
Lundarseli og eru starfsmenn 25.
Þar af eru 16 leikskólakennarar með
leyfisbréf sem verður að teljast gott
hlutfall. Flest annað starfsfólk býr yfir
annarri menntun.
Starfsþróun og endurmenntun
starfsfólks er afar mikilvæg að mati
Bjargar.
„Við getum alltaf bætt okkur í
starfi og við reynum að hvetja okkar
fólk til starfsþróunar. Við tókum til
dæmis öll þátt í þróunarverkefninu
Hugleikur – samræður til náms í
Háskólanum á Akureyri fyrir tveimur
árum. Efni verkefnisins er nátengt
okkar hugmyndafræði og reyndist
þetta mikil vítamínsprauta fyrir allan
starfsmannahópinn. Þá sér Helga
María um að þjálfa nýtt starfsfólk í
hugmyndafræðinni okkar – og heldur
stutt námskeið fyrir nýja kennara og
starfsfólk. Heimspeki er stórt orð í
huga margra og sumir óttast það. En
nýir kennarar fylgjast með hinum
reyndari og undantekningalaust
lærist þetta fljótt og vel,“ segir Björg
Sigurvinsdóttir leikskólastjóri.
Áhugasamir geta heimsótt vefsíðu
Lundarsels (lundarsel.is) en þar er
að finna margs konar fróðleik um
starfsemi leikskólans, umfjöllun um
heimspeki og ítarlega jafnréttisstefnu
svo fátt eitt sé nefnt.
Björg Sigurvinsdóttir, leikskólastjóri í Lundarseli, og Ingi Jóhann Friðjónsson, leiðbeinandi með BA-gráðu í
heimspeki og núverandi meistaranemi í leikskólakennarafræðum.
Dæmi um markmið með
heimspeki með börnum
XX Samræða þjálfar börn í að koma hugsunum
sínum í orð.
XX Að koma auga á áður óþekkt tengsl.
XX Börnin verða færari í að mynda sér sjálfstæðar
skoðanir eftir að hafa velt hlutunum gagnrýnið og
skapandi fyrir sér.
XX Börnin öðlast aukinn skilning á sjálfum sér og
öðrum.
XX Auk þess öðlast þau aukinn skilning á lífinu og
tilverunni.
Sjá nánar á lundarsel.is