Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 33

Skólavarðan - 2019, Side 33
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 33 Tímamót / KENNARASAMBANDIÐ „Hér á ég heima. Þetta er þó sann- kallað musteri viskunnar. Hér byrjar loksins þroski sálar minnar.“ Þórbergur Þórðarson í Ofvitanum. Þórbergur var við nám í Kennara- skólanum árið 1909 en varð fljótt afhuga náminu og skráði sig í gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík. 1962 Kennaraskólinn flytur starfsemi sína í Stakkahlíð. Freysteinn Gunnarsson lætur af störfum sem skólastjóri. Handavinna var þó áfram kennd í húsinu og Rannsóknastofnun uppeldismála hafði aðstöðu á 2. hæð hússins. Litlu kostað til viðhalds og endurbóta á þessu ári og í mörg mörg ár á eftir. 1976 Freysteinn Gunnarsson lést 27. júní. Þau hjón bjuggu enn í Kennarahúsinu. 1992 Starfsfólk KÍ flytur af Grettisgötu 89 í Kennarahúsið. Endurbótum lokið fyrir utan kjallara og ris. 2019 Ráðgert að flytja starfsemi KÍ í Borgartún 30 að sumri. 1991 Kennarasamband Íslands varð formlegur eigandi Kennarahússins og hafist var handa við endurbyggingu. Aðal- inngangur var settur á norðurhlið hússins ásamt tröppum en áður hafði verið gengið inn á vesturgafli. 2000 Félag kennara á eftirlaunum gefur skjöld sem prýðir Kennarahúsið Baróns stígsmegin. Skjöldurinn varð- veitir minningu skólastjóranna tveggja sem störfuðu í Kennarahúsinu; Magnúsar Helgasonar og Freysteins Gunnarssonar. 2009 Endurbætur gerðar á fyrstu hæð hússins. 2017 1989 Í tilefni þess að 100 ára voru liðin frá stofnun fyrsta kennara- félagsins ákvað ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að gefa kennarasamtökunum húsið. Hið íslenska kennarafélag afþakkaði gjöfina en Kennarasamband Íslands hið eldra þáði húsið. Húsið var afar illa farið að utan sem innan.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.