Skólavarðan - 2019, Qupperneq 37
Kvennaþing Sameinuðu þjóðanna / ALÞJÓÐASTARF
Þar sem Kennara-
samband Íslands
er 10.500 manna
stéttarfélag með
konur í meirihluta
finnst mér ófært
annað en að það
sækist eftir því
í framtíðinni að
eiga sinn fulltrúa
í íslensku sendi-
nefndinni.
sem var í sérstakri málstofu um feðra-
orlof og mikilvægi þess að fæðingarorlof
sé jafnað á milli beggja foreldra. Hún
var í „panel“ með jafnréttisráðherrum
hinna Norðurlandanna og það var
gaman að hlusta á það sem þær höfðu
fram að færa. Sjálf var Katrín fyrsti
ráðherra Íslands til þess að eignast barn
í embætti og fór í leyfi eins og gengur
þótt gagnrýnin hafi verið hörð á sínum
tíma og margir haft á því orð að það
gæti nú engin kona staðið í þessum
sporum, að eignast barn og halda
ráðherrastóli. En Katrín sýndi þeim
samt að það er lítið mál enda hafa nú
karlarnir verið í þessari sömu stöðu í
gegnum tíðina án þess að nokkur hafi
haft sérstaklega orð á því.
Ég var stolt og hreykin af forsætis-
ráðherranum mínum, hún bar af og ber
málaflokkinn glögglega fyrir brjósti sem
er gríðarlega mikilvægt.
Hitt sem vakti sérstaklega
athygli mína var umræða um ólaunuð
umönnunarstörf. Umönnun veikra
aðstandenda eins og foreldra hvílir á
herðum kvenna í langflestum tilfellum.
Það eru konurnar sem sinna þeim veiku
mun meira en karlarnir og það með
fullri vinnu í flestum tilfellum. Þetta
gríðarlega viðbótarálag er mögulega
skýring á hærra hlutfalli kvenna sem
glíma við kulnun í starfi vegna álags og
jafnvel brenna alveg upp og
falla út af vinnumarkaði.
Það þarf að skoða þetta með
markvissum hætti hérna
heima því það er jafnréttis-
mál að það sé trygg þjónusta
við veika aðstandendur af
hálfu hins opinbera.
Á vegum íslenska
ríkisins er sendinefnd sem
sækir þingið í New York og í
ár var hún óvenju fjölmenn.
Forsætisráðuneytið hefur
nú jafnréttismálin á sinni
könnu og voru 50 fulltrúar
í sendinefndinni á vegum
félagasamtaka og stéttarfé-
laga. Má þar nefna fulltrúa
frá Kvennaathvarfinu, Stíga-
mótum, Kvenréttindafélagi
Íslands, Soroptimistum
og fleiri samtökum og ekki
síður voru öll stærri stéttar-
félög landsins með fulltrúa
í þessari sendinefnd; mörg
aðildarfélög ASÍ, BHM og
BSRB, svo eitthvað sé nefnt.
Kennarasamband Íslands
hefur aldrei átt fulltrúa í íslensku
SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nem endur
á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og
er boðið upp á mismunandi leiðir.
• Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í
móttökustöð SORPU í Gufunesi.
• Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð.
• Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og
starfsfólk.
Í fræðslunni er lögð áhersla á um hverfis ávinninginn
sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til
endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf,
í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við
flokkum rétt.
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is
NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK
FRÆÐSLA HJÁ SORPU
sendinefndinni. Sá háttur er hafður á
að þau félög sem vilja leggja til fulltrúa
óska eftir því við forsætis-
ráðuneytið og greiða sjálf
kostnað fyrir sinn fulltrúa.
Þar sem Kennarasam-
band Íslands er 10.500
manna stéttarfélag með
konur í meirihluta finnst
mér ófært annað en að það
sækist eftir því í framtíðinni
að eiga sinn fulltrúa í
íslensku sendinefndinni.
Þarna sækjum við okkur
þekkingu og fróðleik og
getum ekki síður lagt gott
til og miðlað af góðum
árangri okkar. Það er mín
skoðun eftir þessa þátttöku í
kvennaþinginu að Kennara-
samband Íslands eigi að
óska eftir því við forsætis-
ráðuneytið að fulltrúar á
okkar vegum verði alltaf
hluti af íslensku sendi-
nefndinni og að ári eigum
við að sækjast eftir því að
halda einn hliðarviðburð
þar sem við kynnum fyrir alþjóðasam-
félaginu okkar starf í jafnréttismálum
sem er til mikillar fyrirmyndar.