Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Qupperneq 56

Skólavarðan - 2019, Qupperneq 56
56 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 RADDIR / Barnaþing Í nóvember n.k. á þrjátíu ára afmæli Barnasátt-málans – samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins – verður haldið í Reykjavík fyrsta þing um málefni barna eða barna- þing. Embætti umboðsmanns barna skipuleggur þingið en í breytingum sem gerðar voru á lögum um embættið á síðasta ári var ákveðið að halda skyldi barnaþing annað hvert ár með þátttöku barna sem og alþingismanna, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka. Barnaþingið í haust verður haldið í Hörpu dagana 21.- 22. nóvember og er gert ráð fyrir um 400-500 þátttak- endum. Í nýsamþykktum breytingum á lögum um umboðsmann barna er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins. Fyrirhugað er að dagskrá þingsins verði skipt í tvennt. Á fyrri deginum verður formleg dagskrá með erindum og skýrslum um stöðu barna en síðari dagurinn verður helgaður umræðum í þjóðfundarstíl þar sem börn og fullorðnir eiga samræðu um málefni sem brenna á börnum. Niðurstöður þingsins verða kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum og er ætlað að vera mikilvægt framlag í stefnumótun um málefni barna. Barnaþingið kemur til með að verða afar nýstárleg og spennandi leið sem hefur það að markmiði að virkja börn til þátttöku í málefnum sem snerta þau og þjálfa fullorðið fólk til samræðu við börn. Stefnt er að því að velja hóp barna með slembivali af öllu landinu til að tryggja breiðan bakgrunn þeirra. Umboðsmanni barna er ekki kunnugt Barnaþing í nóvember Spennandi tækifæri til að auka lýðræðisþátttöku barna Salvör Nordal umboðsmaður barna Embættið hefur alla tíð lagt áherslu á að eiga gott samstarf við skólafólk og börn á öllum skólastigum meðal annars með heimsóknum í skóla og sam- ræðu við skólafólk

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.