Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2007, Qupperneq 39
réttur yrði til þess að við byrjum enn og aftur
að draga fólk í dilka – hvað þá?
Eins og það er mikilvægt að allar þær
lesbíur sem langar til að sinna móðurhlut-
verkinu fái hindrunarlaust að gera það, þá
væri það hörmulegt ef þessi nýfengni réttur
yrði til þess að til yrðu tveir hópar sam-
kynhneigðra kvenna, sá æðri, sem ræktar
móðurhlutverkið, og sá óæðri sem vogar sér
að afþakka þetta hlutverk. Á sama hátt þætti
mér það hörmulegt ef nýfenginn hjúskapar-
réttur samkynhneigðra yrði til þess að til
yrðu tveir flokkar, annars vegar fyrsti flokk-
ur, hommar og lesbíur í hjúskap, og hins
vegar þau sem ekki
vilja, geta eða kæra
sig um það lífsform.
Ef slíkir flokkadrættir
tækju að móta gildis-
mat samkynhneigðra
og fjölskyldna þeirra
væri það ekkert annað en
dapurlegt bergmál af hinu
gamla gagnkynhneigða
gildismati sem að okkur er
rétt – að mæður séu merki-
legri en aðrar konur, að hjón
séu merkilegri en stakir ein-
staklingar. Látum vera þótt við
flokkum kartöflur og rófur, en
við setjum ekki manneskjur í
gæðaflokka.
Ríkari og frjálsari
manneskjur
Ef við berum vit og gæfu til að sjá í gegnum
þau margvíslegu kúgunarferli, sem enda-
laust er þrýst yfir okkur og vinna gegn þeim,
þá er ástæða til að hlakka til framtíðarinnar.
Sú vinna er hlutverk allra manna og ég
er ekki frá því að mörgu gagnkynhneigðu
fólki fyndist það verða ríkari og frjálsari
manneskjur við að fá að taka þátt í slíkri
gagnrýni á menningu okkar allra.
Ég held með öðrum orðum að eitt af brýn-
ustu og skemmtilegustu verkefnum lífsins sé
að vinna gegn hinu gagnkynhneigða reglu-
veldi sem gegnsýrir lífið. Eftir því sem þessu
verkefni þokar áfram munu okkur bjóðast
betri og fleiri möguleikar til að velja hver
við viljum vera, og til að vera metin fyrir það
sem við erum og gerum, en ekki fyrir það
sem við ættum að vera og ættum að gera.
Thorvaldur Kristinsson is a writer and
editor in Reykjavík. He has been a lead-
ing figure in the lesbian and gay rights
movements in Iceland for twenty five
years. In addition to his political activ-
ism, his contribution to the lesbian and
gay cause includes books and numer-
ous articles and lectures. Here he remi-
nisces the first big Gay Pride parade in
Reykjavík in the year 2000 and its impact
on Icelandic community and social
values.