Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2007, Page 42

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2007, Page 42
42 Gleðiganga í sól og regni Hver segir svo að drottingar geti ekki drifið sig þegar á dynur? Það verður að segjast að eftir þetta hefur fólki verið umhugað að setja á sig vatnshelt make-up og hafa regnhlíf með sér í gönguna! Enn eitt dæmi um aðlögunarhæfni og vilja fólks og sýnir líka að þessi ganga verður gengin þótt á móti blási og niður rigni. af hverju gleðiganga? Stundum er ég líka spurð af hverju við förum í þessa göngu og af hverju hún heiti gleðiganga en ekki skrúðganga eins og sú á 17. júní. Vissulega er gleðigangan skrúðganga í þeim skilningi að fólk skreytir sig og er marglitt og fjölskrúðugt. En við leggjum áherslu á gleðina og tilfinninguna sem sterkasta aflið í göngunni. Ásamt ættingjum okkar og vinum fetum við í fótspor milljóna fólks sem gengið hefur á undan okkur frá því að fyrsta gangan var farin í júní 1970 í New York. Sú ganga var til að minnast Stonewall-uppreisnarinnar árið áður í Greenwich Village þar í borg. Uppreisnin markaði upphaf nútíma réttinda- baráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks um heim allan – sem best er að kalla hinsegin hér eftir til hægðarauka. Síðan hefur gleðiganga verið gengin á hverju ári í hundruðum borga og sífellt bætast fleiri við. Eftir að Sovétríkin leystust upp árið 1991 hafa samtök hinsegin fólks í Austur-Evrópu barist hetjulega fyrir því að halda sínar gleðigöngur og efna til hátíðar. Þeirri baráttu langt frá því að vera lokið og sömu sögu er að segja um mörg önnur lönd í flestum heimsálfum. Raunar þurfum við ekki að leita langt til að sjá misréttið í raun, því að réttindi hinsegin fólks eru vægast sagt bágborin hjá nágrönnum okkar í Fær- Katrín jónsdóttir Sumarið á Íslandi birtist á margan hátt. Þá eru næturnar auðvitað bjartar og þá er aðeins hlýrra en venjulega og náttúrlega minni snjókoma. Svo er það dagatalið sem segir að kominn sé júní eða júlí og svo framvegis. Fyrir mig er sumarið komið þegar fólk á förnum vegi spyr hvort ég sé „þessi göngu- stjóri fyrir gleðigönguna. Og verður ekki líka ganga í ár?“ Ég svara hvoru tveggja játandi. Það verður gleðiganga í ár og þetta er í fimmta sinn sem ég verð göngu- stjóri þessa frábæra fyrirbæris, en Hinsegin dagar hafa staðið fyrir hátíðarhöldum með göngu og skemmtidagskrá að henni lokinni síðastliðin átta ár. Ég var göngustjóri í fyrsta sinn árið 2003, en þá gegndum við Guðbjörg Ottósdóttir því hlutverki. Og það var einmitt árið sem rigndi stanslaust frá því að gangan lagði af stað og þar til skemmtidagskránni lauk í Lækjargötu. Öll þessi rigning hafði auðvitað mikil áhrif á öll flottu atriðin í göngunni. Allt make-up fór til fjandans og tjull og pallí- ettur rennblotnuðu og límdust við fætur og mjaðmir þátttakenda í staðinn fyrir að flagra um létt og leikandi eins og stríðinn ágústþeyr. Draggdrotting Íslands það árið var með glæsilegt atriði á stórum vagni. Hluti af því númeri voru litlar kúlur sem ætlunin var að dreifðust tignarlega út í loftið undan þar til gerðum loftstraumi og svifu loks fallega og stillilega til jarðar. Ekki tókst betur til en svo að kúlurnar fretuðust aftan úr drottningarvagninum, klístruðust á allt og alla í rigningunni og byrgðu ökumönnum annarra vagna sýn. Ekki einu sinni helíum-blöðrurnar vildu fljúga til himins! Alveg frábært! Loks voru allir komnir með eye-linerinn lengst út á kinn, með tjullið fast í klofinu og útataðir í örsmáum drottingakúlum. Sjálf gangan tók einungis þrjú korter. eyjum og óskiljanlegt hvernig þeir reyna að leiða hjá sér mannréttindabætur á Norður- löndum enn þann dag í dag. af heitu hjarta Þátttaka fólks í gleðigöngunni er alltaf mjög persónuleg og markar tímamót fyrir hvern og einn í fyrsta skipti sem gengið er. Fyrir marga er þetta ákveðinn tilfinningalegur þroski, að geta tekið þátt af heilum hug og heitu hjarta sem hinsegin manneskja. Ein lesbía sagði við mig eftir að hafa tekið þátt í göngunni í fyrsta sinn að nú væri hún loksins frjáls. Ég bað hana að útskýra nánar fyrir mér við hvað hún ætti. Þá svaraði hún að fyrst hún gæti brosað í marga klukku- tíma í einu ásamt þúsundum annarra af því hún væri lesbía í gleðigöngu hinsegins fólks, þá gæti hún gleymt tárum fortíðar. Þau skiptu ekki máli lengur. Enn er það samt þannig að ekki treysta allir sér í gleðigönguna. Ég heyri það á hverju ári, jafnvel frá fólki sem er fyrir löngu komið út úr skápnum og virðist hafa allt sitt á hreinu, að því finnst það vera of ögrandi að taka þátt. Stundum segi ég við þetta fólk að það sé allt í lagi að brosa í gegnum tárin. Mörg okkar gera það á hátíðinni. Ekki endilega af sorg og sút heldur vegna þess að við erum hrærð og í sérstökum fíling þennan dag. En kjarkur fólks er mismunandi og það er okkar hinna að styðja við bakið á öðrum og sýna með gleði og stolti að það er sjálfsagt að vera hinsegin og sýna það með glæsibrag um hábjartan dag í félagsskap þúsundanna. Gangan – eign okkar allra Ég geng í fótspor forvera míns, Brendu Howards, tvíkynhneigðrar baráttukonu frá New York, en hún var göngustjóri fyrstu gleðigöngunnar þar í borg árið 1970. Og raunar geng ég í fótspor þúsunda annarra, því það er ekki ég sem bý til gönguna held- ur allt það fólk sem tekur þátt og hefur lagt á sig ómælt erfiði til að gera allt sem flott- ast og fallegast. Gangan er eign okkar sem tökum þátt og þeirra sem styðja við

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.